Previous Page  5 / 8 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 5 / 8 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

Kynning á starfi Beinverndar á

landsvísu

Á fimm ára afmæli félagsins árið 2002

gáfu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn­

aði félaginu beinþéttnimæli (ómskoðun­

artæki). Tækið hefur verið notað til mæl­

inga ásamt fræðslu um forvarnir gegn

beinþynningu.

Starfsmaður Beinverndar hefur veitt

fræðslu og gert beinþéttnimælingar á

fjölda vinnustaða og hjá félagasamtök­

um á höfuðborgarsvæðinu.

Fulltrúar frá félaginu hafa einnig farið víða

um land og heimsótt heilsugæslustöðv­

ar og veitt fræðslu fyrir heilbrigðisstarfs­

fólk og almenning. Heilsugæslustöðvar

fá beinþéttnimæli (ómskoðunartæki) til

afnota og stutt er við hvers kyns átaks­

verkefni um beinþynningu og forvarn­

ir gegn henni. Beinþéttnimælingar og

fræðsla hafa farið fram á Ísafirði, í Ólafs­

vík, á Blönduósi, í Vestmannaeyjum,

Hveragerði, á Hellu, Hvolsvelli, í Laug­

arási í Biskupstungum, Vík í Mýrdal,

Neskaupsstað og á Egilsstöðum.

Beinvernd hefur einnig átt gott sam­

starf við aðra fagaðila, s.s. Ísland á iði –

Heilsu og hvatningardagar ÍSÍ á árunum

2002, 2003 og 2004, Kvennahlaupið og

Læknadaga.

Beinvernd var með sýningarbás á Nor­

rænu öldrunarráðstefnunni sem haldin

var í Reykjavík 4.–7. júní árið 2000, einn­

ig á Landbúnaðarsýningunni Bú 2000

6.–9. júlí sama ár auk þess að taka þátt í

Ostadögum árin 2004 og 2006.

Auglýsingar um beinþynningu og for­

varnir hafa einnig verið gerðar fyrir sjón­

varp og prentmiðla. Fyrstu sjónvarps­

auglýsingarnar voru sýndar í lok árs

1999 ásamt samsvarandi auglýsingum

í dagblöðum og tímaritum.

Landshlutafélög

Beinvernd á Suðurlandi var stofnað í

Heilsustofnun NLFÍ 20. nóvember 1997

og var starfsemi félagsins mjög virk til

ársins 2004. Félagið safnaði fyrir Bein­

þéttnimæli sem nú er í umsjá Heil­

brigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Einnig voru stofnuð landshlutafélög á

Vestfjörðum, Austfjörðum og á Norður­

landi. Nú er unnið að því að efla starf

Beinverndar á landsvísu með tengilið­

um á heilsugæslustöðvum.

Samstarfsaðilar

Árið 1999 var undirritaður þriggja ára

samstarfssamningur Beinverndar og

Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn­

aði. Sá samningur gerði félaginu kleift

að ráða starfsmann í hálft starf. Þessi

samningur hefur verið framlengdur í tví­

gang til þriggja ára í senn.

Beinvernd gerði samstarfssamning um

beinþéttnimælingar við Lyfju til eins árs

árið 2000.

Samkvæmt samningi við Rannsókna­

stofu í öldrunarfræðum RHLÖ, Ægis­

götu 26, fékk Beinvernd afnot af hús­

næði rannsóknastofunnar frá júní 2006

gegn því að veita starfsfólki öldrunar­

sviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss

á Landakoti fræðslu.