1 / 8 Next Page
Information
Show Menu
1 / 8 Next Page
Page Background

Fréttabréf

1. tbl.

·

5. árg.

·

05/2007

www.beinvernd.is

Beinvernd

Beinvernd 10 ára:

Sýnilegt starf gegn þöglum sjúkdómi

Stjórn og varastjórn Beinverndar ásamt framkvæmdastjóra. Frá vinstri: Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri; Anna Pálsdóttir, lífeindafræðingur; Eyrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur; Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur; Gunnar Sigurðsson, læknir; Ella Kolbrún Kristinsdóttir, sjúkraþjálfari; Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur;

Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir og Björn Guðbjörnsson, gigtlæknir, formaður. Á myndina vantar Þórunni Björnsdóttur, sjúkraþjálfara og Laufeyju Steingrímsdóttur,

næringarfræðing. Verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra.

Beinvernd, landssamtök áhugafólks

um beinþynningu, er 10 ára um þess-

ar mundir.

Félagið var stofnað 12. mars 1997 til að

vekja athygli almennings og stjórnvalda

á beinþynningu og mikilvægi forvarna.

Ólafur Ólafsson var aðalhvatamaður að

stofnun Beinverndar og ástæðan sú stað­

reynd að beinþynning telst eitt alvarleg­

asta heilbrigðisvandamálið í heiminum.

Talið er að þriðja hver kona og áttundi

hver karlmaður séu haldin þessum sjúk­

dómi. Beinþynning leggst verst á eldra

fólk og getur leitt til alvarlegrar skerð­

ingar á hreyfigetu eða jafnvel dauða.

Á Íslandi verða allt að 1200 einstakling­

ar fyrir beinbrotum sem rekja má til bein­

þynningar á hverju ári. Þar af eru mjaðma­

brotum200.Samkvæmtmannfjöldaspám

mun fjöldi Íslendinga sem eru 65 ára og

eldri tvöfaldast á næstu 30 árum. Ef ekk­

ert verður að gert verða beinbrot af völd­

um beinþynningar 2000–2500 árlega.

Fyrstu árin óx starfsemi félagsins jafnt og

þétt og þegar litið er yfir farinn veg kemur

í ljós að ýmsu hefur verið áorkað. Félagið

hefur gefið út bæklinga, haldið fræðslu­

fundi og staðið að beinþéttnimælingum.

Þá hefur félagið vakið athygli stjórnvalda

á vandamálinu með auglýsingum og við­

tölum við fjölmiðla.

Kynningarstarf Beinverndar miðar að því

að vekja athygli á vandamálinu sem slíku

og benda síðan á það sem má gera. Í

sjónvarpsauglýsingum hefur verið lögð

áhersla á mikilvægi forvarna í baráttunni

gegn beinþynningu og nauðsyn þess að

fólk á öllum aldri fái nægilegt kalk og D-

vítamín og nægilega hreyfingu. Þá hafa

einnig verið birtar auglýsingar í dagblöð­

um og tímaritum.

Í kynningarstarfinu er fólk einnig hvatt til

þess að láta mæla beinþéttni ef það tel­

ur sig vera í áhættuhópi. Greiningarferlið

er í 3 stigum. Fyrsta stigið er einnar mín­

útu áhættuprófið. Gefinn var út bækling­

ur með áhættuprófinu og honum dreift á

allar heilsugæslustöðvar og heilbrigðis­

starfsmenn hvattir til að dreifa honum.

Fyrir nokkrum árum fékk félagið hælmæli­

tæki til notkunar og var þá farið að bjóða

upp á beinþéttnimælingar á vinnustöðum

og við ýmis tækifæri. Margir vinnustað­

ir, stórir og smáir, hafa fengið starfmann

Beinverndar á staðinn. Ef niðurstöður

hælmælinga sýna lága beinþéttni er við­

komandi ráðlagt að fara í nánari greiningu

í svokallað DEXA-tæki.

Markmið Beinverndar:

Að vekja athygli almennings og

stjórnvalda á beinþynningu sem

alvarlegu heilsufarsvandamáli

Að miðla upplýsingum til almennings

og heilbrigðisstétta um beinþynningu

og varnir gegn henni

Að stuðla að auknum rannsóknum á

eðli, orsökum og afleiðingum bein­

þynningar og forvörnum gegn henni

Að eiga samskipti við erlend félög

sem starfa á svipuðum grundvelli