Previous Page  6 / 8 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 6 / 8 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

Með hækkandi aldri verða byltur al­

gengari og eru algengasta ástæða al­

varlegra meiðsla meðal aldraðra. Þeg­

ar beinþynning er einnig til staðar verða

líkurnar á beinbroti meiri en ella. Slys

og þá sérstaklega byltur hjá öldruðum

eru alvarlegur heilsufarslegur vandi sem

oft leiðir af sér skerðingu á lífsgæðum,

minnkað sjálfstæði og jafnvel dauða.

Kvíði vegna reynslu af byltu eða meðvit­

und um hættu á byltum er algeng meðal

aldraðra og hefur í för með sér vítahring

einangrunar og hreyfingarleysis sem

síðan dregur úr styrk og úthaldi. Þetta

eykur enn frekar líkur á byltum og bein­

brotum af völdum falla.

Samkvæmt nýlegri úttekt Landlækn­

isembættisins á Slysaskrá Íslands eru

slys á öldruðum, bæði konum og körl­

um, hlutfallslega algengari heldur en

hjá öðrum hópum fullorðinna. Flest

slysanna verða á eða við heimili eða 2/3

og er fall langalgengasta orsök áverka.

Hjá þriðjungi hópsins voru afleiðingarn­

ar einhvers konar beinbrot. Tæplega

fimmtungur hópsins sem leitaði til slysa­

deildarinnar þurfti á sjúkrahúsinnlögn

að halda. Kynferði virðist skipta máli

en samkvæmt úttektinni eykst hættan

á byltum meira með hækkandi aldri hjá

konum en körlum og jafnframt eru þær

líklegri til að beinbrotna en karlarnir.

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þriðj­

ungur aldraðra dettur að minnsta kosti

einu sinni á ári. Þetta hlutfall er hærra

meðal íbúa öldrunarstofnana og aldr­

aðra á sjúkrahúsum en á þessum stöð­

um hljóta margir beinbrot.

Fyrirbyggjandi aðgerðir geta fækkað

byltum og dregið úr afleiðingum af völd­

um byltna hjá öldruðum. Þegar er haf­

ið öflugt og skipulegt starf sem snýr

að vörnum gegn byltum og beinbrot­

um aldraðra. Slysavarnir aldraðra voru

meginumfjöllunarefni síðasta lands­

þings Slysavarnarráðs og var sérstak­

lega beint sjónum að slysum í heima­

húsum og mögulegu forvarnarstarfi

af hálfu heilsugæslu og fleiri aðila í því

samhengi. Á öldrunarsviði Landspítala –

háskólasjúkrahúss á Landakoti er starf­

rækt Byltu- og beinverndarmóttaka þar

sem með þverfaglegri nálgun er unn­

ið að því að draga úr líkum á byltum og

áverkum auk þess að veita fræðslu og

sérhæfða meðferð.

Flestar byltur meðal aldraðra eiga sér

stað vegna flókins samspils innri og ytri

þátta. Slys eru ekki náttúrulögmál og

beinbrot eru ekki óumflýjanlegur fylgi­

kvilli þess að eldast heldur eitt af því

marga, sem má forðast með því að ein­

staklingur axli ábyrgð á eigin heilsu með

aðstoð fagfólks. Til að forvarnir skili sem

mestum árangri þarf að greina helstu

áhættuþætti og benda á fyrirbyggjandi

ráð.

Dæmi um algenga þekkta áhættuþætti

fyrir byltur

Nýleg saga um byltur

Truflun á göngulagi

Jafnvægisskerðing

Minnkaður vöðvastyrkur

Ótti við byltur

Sjóndepra

Minnissjúkdómar

Bráð veikindi

Lyfjameðferð (t.d. róandi lyf og

svefnlyf)

Fótavandamál

Hættur í umhverfi (t.d. undirlag,

hálka, mottur, óhentugur skófatnaður

og léleg lýsing)

Fyrirbyggjandi ráð

Hægt er að gera margt til að draga úr

líkum á byltum og beinbrotum:

Þjálfun og hreyfing styrkir líkamann

og bætir jafnvægi. Aldrei er of seint

að hefja þjálfun og ná árangri í að

styrkja líkamann.

Mikilvægt er að fæðan innihaldi þau

bætiefni sem líkaminn þarf. Aldrað­

ir þurfa að neyta að minnsta kosti

800–1000 mg af kalki á dag. D-víta­

mín er mikilvægt fyrir bein og vöðva

og er mælt með að aldraðir, sérstak­

lega þeir sem eru mikið innandyra,

taki 20 µg (800 alþjóðlegar einingar)

daglega.

Mikilvægt er að lyf séu tekin rétt og í

samráði við lækni.

Skór þurfa að styðja vel að fótum,

hafa lága hæla, stama og grófa sóla.

Hafa nægilegt rými til athafna og fjar­

lægja lausa muni, mottur og þrösk­

ulda úr gangvegi.

Setja upp handrið við stiga og á salerni.

Byltur og beinbrot hjá öldruðum

Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir og Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur