Previous Page  2 / 8 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 2 / 8 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

Það fréttabréf

sem þú hefur

nú í höndum,

lesandi

góð­

ur, er tileinkað

10 ára afmæli

B e i n v e r n d ­

ar en félagið

var stofnað 12.

mars 1997. Eitt

af markmiðum

B e i n v e r n d a r

hefur frá upp­

hafi verið að vekja athygli almenn­

ings og stjórnvalda á beinþynningu

sem heilsufarsvandamáli. Keppt hef­

ur verið að þessu markmiði á ýmsa

vegu og margt gagnlegt verið gert.

Víst er að almenningur er mun bet­

ur upplýstur um sjúkdóminn nú en

áður en félagið var stofnað. Verkefn­

inu er þó hvergi nærri lokið. Reyndar

lýkur því aldrei. Nýjar kynslóðir halda

áfram að vaxa úr grasi og þekkingu

á sjúkdómnum þarf að halda við og

endurnýja en þannig heldur baráttan

gegn honum áfram.

Auk þess að líta yfir farinn veg félags­

ins sl. áratug og nefna það helsta

sem gert hefur verið fær umfjöll­

un um byltur og beinbrot aldraðra

nokkurt vægi í þessu fréttabréfi. Ég

bendi sérstaklega á listann yfir fyrir­

byggjandi ráð til að draga úr byltum

og beinbrotum hjá öldruðum í grein

þeirra Aðalsteins Guðmundsson­

ar og Önnu Bjargar Aradóttur. Flest

okkar eigum við aldraða ættingja og

þurfum því að vera meðvituð um það

sem gera má til að minnka líkur á að

þeir detti og beinbrotni.

Gleðilegt sumar

Frá ritstjóra

Viltu gerast félagi?

Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar í

Beinvernd geta haft samband við Halldóru

Björnsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins,

í síma eða sent tölvupóst. Allir eru hjartan­

lega velkomnir.

Beinvernd

Pósthólf 161 – 270 Mosfellsbær

Sími 897 3119

[email protected]

www.beinvernd.is

Eyrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur

Klínískar leiðbeiningar til að

fyrirbyggja byltur á sjúkrastofnunum

Eygló Ingadóttir hjúkrunarfræðingur

Árlega detta 250 til 350 inniliggjandi

sjúklingar á Landspítala – háskóla­

sjúkrahúsi (LSH). Í úttekt sem gerð

var fyrir árið 2001 kom í ljós að 8%

þeirra hlutu beinbrot, 25% fengu mar

og 18% skurði. Byltur geta haft lang­

varandi áhrif á lífsgæði fólks þar sem

þær geta leitt til kvíða og ofsahræðslu

við að detta og fleiri einkenna sem oft

hafa verið nefnd „postfall syndrome“

eða byltu-heilkennið. Heilbrigðisástand

eldra fólks getur versnað mikið við bylt­

ur og má þar nefna síðari afleiðingar

eins og lungnabólgu, blóðsýkingar og

sáramyndun.

Í byrjun árs 2007 voru gefnar út á LSH

Klínískar leiðbeiningar til að fyrirbyggja

byltur á sjúkrastofnunum.

Leiðbeining­

arnar voru unnar af þverfaglegum hópi

fagfólks og eru byggðar á gagnreyndri

þekkingu, sem þýðir að þær taka mið

af bestu þekkingu á hverjum tíma.

Leiðbeiningarnar byggja á vinnuferlum.

Sá fyrsti miðar að því að sjúklingur, 67

ára og eldri, er metinn m.t.t. byltuhættu

við komu á sjúkradeild. Sé hann í byltu­

hættu er ætlast til að fagfólk skipu­

leggi fyrirbyggjandi aðgerðir sem henta

þessum sjúklingi. Síðan koma vinnu­

ferlar sem lýsa því hvað gera skuli þeg­

ar sjúklingar leggjast inn á sjúkrahús

vegna byltu, þegar inniliggjandi sjúk­

lingar detta og þegar sjúklingar í byltu­

hættu eru útskrifaðir heim.

Sem dæmi um ráðleggingar í klín­

ísku leiðbeiningunum er að sjúkling­

um sé gefin ein matskeið af þorskalýsi

á dag. Nýlegar rannsóknir sýna að 18

–20 míkrógrömm af D-vítamíni (700–

800 ae) geti aukið vöðvastyrk og þar

með jafnvægi hjá öldruðum einstak­

lingum með D-vítamínskort. Mikilvægt

er að reyna að fækka lyfjum sem auka

byltuhættu eins og geðlyfjum, svefn­

lyfjum og róandi lyfjum og hafa náið

eftirlit með sjúklingum sem taka þessi

lyf. Einnig er mikilvægt að meta vitræna

getu sjúklings, fylgjast vel með óáttuð­

um sjúklingi, upplýsa sjúkling og fjöl­

skyldu hans um áhættuþætti byltna,

hafa rúmgrindur niðri og forðast höft.

Rannsóknir benda til þess að jafnvæg­

isæfingar eins og t.d. Tai Chi geti fyr­

irbyggt byltur hjá öldruðum. Gagnlegt

getur verið að framkvæma heimilisat­

hugun hjá sjúklingum fyrir útskrift en

kerfisbundin skoðun á hættum í um­

hverfinu og að fjarlægja þær er áhrifa­

rík leið til að fyrirbyggja byltur.

Hægt er að nálgast

Klínískar leiðbein-

ingar til að fyrirbyggja byltur á sjúkra-

stofnunum

á heimasíðu LSH og á

heimasíðu

Landlæknisembættisins.

Það er von hópsins sem vann að leið­

beiningunum að sem flestir innan og

utan LSH nýti sér þær og að byltum á

sjúkrastofnunum fækki.

Þann 5. febrúar sl. var úthlutað úr

Styrktarsjóði Baugs Group og hlaut

Beinvernd 750.000 króna styrk til

verkefnisins

Vertu á verði – minnkaðu

áhættuna á brotum vegna beinþynn-

ingar.

Verkefnið felst í því að afla gagn­

reyndra upplýsinga um áhættuþætti og

úrræði gegn beinþynningu, til viðbót­

ar því sem fyrir er, auk þess að gefa út

nýtt fræðsluefni fyrir almenning. Verk­

efnið tengist þannig þema næsta bein­

verndardags sem snýst um að vera vel

á verði og þekkja áhættuþætti bein­

þynningar til að draga úr hættu á bein­

brotum.

Beinvernd hlýtur styrk úr

Styrktarsjóði Baugs Group