Previous Page  5 / 8 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 5 / 8 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

5

Jakob Jóhann

Sveinsson

sundmaður

Hvar og hvenær ertu fæddur?

Ég er fæddur í Reykjavík árið 1982.

Hvar ólst þú upp og í hvaða skólum hefur þú verið?

Ég ólst upp í Breiðholti og má segja að ég hafi alla tíð verið

í Breiðholtinu. Var í leikskóla í Seljahverfi og í Seljaskóla og

seinna meir fór ég í Fjölbrautarskólann í Breiðholti.

Hvenær byrjaðir þú að æfa íþróttir og varð sundið strax aðal

íþróttin þín?

Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 5 ára en fór að æfa

sund þegar ég var 9 ára. Ég ætlaði alltaf að halda áfram í

fótboltanum en svo varð ég bara betri í sundi og eignaðist fullt

af góðum vinum og hélt því áfram í sundinu.

Hvað æfir þú mikið og hvernig var undirbúningi fyrir

Ólympíuleikana háttað?

Ég æfi oftast sund tvisvar sinnum á dag, á hverjum degi

nema á sunnudögum (nema þegar það er keppni) og

svo gerir maður þrek eða lyftingar á hverjum degi. Fyrir

ólympíuleikana var mikið um æfingaferðir til Evrópu, enda var

landsliðið í 10 vikur á ferðalagi í sumar.

Er það taugatrekkjandi að þurfa að ná ólympíulágmörkum til

að komast inn á leikana?

Það var mjög taugatrekkjandi í ár, enda vissi ég ekki hvort ég

væri að fara fyrr en þremur vikum fyrir Ólympíuleikana.

Hversu miklu máli skiptir mataræðið fyrir afreksíþróttafólk?

Það skiptir mjög miklu máli. Maturinn er eins og bensín fyrir

bílinn og það er best að vera með gott bensín svo vélin gangi

vel. Það má því segja að þú verði að borða hollt og gott til að

líkaminnn sé í góðu lagi.

Hvernig hagar þú þínu mataræði?

Ég reyni að borða eins mikið og ég get og helst 6x til 7x á

dag, en án þess þó að borða sætindi eða sælgæti. Ég verð að

borða mjög mikinn mat til að hafa orku í æfingarnar.

Hefur þú alltaf gætt þess vel að borða hollan og góðan mat,

líka á unglingsárum?

Já ég byrjaði að hugsa um mataræðið þegar ég var í 8. bekk.

Þetta var rosalega erfitt í byrjun, enda þurfti ég að skrifa niður

hvað ég ætlaði að borða í hverjum frímínútum. Ég þurfti að

skipuleggja mig vel í byrjun en eftir smá tíma var þetta orðið

ósjálfrátt og núna veit ég nokkurn veginn hvað ég þarf til að

halda mér gangandi.

Hverjar eru fyrirmyndir þínar?

Bróðir minn. Leit mjög upp til hans þegar ég var yngri. Hann

var ekki í mikið í íþróttum en honum gekk vel og maður lítur

alltaf upp til hans, en fólk á að líta í kringum sig og sjá alla

þá sem þar eru, allir vinirnir. Það er margt sem þú getur lært

af þeim sem eru í kringum þig. Allir eru góðir á einhverjum

sviðum og þú getur lært af þeim, til að verða ennþá betri á því

sviði sem þú ert ekki góð/ur í.

Hverjir eru helstu áhrifavaldar þínir?

Ætli það séu ekki vinir, fjölskyldan og þjálfarar, því án þeirra

væri ég ekki sá sem ég er í dag.

Stuðningur hlýtur að skipta miklu máli, hvaðan færð þú

stuðning þinn?

Fjölskylda mín og vinir styðja mig ótrúlega mikið. Svo á ég

mér mjög góða styrktaraðila sem hafa hjálpað mér að brúa

bilið svo ég geti keppt og æft hérlendis og erlendis án þess að

hafa of miklar áhyggjur af fjárhagnum, eins og MS, Saffran,

Altís, World Class, Hreysti, Jónar Transport, Íslandsbanki og

Aquasport.

Lífið eftir Ólympíuleikana, hvað ertu helst að fást við núna?

Núna er ég bara í dálitlu fríi frá keppni en held mér við með

því að prófa aðrar íþróttir. Svo er ég í verkfræðinámi í Háskóla

Íslands.

Framtíðarplön?

Mig langar að flytja erlendis og þá helst til Ástralíu eða Nýja-

Sjálands, vinna þar og fara í meira nám.

Hefur þú þurft að færa miklar fórnir til að ná svona langt í

sundinu?

Ég myndi ekki segja að ég hafi fórnað neinu fyrir sundið. Ég

valdi sundið og ákvað að leggja mig allan fram í því.

Ætlar þú að halda áfram að keppa í sundi?

Já að sjálfsögðu. Mér finnst þetta ennþá mjög gaman og

ennþá líður mér vel í vatni.

Hver eru skilaboð þín til ungu kynslóðarinnar, bæði þeirra

sem stefna á Ólympíuleika og hinna?

Æfið mikið, og lærið vel í skólanum og betur en þeir sem eru

i kringum ykkur, borðið holla fæðu og farið snemma að sofa.

Þá mun ykkur ganga vel.

Skilaboð til þeirra sem eldri eru?

Gerið það sem ykkur finnst skemmtilegt og gefist aldrei upp á

draumum ykkar.