www.beinvernd.is
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn
hátíðlegur í áttunda sinn í skólum landsins
Holl mjólk og heilbrigðir krakkar
Skólabörn í fimmtíu löndum gerðu sér
dagamun miðvikudaginn 26. september
sl. í tilefni alþjóða skólamjólkurdagsins.
Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna,
FAO (Food and Agriculture Organi-
zation) sem hvetur til hátíðahalda á
þessum degi.
Skólamjólkurdagurinn var nú haldinn í
áttunda sinn og sem fyrr undir kjörorðinu
„Holl mjólk og heilbrigðir krakkar.”
Dagurinn var haldinn hátíðlegur til þess
að minna á hollustu mjólkurinnar og
nauðsyn þess að auka mjólkurneyslu
barna í skólum landsins.
Í tilefni dagsins var ókeypis mjólk á boð-
stólum fyrir nemendur í fjölmörgum
Í tilefni dagsins var ókeypis mjólk á
boðstólum fyrir nemendur í fjölmörgum
grunnskólum, bæði á landsbyggðinni
og höfuðborgarsvæðinu. Mjólkin á í
harðri samkeppni við aðra drykkjar-
vöru í flestum löndum og má í því sam-
bandi nefna safa, djús og gosdrykki.
Sumar þjóðir hafa til mótvægis þessari
þróun gripið til þess ráðs að banna sölu
og neyslu slíkra drykkja í skólum og enn
aðrar þjóðir gefa skólabörnum mjólk.
Hérlendis hafa skóla- og leikskólabörn í
nokkur undanfarinár haft greiðanaðgang
að ískaldri mjólk úr sérstökum mjólkur-
kælum, sem mjólkurframleiðendur hafa
innleitt, og hefur þessi þjónusta mælst
sérlega vel fyrir.
Mjólkin er beinunum mikilvæg
Því miður verður að segjast eins og er
að matarvenjur margra unglinga eru
æði bágbornar með tilliti til beinheilsu.
Þannig er ljóst að sumir unglingar neyta
of lítils kalks og þá frekar stúlkur en
drengir. Mjólk og mjólkurvörur eru þær
fæðutegundir sem gefa hvað mest
kalk og er það mörgum áhyggjuefni að
mjólkurdrykkja virðist fara minnkandi
hjá unglingum, en þess í stað eykst
gosdrykkjaneysla ár frá ári. Samkvæmt
rannsóknum virðast vera sterk tengsl
milli gosdrykkjaneyslu og kalkneyslu,
en stúlkur sem til að mynda drekka gos
reglubundið neyta að meðaltali einum
fimmta minna magn kalks en stúlkur
sem drekka það ekki. Ráðlagður dag-
skammtur af kalki er 800-1000 mg fyrir
unglinga og 800 mg fyrir fullorðna. Eins
og áður segir er mjólkurmatur ein auð-
ugasta uppspretta kalks. Sem dæmi
má nefna að í einu mjólkurglasi eru 300-
400 mg af kalki.