www.beinvernd.is
Kynning á starfi Beinverndar á
landsvísu
Á fimm ára afmæli félagsins árið 2002
gáfu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn
aði félaginu beinþéttnimæli (ómskoðun
artæki). Tækið hefur verið notað til mæl
inga ásamt fræðslu um forvarnir gegn
beinþynningu.
Starfsmaður Beinverndar hefur veitt
fræðslu og gert beinþéttnimælingar á
fjölda vinnustaða og hjá félagasamtök
um á höfuðborgarsvæðinu.
Fulltrúar frá félaginu hafa einnig farið víða
um land og heimsótt heilsugæslustöðv
ar og veitt fræðslu fyrir heilbrigðisstarfs
fólk og almenning. Heilsugæslustöðvar
fá beinþéttnimæli (ómskoðunartæki) til
afnota og stutt er við hvers kyns átaks
verkefni um beinþynningu og forvarn
ir gegn henni. Beinþéttnimælingar og
fræðsla hafa farið fram á Ísafirði, í Ólafs
vík, á Blönduósi, í Vestmannaeyjum,
Hveragerði, á Hellu, Hvolsvelli, í Laug
arási í Biskupstungum, Vík í Mýrdal,
Neskaupsstað og á Egilsstöðum.
Beinvernd hefur einnig átt gott sam
starf við aðra fagaðila, s.s. Ísland á iði –
Heilsu og hvatningardagar ÍSÍ á árunum
2002, 2003 og 2004, Kvennahlaupið og
Læknadaga.
Beinvernd var með sýningarbás á Nor
rænu öldrunarráðstefnunni sem haldin
var í Reykjavík 4.–7. júní árið 2000, einn
ig á Landbúnaðarsýningunni Bú 2000
6.–9. júlí sama ár auk þess að taka þátt í
Ostadögum árin 2004 og 2006.
Auglýsingar um beinþynningu og for
varnir hafa einnig verið gerðar fyrir sjón
varp og prentmiðla. Fyrstu sjónvarps
auglýsingarnar voru sýndar í lok árs
1999 ásamt samsvarandi auglýsingum
í dagblöðum og tímaritum.
Landshlutafélög
Beinvernd á Suðurlandi var stofnað í
Heilsustofnun NLFÍ 20. nóvember 1997
og var starfsemi félagsins mjög virk til
ársins 2004. Félagið safnaði fyrir Bein
þéttnimæli sem nú er í umsjá Heil
brigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.
Einnig voru stofnuð landshlutafélög á
Vestfjörðum, Austfjörðum og á Norður
landi. Nú er unnið að því að efla starf
Beinverndar á landsvísu með tengilið
um á heilsugæslustöðvum.
Samstarfsaðilar
Árið 1999 var undirritaður þriggja ára
samstarfssamningur Beinverndar og
Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn
aði. Sá samningur gerði félaginu kleift
að ráða starfsmann í hálft starf. Þessi
samningur hefur verið framlengdur í tví
gang til þriggja ára í senn.
Beinvernd gerði samstarfssamning um
beinþéttnimælingar við Lyfju til eins árs
árið 2000.
Samkvæmt samningi við Rannsókna
stofu í öldrunarfræðum RHLÖ, Ægis
götu 26, fékk Beinvernd afnot af hús
næði rannsóknastofunnar frá júní 2006
gegn því að veita starfsfólki öldrunar
sviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss
á Landakoti fræðslu.