www.beinvernd.is
Árlegt námskeið alþjóðabeinverndarsamtak-
anna um beinþynningu
Alþjóðabeinverdarsamtökin (IOF) hafa
haldið árlegt nokkurra daga nám
skeið sl. 16 ár í borginni Lyon í suður
hluta Frakklands. Námskeiðið fjallar um
öll þau helstu efni sem tengd eru bein
vernd, beinþynningu og meðferð á því
vandamáli. Þeir sem sækja þetta nám
skeið eru jafnt heilbrigðisstarfsfólk sem
og þeir sem starfa í lyfjaiðnaðinum og fá
þessir aðilar þarna gott tækifæri til að
kynnast náið og á yfirgripsmikinn hátt
lífeðlisfræði beina, því ferli sem leiðir
til beinþynningar og svo meðferð þess
sjúkdóms og leiðum til forvarna. Fyr
irlesararnir sjálfir eru allir heimsþekkt
ir vísindamenn á þessu sviði og koma
fyrst og fremst frá Evrópu og Bandaríkj
unum og fara allir fyrirlestrarnir fram á
ensku.
Þátttakendur frá Íslandi
Að tilstuðlan Beinverndar hafa nokkrir
Íslendingar sótt umrætt námskeið IOF
og nú síðast Örvar Gunnarsson lækn
ir en hann fór á námskeiðið í janúar á
þessu ári. Það sem hér fer á eftir er
nokkuð almennt yfirlit yfir umfjöllunar
efni þess námskeiðs. Mjög sérhæft efni,
svo og það sem ekki þykir ennþá full
sannað, fær ekki umfjöllun hér að þessu
sinni.
Skilgreining á beinþynningu
Beinþynning er almennt skilgreind sem
sjúkdómsástand sem einkennist af lág
um beinmassa og hrörnun á eðlilegri
beingerð sem leiðir til viðkvæmari beina
og aukinnar hættu á brotum. Þetta þýðir
almennt séð að þeir sem eru með bein
þéttni undir 2,5 staðalfrávikum frá með
altali ungs fólks (T-gildi) samkvæmt bein
þéttnimælingu með DEXA-tæki (Dual
Energy X-Ray Absorptiometry), sem
hefur verið gullstandardinn á mælingum
til þessa, eru taldir með beinþynningu
sem getur svo komið fram sem beinbrot
við álag eða áverka sem myndi að öðr
um kosti ekki eiga sér stað. Slík bein
brot eru fyrst og fremst samfallsbrot í
hrygg, mjaðmarbrot og úlnliðsbrot en
brot á öðrum stöðum líkamans geta að
sjálfsögðu líka komið fram. Tveir DEXA-
Árið 2002 var lagður grundvöllur að
stofnun Vísinda- og minningarsjóðs
Beinverndar með tilkomu beinþéttni
mælis, en allur ágóði af mælingum
rennur til sjóðsins. Félagið selur einn
ig minningarkort og rennur ágóðinn af
þeim einnig í sjóðinn. Þegar sjóðurinn
hefur náð tilskilinni fjárhæð verður unnt
að veita styrki úr honum til rannsókna
sem tengjast beinþynningu og er það
von stjórnarmanna að það verði áður en
langt um líður.
Þeir sem hafa áhuga á að kaupa minn
ingarkort Beinverndar geta haft sam
band við Halldóru Björnsdóttur, fram
kvæmdastjóra félagsins, í síma 8973119
eða sent tölvupóst á
beinvernd@bein-
vernd.is
Vísinda- og minningarsjóður Beinverndar
framhald á síðu 7
mælar eru starfræktir á Íslandi, einn á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Foss
vogi og annar á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri. Þess ber að geta að nú er
komin fram ný mæliaðferð á beinþéttni
sem mun að öllum líkindum koma í stað
DEXA mælinga síðar meir en hún kall
ast QCT (Quantitative Computed Tomo
graphy) og greinir ekki aðeins beinþéttni
heldur einnig formgerð þeirra beina sem
hún mælir og getur þannig frekar sagt til
um brotahættu en DEXA. QCT-mæliað
ferðin er enn á rannsóknarstigi.
Umfang vandamálsins
Sem dæmi um hversu stórt vandamál er
um að ræða þá eru til dæmis í Svíþjóð
líkurnar á að hljóta alvarlegt brot vegna
beinþynningar eftir að 50 ára aldrin
um er náð í heild 46,4% hjá konum og
22,4% hjá körlum. Þar af eru 22,9% lík
ur á mjaðmarbroti hjá konum eftir 50 ára
aldur og 10,7% hjá körlum en mjaðm
arbrot eru alvarlegust af beinþynning
arbrotunum. Áætlað er að árið 2000
hafi í Evrópu einni saman 179.000 karl
ar og 711.000 konur hlotið mjaðmarbrot
og beinn kostnaður af þessum brotum
var talinn vera 24,3 milljarðar punda.
Það sem er þó alvarlegra er að dánar
tíðni í kjölfar mjaðmarbrotanna einna
og sér var talin vera á bilinu 10–20%
og af þeim sem eftir lifðu glímdi helm
ingur við varanlega færniskerðingu. Til
betri glöggvunar má einnig benda á það
tæki sem er helst notað sem mælikvarði
á tap lífsgæða vegna sjúkdóma en það
er svokallað DALY (disability adjusted
life years) sem segir til um tap á lífs
gæðum í árum talið en í Evrópu eru brot
vegna beinþynningar orsök meira taps
á DALY en flest krabbamein, þar með
talið brjóstakrabbamein.
Umbreyting beina og östrógen
Umbreyting beina hjá fólki á fullorð
insaldri er ferli sem er stöðugt í gangi.
Nýtt beinefni er stöðugt myndað af svo
kölluðum beinbyggjum (osteoblöst
um) og kemur í stað þess gamla sem
er stöðugt verið að brjóta niður af svo
kölluðum beinbrjótum (osteoklöstum).