3
www.beinvernd.isALÞJÓÐLEGRÁÐSTEFNA
BEINVERNDARFÉLAGA
Alþjóða beinverndarsamtökin IOF halda alþjóðlega ráðstefnu
beinverndarfélaga á tveggja ára fresti. Ráðstefna sem þessi
er mikilvægur vettvangur fyrir alþjóðlega umræðu um
beinþynningu og skyld málefni. Þetta er einstakt tækifæri
fyrir beinverndarfélög um allan heim að skipuleggja aðgerðir,
tengslanet, skiptast á hugmyndum og heyra hvað er að
gerast í öðrum löndum. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin
í Helsinki í Finnlandi og skipulögð í samstarfi við finnsku
beinverndarsamtökin dagana 31. maí til 2. júní. Ráðstefnan
tóks afar vel. Þátttakendur voru 140 frá 45 löndum og 53
félögum og dagskráin var fjölbreytt.
Konur sem leiðtogar ræddu um mikilvægi sterkra beina
fyrir sterkar konur til að draga úr vaxandi vandamáli sem
beinþynningarbrot eru. Leiðtogarnir sem fluttu ávarp voru:
Sirpa Pietikänen fulltrúi Finna á Evrópuþinginu, Judith Jolly
barónessa, aðili að House of the Lords í Bretlandi og Barbara
Lybeck finnsk fjölmiðlakona.
Á ráðstefnunni eru mörg góð erindi auk vinnuhópa þar
sem farið er í leiðir til að auka vitund um beinþynningu,
notkun samfélagsmiðla, leiðir til fjáröflunar og ráð til að
ýta við stjórnendum heilbrigðisþjónustunnar um mikilvægi
greiningar og meðhöndlunar á þessum þögla sjúkdómi auk
mikilvægi forvarna. Einnig voru kynntar nýlegar rannsóknir
sem tengjast beinþynningu.
Viðurkenningar og verðlaun voru veitt fyrir bestu
auglýsingaherferðina og bestu facebook síðuna. Beinvernd
fékk viðurkenningu fyrir bestu facebook síðuna og næst
bestu auglýsingaherferðina en þar voru Grikkir sigurvegarar.
Verðlaun sem eru veitt eru til minningar um frumkvöðulinn
Lindu Edwards, IOF-Linda Edwards Memorial Award, fengu
beinverndarfélögin í Palestínu og Ísrael.
Þátttakendum ráðstefnunnar var boðið upp á kennslu í
stafgöngu og Tai Chi og vakti það mikla hrifningu og var
þátttakan góð.
Reynslan og lærdómurinn sem þátttakendur taka með sér
heim er mikil lyftistöng fyrir beinverndarfélögin og eflir
starfssemi þeirra.