Previous Page  7 / 8 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 7 / 8 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

Hreinsa snjó af gangvegum.

Tryggja góða lýsingu í og við híbýli,

einkum við stiga, tröppur og í for­

stofu. Næturljós eru gagnleg.

Þegar við á, nota hjálpartæki eins og

stafi, hækjur, göngugrindur og mann­

brodda.

Niðurstöður rannsókna sýna allar það

sama og það er að byltur hjá öldruðum

og afleiðingar þeirra eru stórfellt heilsu­

farslegt vandamál sem krefst raunhæfra

aðgerða. Forvarnir þurfa að beinast að

öldruðum sem heild en einnig þarf að

beina aðgerðum sérstaklega að áhættu­

hópum og einstaklingum innan áhættu­

hópa miðað við þarfir hvers og eins.

Slysin eru tíðust á og við heimili aldraðra

og forvarnir þurfa að taka mið af því.

Nánari upplýsingar:

Beinvernd,

http://www.beinvernd.is

Landlæknisembættið (2005).

Slys á

öldruðum 2003

. Sótt 16. apríl 2007, frá

http://www.landlaeknir.is/Uploads/Fi­

leGal lery/Utgafa/Slys_a_oldrudum_

2003_juli.2005.pdf

Beinþynning.

Klínískar

leiðbein-

ingar.

Landlæknisembættið

2004

http://www.landlaeknir.is

Landspítali – háskólasjúkrahús (2007).

Byltur á sjúkrastofnunum. Klínískar leið-

beiningar til að fyrirbyggja byltur.

Sótt

16. apríl 2007, frá http://www4.land­

spitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/klinleid_H_

0022

National Institute of Clinical Excellence

(NICE) (2004).

Falls: the assessment and

prevention of falls in older people.

Sótt

16. apríl 2007, frá http://guidance.nice.

org.uk/CG21

Östrógen er hormón sem leikur lykilhlut­

verk í þessu ferli og þegar magn östrógens

fellur eftir tíðahvörf myndast ójafnvægi

í þessu ferli niðurbrots og uppbygging­

ar þar sem aukið niðurbrot veldur því að

hættan á beinbrotum eykst.

Lyfjameðferð við beinþynningu

Leiðir til að hafa áhrif á þessi tvö ferli eru

lykilatriði við að koma í veg fyrir bein­

þynningu og meðhöndla þá beinþynn­

ingu sem komin er fram. Þau lyf sem

nú eru notuð miða því að því að annað­

hvort minnka niðurbrot eða byggja upp

bein. Þau lyf sem að minnka niðurbrot

eru eins og áður SERM (Selective Estro­

gen Receptor Modulators) (dæmi: Ra­

loxifen®) og bisfosfónöt (dæmi: Fosav­

ance®, Optinate® og Bonviva®). Þau lyf

sem að byggja upp bein eru hins veg­

ar af skornum skammti og þá helst PTH

(Parathyroid Hormone) (dæmi: Forsteo®)

sem hefur komið að gagni. Lyf sem hef­

ur ákveðin áhrif á báða þess þætti er svo

strontium ranelate (dæmi: Protelos®)

sem er þó minna notað. Ný lyf eru m.a.

Denosumab® og svokallaðir Catheps­

in K–hamlar sem hindra beinniðurbrot en

eru ekki enn komnir í almenna notkun.

Erfðir og forvarnir

Aðalatriðin sem verður fyrst og fremst

að hafa í huga eru þeir þættir sem auka

á áhættu þeirra sem þegar eru í hættu

svo sem vegna fjölskyldusögu um lága

beinþéttni eða brot af völdum lágr­

ar beinþéttni enda erfðir sá þáttur sem

mestu stjórnar um beinþéttni einstak­

linga. Því þarf að gæta að því að inn­

taka á kalki og D-vítamíni sé í nægilegu

magni, huga að hæfilegri hreyfingu,

minnka þá áhættuþætti sem hægt er að

hafa áhrif á, svo sem óhóflega neyslu

alkóhóls og reykingar, og fyrirbyggj­

andi meðferð hjá þeim sjúklingahópum

sem eru í sérstakri hættu, sem eru þá til

dæmis þeir sem eru í langvinnri stera­

meðferð.

framhald af baksíðu

Árlegt námskeið alþjóðabeinverndarsamtak-

anna um beinþynningu