Beinvernd15ára
Landssamtökin Beinvernd voru stofnuð árið 1997 og eru því 15 ára á þessu
ári. Helsti hvatamaðurinn að stofnun félagsins var Ólafur Ólafsson þáverandi
landlæknir. Meginmarkið félagsins eru fjögur:
•
Að vekja athygli almennings og stjórnavalda á beinþynningu sem
heilsufarsvandamáli
•
Að standa að fræðslu meðal almennings og heilbrigðisstétta og miðla
þekkingu, sem á hverjum tíma er fyrir hendi, um beinþynningu og varnir gegn
henni
•
Að stuðla að auknum rannsóknum á eðli, orsökum og afleiðingum
beinþynningar og forvörnum gegn henni
•
Að eiga samskipti við önnur félög á svipuðum grundvelli
Starfsemi félagsins felst fyrst og fremst í fræðslu- og forvarnarstarfi. Félagið hefur
gefið út marga fræðslubæklinga, námsefni og fréttabréf og heldur úti vefsíðunni
www.beinvernd.is og facebook-síðunni www.facebook.com/beinvernd . Auk þess
hafa reglulega verið haldnir fræðslufyrirlestrar fyrir almenning, heilbrigðisstarfsfólk
og stjórnvöld. Félagið hefur einnig stutt fræðslustarf um beinþynningu víða
um land og tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum. Beinvernd er virkur aðili
að alþjóða beinverndarsamtökunum International Osteoporosis Foundation
(IOF). Hápunkturinn á hverju ári er hinn alþjóðlegi beinverndardagur sem 202
beinverndarfélög í 94 löndum um allan heim halda hátíðlegan þann 20. október.
Starf Beinverndar hefur verið mjög öflugt á þessum 15 árum. Vitundarvakning
um beinþynningu, áhættuþætti hennar og forvarnir hefur skilað þeim árangri
að almenningur veit að sjúkdómurinn er til og að hægt er að greina hann og
meðhöndla.
LIFANDI BEIN
Beinin í beinagrindinni eru síbreytileg. Þau eru lifandi vefur sem byggir styrk sinn
á kalki. Beinin byrja strax að myndast á fósturskeiði en ná fullum vexti um 25 ára
aldur, heldur fyrr hjá konum. Stöðugt niðurbrot á beinvef og uppbygging sem kallast
beinendurmyndun á sér stað alla ævi, þ.e. beinin eru í stöðugri endurnýjun (sjá
mynd bls. 2). Þetta ferli gerist mun hraðar í æsku en á fullorðinsárum. Sem dæmi
má taka að hjá ungum börnum endurnýjast beinagrindin algjörlega á tveimur árum.
Þegar við fæðumst eru beinin brjóskkennd en með tímanum verða þau kalkmeiri
og harðari. Beinin vaxa á meðan líkaminn er að vaxa og síðan þykkna þau og þéttast
fram til 25 ára aldurs. Þegar bein eru hætt að lengjast á aldrinum 16-20 ára auka
þau enn þéttni sína. Við 35 ára aldur byrjar beinþéttnin að minnka aftur.
En hvað er BEINÞÉTTNI?
Beinþéttnin segir til um hvert kalkmagn (steinefnamagn) beina er og hversu sterk
þau eru. Því þéttari sem sem beinin eru því sterkari eru þau. Hægt er að mæla
beinþéttni með beinþéttnimælingum þar sem hljóðbylgjur eða röntgengeislar eru
notaðir. Hámarks beinþéttni er mesta beinþéttni sem beinin geta náð og ákvarðast
hún af erfðum.
www.beinvernd.is
3
UPPSKRIFTir
Ostagotterí, grænmeti
og vínber
1 poki ostakubbar
4-6 gulrótarstrimlar
4-6 agúrkustrimlar
1 meðalstór vínberjaklasi
Aðferð: Setjið í box eða á disk og
bjóðið öðrum að njóta með ykkur.
Gróft brauðmeð
grænmetisostasalati
Sneiðar af grófu brauði eða gróft
snittubrauð
4 msk paprikusmurostur
2 msk ab-mjólk
½ dl rifinn ostur
1 dl rifið hvítkál
1 dl rifnar gulrætur
1 msk saxaður rauðlaukur
Ostasneið
Kálblað
Aðferð: Hrærið saman
paprikusmurost, ab-mjólk og rifinn
ost. Blandið svo hvítkáli, gulrótum
og rauðlauk saman við. Setjið á
brauðsneiðina eða snittubrauðið
og leggið ostsneið og kálblað með.
Frískandi og gott nesti.