www.beinvernd.is
Mikilvægi D-vítamíns fyrir beinin
Prófessor Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir á innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala
Forstig D-vítamíns myndast í húðinni
fyrir áhrif útfjólublárra geisla í sólarljósi
(cholecalciferol)enendanlegaD-vítamín
ið myndast í lifur og síðast í nýrum (cal
citriol). Þess vegna þarf húðin að vera
útsett fyrir sólarljósi og lifrar- og nýrna
starfsemi að vera eðlileg til að D-vítamín
búskapur líkamans sé góður. Rann
sóknir hafa sýnt að D-vítamínmyndunin
í húð er mjög háð hnattstöðu og árstíð
um. Þannig er mjög lítil D-vítamínmynd
un, jafnvel á björtum degi í Boston, USA,
52° N frá nóvember til marsloka og því
má ætla að hér á Íslandi sé D-vítamín
myndunin mjög lítil frá miðjum október
og til marsloka eða lengur.
Við fáum einnig D-vítamín úr vissum
en fáum fæðutegundum, svo sem lif
ur (þess vegna í lýsi), eggjum og feitum
fiski. D-vítamíni er bætt í fáeinar fæðu
tegundir á Íslandi, svo sem smjörlíki og
nokkrar mjólkurafurðir, til dæmis Dreitil
og Fjörmjólkina.
Mannkynið rekur rætur sínar til frum
mannsins í miðri Afríku sem nærðist á
jurtafæði, snauðu af D-vítamíni. Því má
ætla að þróunin hafi gert ráð fyrir að lík
aminn fengi megnið af nauðsynlegu D-
vítamíni frá sólarljósi en þjóðflutningar
norður og suður hafa gert það erfiðara.
Hlutverk D-vítamíns
D-vítamínið eykur frásog kalks og fos
fats úr fæðu, sérstaklega í smágirninu.
Að sjálfsögðu þarf að vera nægilegt kalk
í fæðunni en umdeilt er hvert magn þess
þarf að vera. Rannsóknir okkar frá Ís
landi benda til þess að sé D-vítamínið
í blóði nægilegt þá séu 800 mg af kalki
á dag nægileg fyrir fullorðna nema hjá
þeim sem taka beinþynningarlyf en þeir
þurfa meira. Nægilegt D-vítamín og kalk
í fæðu tryggir eðlilega þéttni af kalki
í blóðinu svo að ekki þurfi að ganga á
kalkbirgðir beinanna.
Afleiðingar D-vítamínskorts
Algjör skortur á D-vítamíni veldur bein
kröm (rickets) hjá smábörnummeð veru
legri aflögun beina. Hjá fullorðnum er
myndin svipuð og kölluð beinmeyra (os
teomalacia). Á síðustu árum hefur einn
ig orðið ljóst að vægari skortur (ónógt
D-vítamín) getur valdið beintapi þar sem
þá gengur á kalkbirgðirnar í beinunum
til að halda uppi eðlilegri þéttni á kalki í
blóðinu fyrir eðlilega frumustarfsemi lík
amans. Ef þetta ástand varir árum sam
an getur það átt sinn þátt í beinþynn
ingu (osteoporosis).
Hver er D-vítamínþörfin úr fæðu?
Þörfin er vissulega háð því hve einstak
lingurinn er útsettur fyrir sólarljósi (eða
frá sólarbekkjum), hvaða árstíð er og
legu landsins. Rannsóknir okkar frá Ís
landi sýna að meðal þess hluta rann
sóknarhóps fullorðinna Íslendinga (40%)
sem ekki tók lýsi eða fjölvítamín var D-
vítamínmagnið í blóði einungis nægilegt
yfir hásumarið með lágmarki síðla vetr
ar sem er býsna lágt (sjá mynd). Til sam
anburðar var hópurinn sem tók lýsi eða
vítamíntöflur með D-vítamíni með æski
leg gildi af D-vítamíni í blóði allan ársins
hring. Niðurstöður okkar benda því til að
æskileg inntaka úr fæði og lýsi/vítamín
töflum sé 15–20 µg á daga (600–800 ein
ingar) að vetri til. Þetta magn fæst nokk
urn veginn úr 10 ml (ein barnaskeið) af
íslensku þorskalýsi. Vert er hins veg
ar að muna að mismunandi magn af D-
vítamíni er í lýsi, þannig er mjög lítið af
því í hákarlalýsi (og omega-3) en meira
í ufsalýsi.
Niðurlag
D-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki til
að tryggja að nægilegt kalk sé í beinun
um sem haldi því styrkleika sínum. Til að
tryggja nægilegt D-vítamín þurfa flestir
á norðurhveli jarðar (og suðurhveli einn
ig) að fá auka-D-vítamín yfir meginhluta
vetrar, fullorðnir líklega 15–20 µg (600–
800 einingar) á dag á Íslandi yfir vetur
inn.
Heimildir:
Gunnarsson Ö, Indriðason ÓS, Franz
son L, Halldórsdóttir E, Sigurðsson G.
D-vítamínbúskapur fullorðinna Íslend-
inga. Læknablaðið
2004;90:29–36.
Steingrimsdottir L, Gunnarsson O, Ind
ridason OS, Franzson L, Sigurdsson
G.
Relationship between serum para
thyroid hormone levels, vitamin D suf-
ficiency, and calcium intake. Journal of
American Medical Association
(JAMA)
2005;294(18):2336–41.
D-vítamín í blóði
S-25 (OH)-D
Meðal-D-vítamín í blóði eftir
árstíma í íslenskum
rannsóknarhópi.
Blátt: Meðalgildi þeirra sem
taka lýsi eða auka-D-vítamín
(60%).
Rautt: Meðalgildi hinna
Lágmarks
æskilegt
gildi
feb-mar
60,00
50,00
30,00
40,00
apr-maí
jún-júl
ág-sep okt-nóv des-jan