Fréttabréf
www.beinvernd.is
Beinvernd
STERK
BEIN
– STERKAR
KONUR
Ba r i s t gegn a f l e i ð i ngum be i nþynn i nga r og ske r t um l í f gæðum
Það er fátt sem rýrir lífsgæði eins mikið á efri árum
og beinþynning. Áætlað er að árlega megi rekja
a.m.k. 1.300 beinbrot hjá einstaklingum til henn-
ar. Beinbrot af völdum beinþynningar eru mun al-
gengari meðal kvenna en karla og telja sumir sér-
fræðingar að önnur hver kona um fimmtugt megi
gera ráð fyrir því að hún beinbrotni síðar á lífsleið-
inni og fimmti hver karl.
Beinbrot geta verið misalvarleg. Þannig gróa fram-
handleggsbrot oftast án fylgikvilla en samfallsbrot
á hrygg eða hrun veldur gjarnan miklum og stund-
um langvinnum verkjum. Líkamshæðin lækkar
með tímanum, þ.e. líkaminn bognar. Þá fylgja af-
lögun í vexti oft verulegar sálarþjáningar. Samfalls-
brot í hrygg vegna beinþynningar leiða af sér skert
lífsgæði íslenskra kvenna á aldrinum 50-80 ára.
Það kemur greinilega fram í nýlegri íslenskri rann-
sókn sem leiddi í ljós að yfir 20% kvenna sem tóku
þátt höfðu samfallsbrot í hrygg og rúmur helmingur
þeirra höfðu ekki vitneskju um að þær hefðu sam-
fallsbrot, þ.e. höfðu svokallað dulið samfallsbrot.
Allt frá stofnun hafa landssamtökin Beinvernd
haft það meginmarkmið að vekja athygli almenn-
ings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsu
farsvandamáli. Einn liður í því að vekja athygli á
nauðsyn þess að hugsa vel um beinin er „hring-
borð kvenna um beinþynningu“ nú á vordögum
2008. Í baráttunni við beinþynningu er nauðsyn-
legt að hvetja til forvarna, stuðla að almennri vit-
undarvakningu og skoða hvaða úrræði gagnast.
Meðal annars mætti athuga hvort æskilegt sé að
bæta D-vítamíni í fæðu hérlendis, en ætla má að
þriðjungur fullorðinna nái ekki æskilegum mörkum
af D-vítamíni yfir veturinn. Þá kann að vera tíma-
bært að hefja umræðu um kerfisbundna skimun á
beinþynningu.
1. tbl.
·
6. árg.
·
04/2008
Við undirbúning hringborðs kvenna um beinþynningu og lífsgæði. Frá vinstri: Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar; Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
alþingismaður; Brynja Þorgeirsdóttir fréttamaður; Kolbrún Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur og rannsakandi; Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar;
Björn Guðbjörnsson, formaður Beinverndar og Hildur Gunnarsdóttir, sjúkraliði.
Aðgerðalisti Beinverndar
> Viðhöldum lífsgæðum og verndum beinin
> Hlustum á sjúklinga
> Hvetjum til þess að hreinar mjólkurvörur
verði D-vítamínbættar
> Hvetjum til hreyfingar til að styrkja og
viðhalda góðum beinum
> Stuðlum að auknum rannsóknum og
menntun á beinþynningu sem tengjast
henni
> Hvetjum til umræðna um skimun á
beinþynningu
> Forgangsröðum beinþynningu á heil-
brigðisáætlun og tryggjum rétta meðferð