1 / 4 Next Page
Information
Show Menu
1 / 4 Next Page
Page Background

Fréttabréf

www.beinvernd.is

Beinvernd

Stafganga styrkir beinin! –

Stafgöngudagur ÍSÍ 2007

Laugardaginn 29. september s.l. stóð

stafgöngunefnd ÍSÍ fyrir stafgöngudegi

þar sem almenningi var gefinn kostur

á að koma og kynna sér stafgöngu.

Markmiðið með þessum degi var að

vekja athygli á íþróttinni, en einnig þeim

alvarlega sjúkdómi sem beinþynning er

og fólk hvatt til þess að hreyfa sig um

leið og það styrkir beinin.

Mikill áhugi

Hreyfing ásamt heilsusamlegu matar-

æði er ein mikilvægasta forvörn gegn

beinþynningu. Þátttakan var mjög góð,

rúmlega 500 manns á 22 stöðum víðs

vegar um landið kynntu sér stafgöngu

og gengu fyrir beinin. Stafganga (Nordic

walking) svipar til skíðagöngu, nema

í stað skíða eru notaðir sérstakir stafir

(stafgöngustafir), sem ekki eru ólíkir

skíðastöfum en sérhannaðir fyrir þessa

íþrótt. Með því að nota stafi við göngu

styrkjum við vöðva í efri hluta líkamans

auk þess að losa um spennu í hálsi og

herðum. Í stafgöngu þjálfum við alla

stærstu vöðva líkamans um leið og við

styrkjum hjarta og lungu.

Hentar flestum

Stafgangan varð til hjá finnskum skíða-

göngumönnum, þegar þeir þjálfuðu sig

fyrir komandi keppnistímabil með því

að ganga með stafi. Gangan varð síðar

vinsæl hjá almenningi og þróaðist sem

sérstök íþróttagrein. Hún hentar fólki

á öllum aldri sem áhugamál og eða til

keppni, heilbrigðum sem sjúkum t.a.m.

hjartasjúklingum og þeim sem kljást við

beinþynningu. Miklar rannsóknir hafa

verið gerðar á áhrifum stafgöngunnar

á líkamann, sem m.a. hafa leitt í ljós

að hann brennir jafnvel 20% meira en í

venjulegri göngu og styrkist allt að 40%

umfram það sem dæmigerður göngutúr

skilar. Til þess að ná svo góðum árangri

er mikilvægt að læra rétta tækni og að

stafirnir séu hæfilega langir. Góður skó-

búnaður er nauðsynlegur auk þess

sem fatnaður verður að vera þjáll og

eftirgefanlegur.

Stafganga – fyrir beinin

Stafganga hefur í auknum mæli rutt

sér til rúms sem ákjósanleg hreyf-

ing fyrir fólk með beinþynningu. Kost-

ir stafgöngunnar fyrir þann hóp eru

þeir helstir að hún styrkir vöðva og

bein hæfilega án þess að álagið á lík-

amann verði of mikið. Þá veita stafirnir

aukið öryggi þeim sem brotnað hafa og

óttast endurtekin brot. Stafganga er að

auki útiíþrótt, en sólarljósið gefur okkur

D-vítamín, sem hjálpar til við frásog

kalks úr meltingarveginum, en kalk er

einmitt eitt af mikilvægu steinefnunum

fyrir beinin. Af þessum ástæðum hafa

stafgönguhópar orðið til hjá mörgum

beinverndarfélögum víða um heim, og

alþjóða beinverndarsamtökin IOF hafa

styrkt einstök beinverndarsamtök, s.s.

þau norsku, til þess að efla íþróttina á

meðal sinna félagsmanna. Í því verk-

efni norsku samtakanna er lögð sérstök

áhersla á, að menntaðir leiðbeinendur

kenni þátttakendum rétta tækni við staf-

gönguna svo árangur verði sem mestur,

en niðurstöður verða kynntar á alþjóð-

legri beinverndarráðstefnu á Miami í

desember n.k. Hér á landi hefur kennsla

í stafgöngu og stafgönguhópar verið

undir merkjum almenningsíþróttasviðs

ÍSÍ þar sem faglega hefur verið unnið að

útbreiðslu íþróttarinnar. Upplýsingar um

stafgöngu s.s. tækni, val á stöfum, og

námskeið er að finna á vef ÍSÍ

www.

isi.is

2. tbl.

·

5. árg.

·

10/2007