1 / 4 Next Page
Information
Show Menu
1 / 4 Next Page
Page Background

Kalkríkt fæði: Beinlínis hollt!

Beinvernd í samstarfi

við matreiðslumeistara

Fréttabréf

2. tbl.

·

4. árg.

·

10/2006

www.beinvernd.is

Að venju heldur Beinvernd upp á al-

þjóðlegan beinverndardag 20. októ-

ber.

Líkt og önnur beinverndarfélög innan al-

þjóða beinverndarsamtakanna IOF hefur

félagið haldið upp daginn á undanförn-

um árum undir ákveðinni yfirskrift hverju

sinni. Í fyrra var þemað tengt hreyfingu

og líkamsþjálfun en í ár er áherslan lögð

á mataræði og næringu. Svo skemmti-

lega vill til að 20. október er einnig

alþjóðlegur dagur matreiðslumeistara.

Af því tilefni og í ljósi þess hver yfirskrift-

in er efna beinverndarfélög vítt og breitt

um heiminn til samstarfs við matreiðslu-

menn og veitingahús undir yfirskriftinni

BONE APPÉTIT — BEINLÍNIS HOLLT!

Við undirbúning Beinverndardagsins

hafa Ólafur G. Sæmundsson, næringar-

fræðingur og stjórnarmaður í Beinvernd

og Halldóra Björnsdóttir, framkvæmda-

stjóri Beinverndar fundað með mat-

reiðslumeisturum og komið áherslum

félagsins á framfæri. Á félagsfundi

hjá matreiðslumeisturum fræddi Ólaf-

ur félagsmenn um

beinlínis hollan

mat

í skemmtilegu erindi og Halldóra kynnti

félagið Beinvernd og starfsemi þess auk

þess að fara nokkrum orðum um bein-

þynningu.

Nú í haustbyrjun gaf Beinvernd út veg-

legan fræðslubækling sem fjallar ítar-

lega um það hvers vegna hollur matur

er mikilvægur til að viðhalda heilbrigð-

um beinum og þar eru einnig upplýsing-

ar um þau næringarefni og fæðutegund-

ir sem eru nauðsynlegar fyrir beinin. Þá

hafa Beinvernd og matreiðslumeistar-

ar hvatt veitingahús og mötuneyti til að

bjóða upp á „beinlínis hollann rétt dags-

ins“ þann 20. október og auglýsa hann

sérstaklega.

Þá verður sjónum einning beint að skól-

um. Þann 20. október er stefnt að því að

matreiðslumenn í fullum skrúða heim-

sæki nokkra grunnskóla í Reykjavík og

nágrenni, a.m.k. grunnskóla þar sem

hádegismatur er eldaður á staðnum,

færi umsjónarmanni skólaeldhússins

nýútgefinn fræðslubækling um næringu

og bein frá Beinvernd og ræði við nem-

endur og starfsfólk í matarhlénu. Hvatt

er til þess að boðið sé upp á beinlínis

hollan mat þennan dag. Við undirbúning

Beinverndardagsins hafa fulltrúar mat-

reiðslumeistara og Beinverndar skoð-

að skólaeldhús á höfuðborgarsvæðinu

og var meðfylgjandi mynd tekin í slíkri

heimsókn í Salaskóla í Kópavogi.

Halldóra Björnsdóttir framkvæmdastjóri Beinverndar, Anna Steinsdóttir matráður Salaskóla, Sverrir Halldórsson stjórnarmaður í klúbbi matreiðslumeistara og Sigurður

Sumarliðason matreiðslumeistari Salaskóla.

Beinvernd