6
www.beinvernd.is
Svona eru beinin:
Yst í beininu er beinvefurinn, svokallað þéttbein, en hið innra
er vefurinn gljúpari (mýkri), svokallað frauðbein. Holrúm
beinanna eru fyllt með beinmerg. Utan um beinin er svokölluð
beinhimna sem í eru æðar og taugar. Á endum beinanna er
brjósk svo að þau séu sleipari og þannig auðveldara að hreyfa
þau um liðamót.
Helstu hlutverk bein-
anna í líkamanum:
Stuðningur og
vöðvafesta:
Beinin mynda stoð–
kerfi líkamans ásamt
vöðvum, sinum og
liðböndum. Beinin
gera líkamann stífan
og halda honum uppi
en liðböndin tengja
bein við bein. Vöðvar
og sinar festast á
beinin og þess vegna
getum við hreyft
okkur.
Geymsla á
steinefnum:
Beinin eru helsta
kalkforðabúr
líkamans en líkaminn
getur ekki nýtt
kalkið nema fá líka
D-vítamín. Ef við
fáum ekki nægilegt kalk úr fæðunni notar líkaminn kalkið úr
beinunum og þau verða smam saman veikbyggðari.
Vernd:
Beinin vernda mikilvæg líffæri. Mænan liggur inni í
hryggsúlunni, hjarta og lungu eru varin í brjóstholinu með
rifbeinum og bringubeini. Heilinn er inni í höfuðkúpunni.
Blóðkornamyndun:
Í beinmergnum eru mynduð blóðkorn.
Hvað gerist þegar bein brotnar?
Þar sem beinin eru lifandi, þá gróa þau yfirleitt af sjálfu sér
ef þau brotna. Það myndast nokkurs konar brú yfir brotið
úr trefjakenndu efni og myndar ör. Beinfrumur, svokallaðir
beinbyggjar (osteoblasts), mynda svo nýtt bein fyrir það bein
sem tapaðist.
Beinbyggjar (osteoblasts) og beinbrjótar (osteoclasts) vinna
saman að því að endurgera beinið, þannig að það verður eins
og upprunalega beinið.
Hvað get ég gert til að byggja upp sterk bein?
Hugsaðu um beinin á meðan þú ert að vaxa úr grasi, hreyfðu
þig og borðaðu hollan mat á hverjum degi.
Er líkamsþjálfun mikilvæg fyrir vöxt bein?
Líkamsþjálfun, sérstaklega þungaberandi æfingar, örva
beinin til að vaxa og viðhalda styrk sínum. Þegar vöðvarnir
teygjast og dragast saman á víxl myndast þrýstingur eða tog á
beinin sem bregðast við með því að verða sterkari.
Hvers konar hreyfing er best fyrir beinin?
Fjölbreytnin skiptir máli. Ekki gera alltaf það sama! Æfingar
sem eru með snöggar hreyfingar og talsverða ákefð þar sem
við þurfum að bera uppi okkar eigin líkamsþyngd eru bestar
til að styrkja beinin t.d. hlaup, hopp, fimleikar, boltaíþróttir
o.fl. Einnig er gott að sippa, hlaupa upp og niður stiga og fara
í fjallgöngu.
Athugið: þó að íþróttagreinar eins og hjólreiðar og sund séu
góðar til auka þol og styrkja hjarta og lungu þá eru þær ekki
að hjálpa okkur að styrkja beinin. Það er vegna þess að við
við þá hreyfingu berum við ekki uppi okkar eigin líkamsþyngd
þ.e. líkaminn vegur aðeins 1/6 líkamsþyngdar sinnar í vatni og
þegar við hjólum þá sitjum við.
Staðreyndir:
Matur er nauðsynlegur fyrir vöxt, þroska og viðhald líkamans.
Fjölbreytni í fæðuvali er lykilatriði.
Kalk og D-vítamín eru nauðsynleg til að byggja upp sterk og
heilbrigð bein.
206
LIFANDI
bein
í Beinabankanum
lærleggur
leggur
beinhimna
merghol
æð
frauðbein
efra beinkast
vaxtarlína
beinskel
(þéttbein)
neðra beinkast