Skyrfrauð með ferskum
bláberjum
Einstaklega ferskt frauð sem fer vel
með bláberjum. Fyrir 4 – 6.
Botninn
250gr kremkex (eða hafrakex)
75gr smjör
50gr súkkulaði
Kremkexið er unnið í fínt duft í
matvinnsluvél. Smjörið og súkkulaðið
er brætt saman í potti og kremkexinu
bætt saman við og hrært vel saman
yfir hita. Þá er botninn pressaður í
form og kældur á meðan kakan er
gerð.
Bláberjafylling
50g sykur
1msk hunang
200g bláberjamauk (bláber sett í
matvinnsluvél eða töfrasprota)
5g sultuhleypir blandað í ögn af sykri
eða 1-2stk matarlímsblöð
safi úr 1/2 sítrónu
Brúnið sykurinn við vægan
hita á pönnu bætið hunangi og
bláberjamauki út í, hitið þar til sykurinn
er uppleystur. Bætið þá sultuhleypi
eða uppleistu matarlími í ögn af vatni
og bragðbætið með sítrónusafanum.
Kakan
3 stk matarlímsblöð
300ml mjólk
100g sykur
170g skyr
250ml rjómi
1 askja bláber
hunang eða sykur á berin (má sleppa)
vanilla (má sleppa)
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í
smá stund. Setjið 100ml af mjólkinni
(og vanillu) og sykurinn í pott og
hitið. Takið pottinn af hitanum, setjið
matarlímið út í og hrærið þar til það
er bráðnað. Hrærið saman skyri
og afganginum af mjólkinni, þeytið
rjómann og blandið skyrinu varlega
saman við hann. Blandið síðan
saman við matarlímið og setjið í ílát
eftir smekk. Framreiðið með ferskum
bláberjum.
Uppskriftir
Auðvelt er að útbúa þennan góða forrétt og á hann ættir að rekja til Spánar, Rúss-
lands og auðvitað Íslands sem hefur besta saltfiskinn. Hægt er að framreiða réttinn
sem pinnamat líka.
Saltfisk stappa (Brandade)
300g saltfiskafskurð
500ml mjólk
½
hvítlauksrif
1
grein garðablóðberg
1
lauf lárviðarlauf
100g
blómkál
100ml jómfrúar ólífuolía
50ml rjómi
10
lauf saxaður kóríander
ferskur svartur pipar
Saltfiskurinn er soðinn í mjólkinni og
tekinn og sigtaður hrærður með ólífu-
olíu og rjóma (hægt að setja í hrærivél
til að auðvelda manni lífið. Kryddað
með svörtum pipar og ferskum kórí-
ander. Gott að framreiða á ristuðu
brauði með ögn af ólífuolíu.
Saltfisk klattar
300ml mjólkin af saltfisknum
50g
soðinn saltfiskur
150g hveiti
50g
eggjarauður
1tsk
lyftiduft
75g
eggjahvíta
ferskur pipar
Allt er unnið saman nema stífþeyttri
eggjahvítu er bætt við síðast. Eldað á
pönnu eins og litlar amerískar pönnu-
kökur, flott að framreiða með sýrðum
rjóma og íslenskum kavíar.
Saltfisk tvenna
www.beinvernd.is