Previous Page  2 / 4 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 2 / 4 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

F r é t t a b r é f

B e i n v e r n d -

ar kemur nú

út í 9. sinn, að

þessu sinni í

tengslum við

a l þ j ó ð l e g a n

beinverndar-

dag 20. októ-

ber sem hef-

ur að yfirskrift

á hæ t t u þæ t t i

sem

tengjast

beinþynningu. Í tilefni dagsins kemur

út nýr bæklingur um áhættuþættina

og nýtt áhættupróf sem við hvetjum

landsmenn til að taka. Hornsteinn

nútíma læknavísinda er hæfnin að

þekkja og hafa stjórn á áhættuþáttum

hinna ýmsu sjúkdóma þ.m.t. bein-

þynningu. Áhættuþættir beinþynn-

ingar skiptast í tvo flokka, annars

vegar þá sem við getum breytt og

hins vegar þá sem við getum ekki

breytt. Áhættuþættir breytast líka

eftir því á hvaða aldri við erum en

það er aldrei of seint að bregðast

við. Fólk sem telur sig eiga á hættu

að fá beinþynningu vegna eins eða

fleiri breytanlegra eða óbreytanlegra

áhættuþátta, þyrfti að gera áætlun

til að verjast beinþynningu og halda

beinumsínumheilbrigðum í samvinnu

við lækni. Engin ein lausn hentar þó

öllum til að verjast beinþynningu.

Þess vegna verður hver og einn að

vaka yfir eigin heilsu og ráðfæra sig

við lækni eða hjúkrunarfræðing um

breytingar á mataræði, líkamsþjálf-

un og lífshætti sem bæta beinheils-

una. Fyrsta skrefið í baráttunni við

beinþynningu er þó ávallt að þekkja

áhættuþættina.

Viltu gerast félagi?

Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar í

Beinvernd geta haft samband við Halldóru

Björnsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins,

í síma eða sent tölvupóst. Allir eru hjartan-

lega velkomnir.

Beinvernd

Pósthólf 161 – 270 Mosfellsbær

Sími 897 3119

[email protected]

www.beinvernd.is

Halldóra Björnsdóttir,

íþróttafræðingur

Lífleg starfsemi víða um land

Heilsutorg í Bolungarvík

Heilsubærinn Bolungarvík stóð fyrir

Heilsutorgi í júlí sl. Þar var m.a. boðið

upp á mælingu á blóðþrýstingi, blóð-

sykursmælingu og mælingu á bein-

þynningu með tæki frá Beinvernd. Tugir

kvenna og fáeinir karlar nýttu sér tækni

þessa en með hljóðbylgjum er tækinu

gert kleift að mæla beinþéttni ásamt

því að greina beinmassa. Auk þess var

dreift bæklingum með upplýsingum

frá Beinvernd um kalkríkt fæði, mikil-

vægi hreyfingar og inntöku D-vítamíns

svo kalkið nýtist sem best. Þessu mikla

forvarnarverkefni var mjög vel tekið og

jók áhuga fólks á að fylgjast með eigin

heilsu.

78 mældir á Neskaupsstað

Beinverndarátök voru víðar en á

Bolungarvík. HSA Neskaupsstað bauð

upp á beinþéttnimælingar og fræðslu

um holla lífshætti fyrir beinin og heilsuna

almennt. 75 konur og þrír karlar létu

mæla í sér beinþéttnina og stefnt er að

því að endurtaka þetta síðar.

Beinvernd í Hagaskóla

Kennarar og nemendur í Hagaskóla

voru með beinverndarátak þar sem

fræðsluefni frá Beinvernd var dreift,

Kennararnir gátu látið mæla í sér beinin

en nemendur fengu ókeypis lýsi og

mjólk (D-vítamín og kalk) og áhersla var

lögð á mikilvægi hreyfingar til að styrkja

beinin.

Læknadagar

Beinþynning var meðal efnis á lækna-

dögum 2007, þar sem kastljósinu

var beint að samfallsbrotum meðal

aldraðra undir yfirskriftinni:

Hvernig

fyrirbyggjum við og meðhöndlum byltur

og samfallsbrot?

Valinkunnur hópur

sérfræðilækna samþætti vísindalega

þekkingu og klíníska reynslu sína og

vörpuðu mikilvægum staðreyndum og

spurningum sín á milli. Þátttakendur

voru þeir Arnór Víkingsson, Björn Guð-

björnsson, Aðalsteinn Guðmundsson,

Hannes Petersen, Guðmundur Viggós-

son, Grétar Guðmundsson, Hjörtur

Oddsson, Kristbjörn Reynisson, Gunn-

ar Sigurðsson og Gunnar Valtýsson.Auk

þess notaði fjöldi manns tækifærið og

létu mæla í sér beinþéttnina en starfs-

maður Beinverndar var á staðnum og

mældi þá sem áhuga höfðu á því.

Háskóli unga fólksins

Ólafur G. Sæmundsson, næringar-

fræðingur og stjórnarmaður í Bein-

vernd, tók á móti áhugasömu ungu fólki

í Háskóla unga fólksins sem haldinn var

miðvikudaginn 13. júní sl. Að sögn Ólafs

tókst fræðslan mjög vel. Farið var með

nemendur á Barnaspítalann á röntgen-

deildina en fræðslan var í samstarfi við

Félag íslenskra geislafræðinga. Þar

fengu nemendur innsýn í þá vinnu sem

þar fer fram. Að því loknu var Ólafur með

beinverndarfræðslu fyrir nemendur og

lagði áherslu á tengsl næringar og bein-

heilsu. Nemendurnir ungu voru mjög

áhugasamir og spurðu margra góðra

spurninga. Auk beinverndarátaka heim-

sótti starfsmaður Beinverndar vinnu-

staði og félagasamtök með fræðslu um

beinþynningu og varnir gegn henni.

Styrkjum úr Pokasjóði var úthlutað

fimmtudaginn 10. maí. 122 aðilar fengu

styrk að þessu sinni, samtals rúmlega

100 milljónir króna og var Beinvernd þar

á meðal. Verkefnið sem Beinvernd fékk

styrk til, felst í að útbúa fræðsluefni fyrir

almenning með nýjustu upplýsingum um

áhættuþætti og úrræði gegn beinþynn-

ingu sem gefið verður út og dreift, auk

þess sem það verður sett á vef félagsins

www.beinvernd.is.

Beinvernd fékk styrk úr Pokasjóði

Frá ritstjóra