Previous Page  3 / 4 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 4 Next Page
Page Background

ir sojamjólk en mikilvægt er að velja þá

sem eru kalkbættir því sojadrykkir inni-

halda ekki náttúrulegt kalk.

Ráðlagðir dagskammtar (RDS) er það

magn nauðsynlegra næringarefna sem

talið er fullnægja þörfum alls þorra fólks.

Nýlega hefur RDS af kalki verið lækk-

aður lítillega fyrir börn í 700-800 mg á

dag (var 800 mg) og fyrir unglinga í 1000

mg á dag (var 1200 mg). Fullorðnum og

öldruðum er ráðlagt að neyta 800 mg

af kalki á dag. RDS af kalki fyrir konur

á meðgöngu og með barn á brjósti eru

1000 mg.

D–vítamín

Mest af því D–vítamíni sem við þurfum

verður til í húðinni þegar sólarljósið skín

á hana (útfjólubláir geislar). Samt sem

áður sýna fleiri og fleiri niðurstöður vís-

indalegra rannsókna að D–vítamínskort-

ur er útbreiddur á heimsvísu, jafnvel í

löndum þar sem sólskin er mikið. Það

eru að öllum líkindum margar ástæður

fyrir þessu, þar með talið að fólk forðast

sólskinið, fólk er minna utandyra (t.d.

eldra fólk sem er rúmfast eða treystir sér

ekki út vegna þess að hreyfigeta hefur

minnkað. Hjá yngra fólki er það aukin

vinna innandyra s.s. skrifstofuvinna sem

veldur því að það er minna úti). Aukin

notkun sólvarnaráburðar (sem er mikil-

vægt til að draga úr líkum á húðkrabba-

meini) hefur einnig áhrif því hún hindr-

ar D-vítamínmyndun í húðinni. Við þetta

má bæta að því dekkri sem húðliturinn

er þeim mun minni er framleiðsla á D–

vítamíni í húðinni. Með aldrinum minnk-

ar einnig geta húðarinnar til að mynda

D-vítamín.

Þær fæðutegundir sem innihalda D–

vítamín eru í færra lagi og það er raun-

ar einungis feitur fiskur sem gefur það

magn D–vítamíns sem er eitthvað ná-

lægt ráðlögðum dagskammti (RDS). Það

er auðvitað hægt að taka vítamíntöfl-

ur og lýsi en það er ekki jafn ánægjulegt

og að borða lystugan mat! Lax, túnfisk-

ur, sardínur og makríll gefa okkur D–

vítamín. Egg og lifur innihalda svolítið af

D–vítamíni. Einhverjar fæðutegundir eru

D-vítamínbættar en mismikið milli landa.

Þær helstu eru D-vítamínbætt mjólk,

smjörlíki, morgunkorn og ýmsir drykkir.

RDS af D-vítamíni er 10 míkrógrömm fyr-

ir börn og fullorðna en 15 míkrógrömm

fyrir aldraða. Sem dæmi má nefna að

í einni teskeið af þorskalýsi eru 12,5

míkrógrömm af D-vítamíni.

Prótein

Það er nauðsynlegt fyrir beinheilsuna

að fá prótein úr fæðunni. Það er bein-

línis skaðlegt í uppvextinum ef pró-

teinneysla er ekki nægjanleg, en hún

er einnig nauðsynleg á efri árum til að

halda í beinmagnið. Lélegt næringar­

ástand, sérstaklega m.t.t. próteina, er

algengt meðal eldra fólks og það er

alvarlegra hjá fólki sem hefur mjaðmar-

brotnað en meðal aldraðra almennt. Auk

þess að hafa slæm áhrif á beinin leiðir

próteinskortur til þess að vöðvar rýrna

og styrkur minnkar sem í sjálfu sér eykur

hættu á byltum.

Það er hægt að fá prótein víða, bæði

dýraprótein og jurtaprótein. Magurt rautt

kjöt, fuglakjöt og fiskur eru góð dýrapró-

tein, en það eru einnig egg og mjólkur-

afurðir. Feitur fiskur er jafnframt góð-

ur D–vítamíngjafi (sjá hér að framan) og

mjólkurvörur eru auk þess frábærir kalk-

gjafar. Góð jurtaprótein fást í ertum og

baunum, sojaafurðum, korni, hnetum og

fræjum.

3

www.beinvernd.is

Mikilvægustu

næringarefnin fyrir beinin:

Kalk

D-vítamín

Prótein

Mjólk er hlaðin kalki, próteinum og öðrum næringarefnum og það hefur verið sýnt fram á að aukin mjólkurneysla

barna og fullorðinna auki beinþéttni.

Kalk:

Mjólkurmatur (t.d. mjólk, ostur,

og jógúrt) er sú fæða sem auð-

veldast er að fá kalk úr. Hann

er auk þess rík uppspretta pró-

teina og annarra vítamína og

steinefna sem eru mikilvæg

beinheilsunni.

Sumt grænt grænmeti, t.d.

grænkál, blaðkál (og í minna

mæli, spergilkál).

Niðursoðnir heilir fiskar með

mjúkum, ætum beinum eins

og t.d. sardínur (það eru bein-

in sjálf sem innihalda kalkið) og

steiktur smáfiskur.

Fíkjur, apríkósur og appelsínur.

Hnetur (möndlur og Brasilíu-

hnetur sérstaklega).

Kalkbætt tofu.

Leiðrétting

Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á síðasta fréttabréfi Beinverndar að eitt orð féll út

í grein Björns Guðbjörnssonar, formanns Beinverndar, um lyfjameðferð gegn beinþynn-

ingu. Það var orðið “ekki” sem féll út og gjörbreyttist þar með setningin sem orðið átti að

standa í. Á bls. 3, ofarlega í 3. dálki, stendur: “Að öðru leyti eru aukaverkanir tíðar” en hið

rétta er: “Að öðru leyti eru aukaverkanir EKKI tíðar”. Beðist er velvirðingar á mistökunum.