Ef stúlkur hefja íþróttaiðkun s.s. fótbolta, handbolta eða körfubolta ungar að aldri hefur það jákvæð áhrif á styrk beinanna. Sund hefur ekki þessi sömu áhrif. Þetta kom fram í spænskri rannsókn.
Hreyfing er einn mikilvægasti þátturinn í forvörnum gegn beinþynningu en beinþynning eykur hættu á ótímabærum beinbrotum. Beinin þynnast og verða stökkari með aldrinum. Þetta er “þögult” ferli og án einkenna. Bæði kynin eru í hættu á að fá beinþynningu en hún er þó talsvert algengari hjá konum, sérstaklega eftir tíðahvörf. Algengustu brotastaðir eru framhandleggur, hryggjarbolir og mjöðm (lærleggsháls).
Líkamleg þjálfun hefur áhrif á heilbrigði beina, það er vitað. En hvers konar íþróttir eru best til þess fallnar að styrkja beinin? Það er spurningin sem rannsakendur í Háskólanum University of Castilla-La Mancha á Spáni leituðu svara við.
Í úrtakinu voru 200 stúlkur á aldrinum 9 til 13 ára. Þeim var skipt í fimm hópa eftir því hvaða íþróttir þær stunduðu, sund, fótbolta, handbolta, körfubolta auk þess sem það var einn viðmiðunarhópur sem var ekki í neinni sérstakri íþrótt (control group). Hópunum var síðan öllum skipt í tvo undirhópa eftir því hvort stúlkurnar voru orðna kynþroska eður ei.
Framkvæmd voru tvær tegundir prófa á þátttakendum: Tanner próf sem mælir líkamlegan þroska og svo beinþéttnmæling sem einnig mælir samsetningu líkamans (beinþéttni, fita, vöðvamassi).
Það kom í ljós að íþróttir s.s. fótbolti, körfubolti og handbolti hafa sterk áhrif á beinmyndun ef þær eru stundaðar frá unga aldri. Þá þéttast beinin meira en í íþróttum eins og sundi. Ástæðan er talin sú að í sundi vegum við einungis 1/6 af líkamsþyngd okkar og æfingarnar í vatninu eru því gerðar í þyngdarleysi og því minna álag og áreiti á beinin en það hefur áhrif á beinmyndunina.
Það kom einnig fram að tveir tímar á viku í íþróttum í skólanum er ekki nóg til að styrkja og auka beinmassa á unga aldri.
“Niðurstöðurnar sýna að ólíkar íþróttagreinar hafa mismunandi áhrif á beinin og beinheilsu hjá stúlkum í bernsku. Þessar upplýsingar geta verið gagnlegar til að koma í veg fyrir á sjúkdóminn beinþynningu í á fullorðinsárum” segir Esther Ubago Guisado, aðalhöfundum rannsóknarinnar en hún var birt í fagtímaritinu Journal Of Sports Sciences.
Samkvæmt upplýsingum frá IOF alþjóða beinverndarsamtökunum mun 1 af hverjum 3 konum og 1 af hverjum 5 krölum brotna af völdum beinþynningar eftir fimmtugt.