6
www.beinvernd.is
Oftar en ekki er það hjúkrunarfræðingur sem fyrst
hittir sjúkling þegar hann kemur til skoðunar á
sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð. Hjúkrunarfræð-
ingar með sína sérfræðiþekkingu geta gegnt mik-
ilvægu hlutverki til þess að auka almenna þekkingu
á beinþynningu og benda fólki á að taka áhættu-
próf um beinþynningu og ræða við það um bein-
þéttnimælingar.
Mikilvægi menntunar og rannsókna
Það er hlutverk háskóla að skapa nýjan skilning
og þekkingu á margflóknum veruleika. Þekking á
sér engin landamæri. Kennarar og nemendur á há-
skólastigi stunda fjölþættar rannsóknir sem stuðla
að nýsköpun. Á háskólastigi skiptir máli að námið
og rannsóknirnar séu í tengslum við íslenskt sam-
félag sem og alþjóðasamfélagið. Háskóli og há-
skólanám er lifandi, tekur breytingum og þróast í
síbreytilegum heimi. Nám er oftar en ekki að verða
þverfræðilegt, þar sem framþróun í einni grein get-
ur haft áhrif á aðrar greinar. Aukin þekking á heilsu
felur m.a. í sér meiri vitneskju á sjúkdómum og or-
sökum þeirra, hvernig unnt er að meðhöndla þá og
jafnvel hvernig hægt er að draga úr áhættu á þeim.
Aukin þekking á sviði menntunar getur m.a. leitt til
betri aðferða til þess að fræða sjúklinga og heil-
brigðisstarfsmenn og stuðlað að því að meðferð-
arúrræði verði ódýrari. Til þess að auka skilning og
þekkingu er hins vegar nauðsynlegt að stundaðar
séu rannsóknir og að nám á sviði heilbrigðisvís-
inda, heilsuhagfræði, lýðheilsu og menntunar taki
mið af niðurstöðum gagnreyndra rannsókna. Bein-
þynning er ekki einangrað fyrirbæri. Hún er sjúk-
dómur sem hefur áhrif á lífsgæði fólks, tengist lífs-
háttum sem aðrir sjúkdómar og er kostnaðarsöm
fyrir samfélagið.
Hlutverk heilbrigðisyfirvalda og stefnu-
mótandi aðila
Stjórnvöld þurfa að átta sig á þeim langtímaávinn-
ingi, bæði félagslegum og fjárhagslegum, sem fólg-
inn er í því að koma í veg fyrir fyrsta brot. Fyrsta brot
leiðir iðulega til fleiri brota á skömmum tíma, og því
er sérstaklega mikilvægt að stefnumörkun miði að
því að greina beinþynningu áður en brot á sér stað
af hennar völdum. Lykilatriðið er að góð greining
og meðferð sé til staðar og að þessi þjónusta sé
aðgengileg og á viðráðanlegu verði fyrir einstakl-
inginn. Mjög mikilvægt er að auka verulega stuðn-
ing við rannsóknir á beinþynningu svo unnt sé að
draga úr efnahagslegum afleiðingum hennar.
Fræðsla er lykil-
þáttur í baráttunni
gegn beinþynningu
Markmið beinverndar er að koma í veg fyrir fyrsta
brot, en hvernig förum við að því? Beinþynning
er sjúkdómur sem tengist öldrun og hægt er að
koma í veg fyrir hann að einhverju leyti. Áhrifarík-
asta leiðin til þess að draga úr beinrýrnun, sem
leitt gæti til brota, er að viðhalda styrk beinanna
og gefa beinheilsunni gaum alla ævi, frá vöggu til
grafar. Á uppvaxtarárum er mikilvægt að leggja
inn í „beinabankann“ með því að gæta vel að því
að fæðan, sem neytt er, sé rík af D-vítamíni og
kalki og ástunda reglubundna líkamsþjálfun. Fari
þetta saman stuðlum við að því að ná hámarks
beinþéttni. Á fullorðinsárum sjáum við til þess að
„bankainnistæðan“ í beinabankanum rýrnar ekki
með því að ástunda heilbrigða lifnaðarhætti æsku-
áranna. Þegar komið er á efri ár, er líklegt að við
verðum að taka út úr beinabankanum, og þá er
gott að eiga „gildan sjóð“, sem þarf að endast
okkur sem lengst. Við höldum því áfram að hreyfa
okkur og nærast vel um leið og við njótum ríkulega
ávaxta fortíðarinnar!
Beinþynning skilgreind
Beinþynning (osteoporosis) var ekki skilgreind
sem sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofn-
uninni WHO fyrr en eftir 1990, en hafði áður ver-
ið af mörgum talin hluti af „eðlilegri öldrun“ og þar
með óhjákvæmileg og ómeðhöndlanleg. Því hefur
verið haldið fram að einungis 10-20% kvenna og
eflaust færri karlar fái rannsókn eða meðhöndlun
til hlítar, þrátt fyrir þá staðreynd að brot af ákveð-
inni gerð bendi sterklega til hættu á brotum síðar
á ævinni. Ástæður þessa eru sögulegar. Flest heil-
brigðisstarfsfólk lærði ekki um beinþynningu, að-
ferðir til að mæla beinþéttni fyrirfundust ekki og
engin lyf voru til sem gátu dregið úr hættu á brot-
um. Nú er öldin hins vegar önnur. Nemendur í heil-
brigðisvísindum læra um beinþynningu auk þess
sem boðið er upp á endur- og símenntun sem er
nauðsynleg til að tryggja að læknar og annað heil-
brigðisstarfsfólk átti sig á því að hægt er að greina
beinþynningu og meðhöndla hana. Bæklunar-
læknar og röntgenlæknar ættu að hafa í huga að
brot hjá fólki eldra en 50 ára geta verið af völd-
um beinþynningar. Röntgenlæknar ættu að vera
meðvitaðir um hugsanleg einkenni beinþynningar
sem sjást við röntgenmyndatöku og nefna í lýsingu
röntgenrannsóknar þann möguleika að um bein-
þynningu sé að ræða.
Betri menntun,
fleiri úrræði