www.beinvernd.is
7
Vissir þú að:
Nýmjólk, léttmjólk og undanrenna
innihalda svipað magn af kalki.
D-vítamín er nauðsynlegt svo að
líkaminn geti frásogað kalkið úr
meltingarveginum.
Olíur úr fiski, s.s. lýsi eru ríkar af
D-vítamíni. Ef við erum úti í sólinni
fáum við D-vítamín því húðin framleiðir
það fyrir tilstilli útfjólublárra geisla
sólarinnar.
Hvaða næringarefni þarf líkaminn til
að byggja upp sterk bein og tennur?
Prótein fyrir vöxt og viðhald
Kalk er mikilvægt fyrir bein og tennur
D-vítamín hjálpar til við upptöku kalksins
Hvað er kalk?
Kalk er nauðsynlegt steinefni sem við verðum að fá reglulega úr fæðunni sem við
borðum. 99% kalksins er geymt í beinunum. 1% er í blóðinu og nauðsynlegt fyrir
starfsemi tauga og vöðva.
Hvaða fæða er kalkríkust?
Mjólk og mjólkurvörur, dökkgrænt
grænmeti og blaðsalat, þurrkaðar
apríkósur og döðlur, hnetur og appelsínur.
Úr hvaða fæðu fáum við D-vítamín?
Við fáum D-vítamín úr feitum fiski s.s. laxi,
túnfiski og sardínum. Fiskolíur eins og t.d.
lýsi eru ríkar af D-vítamíni. Egg og lifur eru
rík af D-vítamíni.
. i
.i
UPPSKRIFTir
Góðan daginn BOOST
1 dós bláberja hleðsluskyr
2 msk haframjöl
1 dl frosin bláber
1 dl ab-mjólk
Aðferð: Setjið allt saman í blandara og
hrærið vel. Gott er að setja 3-4 ísmola
með.
BEINAÞRENNAN
– Hreyfing
– Kalk
– D-vítamín
Suðrænt BOOST
1 dós hreint hleðsluskyr
2 dl ab-mjólk
½ banani
½ dl kókosflögur
1 dl frosnir mangóteningar
Aðferð: Setjið allt saman í blandara
og hrærið vel . Gott er að setja 3-4
ísmola með.
Hugsaðu um b einin á
meðan þú ert að vaxa
úr grasi, hreyfðu þig og
borðaðu hollan mat
á hv erjum d egi.
Þó að íþróttagreinar
eins og hjólreiðar og
sund s éu góðar til auka
þol og styrkja hjarta og
lungu þá eru þær ekki að
hjálpa okkur að styrkja
b einin.
Boltaíþróttir, s.s. blak,
fótbolti, handbolti,
körfubolti
Beinstyrkjandi íþróttagreinar
Árangursrík leið til að byggja upp og viðhalda beinmassa er að stunda íþróttir sem
reyna kröftuglega á beinin með hjálp líkamsþungans.
Listinn er ekki tæmandi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Ganga, s.s. kraftganga,
stafganga, fjallganga
Lóðalyftingar og
kraftlyftingar
Tennis og skvass
Skokk og hlaup
Dans