|
Lengi býr að fyrstu gerð. Ungar konur hafa ástæðu
til að huga að beinþynningu, enda teljast í áhættuhópi
þær sem ekki fá nægilegt kalk, D-vítamín
og hreyfingu á þeim árum þegar beinmassinn er
að aukast. Talið er að því meiri sem beinmassinn
er milli tvítugs og þrítugs því minni verði
áhrif beinþynningar síðar á ævinni.
Þá þurfa konur milli tvítugs og fertugs að
huga sérstaklega að kalkmagni fæðunnar því
það gengur á forðann á meðgöngu og
við brjóstagjöf. |
|
Nýjar rannsóknir sýna að konur sem hafa neytt kalkríkrar
fæðu frá blautu barnsbeini eru sterkbyggðari en hinar
og í minni hættu á að verða fyrir beinbrotum síðar
á ævinni. Aldur er afstæður og kalk, D-vítamín
og hreyfing skipta alltaf máli. Konur sem náð hafa 35 ára
aldri þurfa u.þ.b. 800 mg af kalki á dag en þegar
tíðahvörf nálgast og bein-massinn minnkar hraðar
er ráðlegt að auka magnið.
Á öllum aldri er nauðsynlegt að fá daglega hreyfingu
og sérstaklega ættu eldri konur að varast miklar kyrrsetur. |
|
|
|
|
|
Ég
fer í gönguferðir úti í náttúrunni.
Ég drekk léttmjólk eða undanrennu á hverjum
degi.
Ég borða 2-3 skammta af mjólkurmat á dag.
Ég tek lýsi, lýsistöflur eða fjölvítamín.
Ég borða hollan og fjölbreyttan mat.
Ég hef farið í beinþéttnimælingu.
Ég gæti þess að fá ráðlagðan
skammt af kalki og D-vítamíni daglega.
Ég stunda reglulega líkamsþjálfun.
Ég er reyklaus.
Ég gæti þess að borða staðgóðan
morgunverð á hverjum morgni.
Ég drekk kaffi í hófi.
Ég hjóla eða geng í vinnuna þegar veðrið
er gott. |
|