1 / 4 Next Page
Information
Show Menu
1 / 4 Next Page
Page Background

1

www.beinvernd.is

FRÉTTABRÉF – 1. TBL. 12. ÁRG. 2014

Beinvernd hefur tekið

upp þá nýbreytni að

gefa út fréttabréf sitt

á nútímalegan hátt í

rafrænu formi. Sem

fyrr er það markmið

félagsins með útgáfu

sinni að vekja athygli

almennings á

beinþynningu sem

heilsufarsvandamáli og

vonandi að þessi nýjung verði til þess að enn fleiri

fræðist um mikilvægi heilbrigðra beina. Beinvernd

vill ná til sem flestra. Við þurfum öll sterk

bein á lífsins göngu og mikilvægt að leggja góðan

grunn að þeim á uppvaxtarárum með hollu

mataræði og hreyfingu. Á fullorðinsaldri er

verkefnið að viðhalda sterkum beinum, einnig

með góðu kalkríku mataræði, D-vítamíni og

hreyfingu sem ávallt fyrr.

Fræðsla og aukin þekking eru sterkustu vopnin

í baráttunni gegn beinþynningu. Fyrsta skrefið

í þeirri baráttu er vitneskja um hvað þarf að

gera til að stuðla að góðri beinheilsu og annað

skrefið að kanna í hve mikilli áhættu við erum

með því að taka áhættupróf á heimasíðu félagsins

www.beinvernd.is

. Loks þarf að sjálfsögðu að

tileinka sér þessa þekkingu og hafa hana að

leiðarljósi. Það er reynsla okkar hjá Beinvernd að

fylgja verður eftir vitundarvakningu, fræðslu og

forvörnum.

Þann 20. október sl. á alþjóðlegum

beinverndardegi færðu íslenskir kúabændur

félaginu gjafabréf til kaupa á nýjum, færanlegum

beinþéttnimæli og hefur hann þegar verið

keyptur og er væntanlegur til landsins innan

tíðar. Beinvernd hefur áhuga á að nýta nýja

mælinn sem allra best og að landsmenn geti

fengið beinþéttnimælingu án mikillar fyrirhafnar.

Félagið hefur því lagt drög að því að lána

heilsugæslustöðvum í landinu tækið í ákveðinn

tíma í senn svo þær geti boðið upp á mælingar

og fræðslu um beinþynningu og beinvernd.

Beinvernd mun aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við

þetta átak eins og kostur er og það er sannarlega

tilhlökkunarefni að takast á við þetta verkefni.

Halldóra Björnsdóttir

framkvæmdastjóri Beinverndar

Meðal efnis:

Norrænn fundur beinverndarfélaga

Beinvernd fær nýjan

beinþéttnimæli

Alþjóðleg ráðstefna beinverndarfélaga

Nýr samstarfssamningur undirritaður

NÝROGUPPFÆRÐURVEFUR

WWW.BEINVERND.IS

Beinvernd opnaði nýjan og endurbættan vef á beinverndardaginn þann

20. október,

www.beinvernd.is,

en þar er að finna mikinn fróðleik

um beinþynningu, forvarnir og meðferð. Auk þess er hægt að taka

gagnvirkt áhættupróf um beinþynningu og kanna áhættu sína.