14. Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum
Þriðjudagur, 06 janúar 2009
Dagana 5. og 6. janúar 2009 standa læknadeild, tannlæknadeild, lyfjafræðideild, hjúkrunarfræðideild, matvæla- og næringarfræðideild, sálfræðideild, námsbrautir í sjúkraþjálfun, og geisla- og lífendafræði, Miðstöð í lýðheilsuvísindum og Tilraunastöð Háskóla Ísland fyrir ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Þetta er í fjórtánda sinn sem ráðstefnan er haldin. Umsjón með ráðstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar
- Published in Fréttir
No Comments
Útivera og hreyfing fyrir beinin
Þriðjudagur, 06 janúar 2009
D-vítamín og kalk eru mikilvægt næringarefni fyrir beinin og vinna saman. D-vítamínið hefur áhrif á frásog (upptöku) kalksins úr meltingarveginum. Samkvæmt grein sem birtist í hinu virta næringarfræðitímariti Nutrition Reviews (54. 1996 S3-S10) er komist að þeirri niðurstöðu að tíðni beinþynningar gæti orðið allt að helmingi lægri ef allir myndu temja sér ráðlagða neyslu kalks
- Published in Fréttir
Tennur eru líka bein
Þriðjudagur, 06 janúar 2009
Fyrsta vika febrúarmánaðar er árlega helguð tannvernd. Áhersla er lögð á mikilvægi góðarar tannheilsu og í ár er sérstök áhersla á tannþráðinn og daglega notkun hans undir kjörorðinu Taktu upp þráðinn. Sjá nánar á vef Lýðheilsustöðvar.
- Published in Fréttir
Alþjóðleg beinverndarráðstefna í Kína
Þriðjudagur, 06 janúar 2009
Næsta alþjóðlega ráðstefna beinverndarfélaga innan IOF, alþjóða beinverndarsamtakanna, verður haldin í Beijing í Kína dagana 22.-25. september n.k. Á ráðstefnunni verða fyrirlestrar og svokallaðar smiðjur (workshops) þar sem fulltrúar frá 91 beinverndarfélag úr öllum heimsálfum vinna saman að stefnumótun í beinverndarmálum. Á ráðstefnu sem þessari gefst vettvangur samstarfs og skoðanaskipta um allt það er lýtur beinvernd.
- Published in Fréttir
D-vítamínskortur og næringarástand hjá öldruðum sem dvelja á sjúkrahúsi
Þriðjudagur, 06 janúar 2009
Alfons Ramel1, Pálmi V. Jónsson2, Sigurbjörn Björnsson2, Inga Þórsdóttir1 1Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, og matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÍ, 2öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ [email protected] Inngangur: Lítil D-vítamínneysla og takmarkað sólarljós er tengt lágum D-vítamínstyrk í blóði (25-hýdroxývítamín D, 25(OH)D). Þess vegna geta aldraðrir Íslendingar haft aukna áhættu á D-vítamínskorti eða lágum D-vítamínbúskap. Tilgangur rannsóknarinnar
- Published in Fréttir