Previous Page  4 / 4
Information
Show Menu
Previous Page 4 / 4
Page Background

Fjölmörg

næringar-

efni hafa hlutverki að

gegna varðandi beina-

uppbyggingu. En ég

tel ekki á nein hallað

þó ég geti sérstaklega

tveggja efna, stein-

efnisins kalks og D-

vítamíns. Nýlega hefur

ráðlagður dagskammtur (RDS) fyrir þessi efni

verið endurskoðaður þar sem tekið er mið af

nýjustu rannsóknaniðurstöðum á sviði næring-

arfræði. Þannig hefur ráðlagður dagskammtur

af kalki verið lækkaður lítillega fyrir börn í 700-

800 mg á dag (var 800 mg) og fyrir unglinga í

1000 mg á dag (var 1200 mg). Aftur á móti hefur

RDS af D-vítamíni verið hækkaður fyrir fullorðna.

Þannig hefur RDS fyrir fullorðna upp að 60 ára

aldri verið hækkaður úr 7 míkrógrömmum á dag

í 10 míkrógrömm og fyrir þá sem eldri eru úr 10

míkrógrömmum í 15 míkrógrömm.

Ráðlagðir dagskammtar (RDS) eru það magn

nauðsynlegra næringarefna sem talið er full-

nægja þörfum alls þorra fólks.

Dæmi um fæðu og kalkmagn:

200 g af mjólk, 230 mg; 200 g af skyri, 220 mg;

200 g af jógúrt, 250 mg; 25 g af osti, 160 mg; 50

g af hörfræi, 105 mg; 50 g af hafrahringjum, 85

mg; 100 g af spínati, 130 mg; 100 g af spergil-

káli 100 mg.

Hvað varðar D-vítamín þá hefur það þá sér-

stöðu að með aðstoð sólarljóssins er vítamín-

ið framleitt í líkama okkar og nægir manni með

ljóst hörund að vera úti við í björtu í 10 til 20

mínútur á dag. D-vítamín finnst ekki ríkulega í

fæði og því mikilvægt að fólk, sem einhverra

hluta vegna á erfitt með að fara út fyrir hússins

dyr, neyti D-vítamínríkrar afurðar eins og lýsis

en sem dæmi má taka að ein teskeið af þorska-

lýsi gefur um 12,5 míkrógrömm.

Kalk og D-vítamín - beinanna vegna

Ólafur G. Sæmundsson,

næringarfræðingur

Kjúklingur með

sprotakáli

700 g frosið sprotakál

1 kjúklingur, steiktur

2 dósir kjúklingasúpa

100 g rjómaostur án bragðefna

100 g sýrður rjómi 10 eða 18%

1/2-1 tsk karrí

100 g 26% ostur, rifinn

1 bolli brauðmylsna, ókrydduð

3 msk smjör, brætt

Hitið ofninn í 175°C. Sjóðið brokkolí eftir leið-

beiningum á pakka. Látið leka vel af því og raðið

í eldfast mót. Skerið kjúklingakjötið í bita og raðið

yfir. Blandið saman súpu, rjómaosti, sýrðum

rjóma og karríi. Dreifið yfir kjötið. Stráið ostinum

yfir. Blandið saman brauðmylsnu og smjöri, og

dreifið yfir ostinn. Bakið í u.þ.b. 30 mín.

Næring og mataræði verða meginþema bein-

verndardagsins í ár og raunar þema ársins.

Í tilefni af því birtum við hér „beinvæna“

uppskrift.

Föstudaginn 7. apríl var haldinn fræðsludagur á vegum ÍSÍ, fyrir fólk á besta aldri, undir yfirskriftinni „hreyfing og

heilbrigði“ í samstarfi við Beinvernd og Hjartaheill. Þar voru flutt fróðleg erindi og endað á kynningu í stafgöngu.

Seinnipart árs 2005 hófust reglulegir fræðslu-

fundir um byltu- og beinvernd á vegum Slysa-

og bráðasviðs Landspítala háskólasjúkra-

húss á göngudeild G-3. Þeir þættir sem frætt

er um eru beinbrot og afleiðingar þeirra svo og

beinþynning og afleiðing hennar.

Fræðslufundir um byltu- og beinvernd á

göngudeild G-3 á LSH - Fossvogi

Einnig er farið yfir mataræði, hreyfingu og

byltuvarnir. Þessi fræðsla fer fram annan hvern

miðvikudag og tekur eina klukkustund. Gestir

þurfa ekki að greiða fyrir fræðsluna en miðað er

við hámarksfjölda fimm manns.

Fræðslufundirnir hafa farið hægt af stað en

þeir skjólstæðingar sem hafa notið þeirra verið

ánægðir. Oft er varpað ljósi á þætti sem fólk veit

um, en hugar ekki að í daglegu lífi. Margir gera

sér ekki grein fyrir gildi ýmissa umhverfisþátta

varðandi beinheilsu né því hve beinbrot geta

verið alvarleg.

Þeim sjúklingum sem ekki hafa farið í

beinþéttnimælingu er vísað í hana og einnig í

blóðprufu til að útiloka aðra sjúkdóma. Síðan

geta þeir fengið tíma hjá sérfræðingi, Dr.

Gunnari Sigurðssyni, ef þeir kjósa það frekar en

heimilislækni.

Til gamans má geta þess að meðlimur í Félagi

eldri borgara í Kópavogi hafði samband

við okkur en hópur þeirra hittist reglulega í

Digraneskirkju og gerir æfingar undir stjórn

leikfimikennara ásamt fleiru. Fórum við með

fræðsluna þangað og voru u.þ.b. 30 manns

viðstaddir. Allir voru mjög áhugasamir og

spunnust miklar umræður á eftir. Að okkar mati

eru hópar sem þessi kjörinn vettvangur fyrir

svona fræðslu.

Ingibjörg Jónsdóttir og Birna Jósefsdóttir,

hjúkrunarfræðingar á göngudeild G-3. LSH –

Fossvogi.