Stúlkur sem stunda íþróttir eru með sterkari bein.
Fimmtudagur, 19 nóvember 2015
Ef stúlkur hefja íþróttaiðkun s.s. fótbolta, handbolta eða körfubolta ungar að aldri hefur það jákvæð áhrif á styrk beinanna. Sund hefur ekki þessi sömu áhrif. Þetta kom fram í spænskri rannsókn. Hreyfing er einn mikilvægasti þátturinn í forvörnum gegn beinþynningu en beinþynning eykur hættu á ótímabærum beinbrotum. Beinin þynnast og verða stökkari með aldrinum.
- Published in Fréttir, Uncategorized @is
No Comments