Previous Page  4 / 4
Information
Show Menu
Previous Page 4 / 4
Page Background

4

www.beinvernd.is

UPPSKRIFT

BAKAÐUR SILUNGURMEÐ

FETAOSTI OG GRASLAUK OG

LÉTTRI JÓGÚTSÓSU

Fyrir 4

salt og nýmalaður svartur pipar

800 g silungsflök

100 g fetaostur

100 g vorlaukur fínt skorinn

2 msk graslaukur saxaður ekki mjög fínt

100 g strengjabaunir fínt skornar

AÐFERÐ:

Smyrjið eldfast form með

smjöri, raðið silungsflökunum í formið og

kryddið með salti og nýmuldum svörtum

pipar. Stráið yfir vorlauk, strengjabaunum

og graslauk. Setjið að lokum fetaostinn

yfir. Bakið við 180°C í 10-15 mínútur fer

allt eftir stærð silungsins. Einnig er hægt

að nota lax í þennan rétt. Berið fram með

sýrðum rjóma með graslauk og lauk,

fersku salati og nýjum soðnum kartöflum.

LAKTÓSAFRÍ MJÓLK

Laktósafrí léttmjólk kom fyrst á markað frá Mjólkursamsölunni fyrir tæpu ári

síðan en vöruþróun hafði staðið yfir í um tvö ár. Skömmu síðar kom laktósafrí

súrmjólk á markað frá fyrirtækinu. Í laktósafrírri mjólk er búið að fjarlægja

laktósann úr mjólkinni en laktósi er mjólkursykur sem er í mjólkinni frá

náttúrunnar hendi. Áður hafði MS kynnt á markaði fjölmargar vörunýjungar þar

sem búið var að draga úr laktósa en ekki fjarlægja hann alveg. Má þar nefna

sykurskerta Kókómjólk, Hleðslu og

Skyr.is

drykki.

Hvað er laktósaóþol?

Laktósaóþol hefur verið nokkuð í umræðunni en hjá fólki með laktósaóþol er

minnkuð virkni eða skortur á ákveðnu ensími sem nefnist laktasi en hann sér um

niðurbrot mjólkursykursins í líkamanum. Neysla á vörum með laktósa getur því

valdið fólki með laktósaóþol ýmsum kviðverkjum og öðrum óþægindum. Hafa ber

þó í huga að laktósaóþol eða mjólkursykursóþol er gjörólíkt mjólkurofnæmi sem

er ofnæmi fyrir mjólkurpróteinum.

Tíðni laktósaóþols

Laktósaóþol er mjög mismunandi eftir

heimsálfum og í Asíu, Afríku og Suður-

Ameríku er meirihluti fólks sem þolir

ekki laktósa. Hér á Vesturlöndum er

tíðni laktósaóþols þó mun lægra eða um

10%. Þrátt fyrir það hafa margir íslenskir

neytendur áhuga á vörum sem innihalda

engan laktósa eða mjólkursykur og þetta er

ástæða þess að MS fór af stað með þessa

vöruþróun. Laktósafrí mjólk hentar því fólki

með mjólkursykursóþol og öðrum þeim sem

finna til óþæginda í meltingarvegi við neyslu

mjólkurvara. Laktósafrí mjólk er jafnframt

mun lægri í kolvetnum en önnur mjólk og

er einnig D-vítamínbætt en það vítamín er

af skornum skammti í mat og sérstaklega

mikilvægt fyrir íbúa á norðlægum slóðum

sem lítið sjá af sólinni á vetrarmánuðum.

Sjá nánar:

http://www.ms.is/Naering-og-

heilsa/Markfaedi/Laktosafri-mjolk/