5
www.beinvernd.is
Algengara hjá konum
Beinþynning á sér stað bæði hjá konum og körlum
og í öllum aldurshópum, en mest er hún áberandi
hjá konum eftir tíðahvörf. Fyrirsjáanlegt er að með
hækkuðum meðalaldri þjóðarinnar muni beinþynn-
ingarbrotum fjölga í framtíðinni. Þetta er vegna
þess að algengi beinþynningar vex með hækk-
uðum aldri sem og afleiðingar hennar, sem eru
beinbrot við minniháttar áverka sem dygði ekki til
að brjóta heilbrigt bein. Árlega má gera ráð fyrir því
að hér á landi verði 1200-1400 einstaklingar fyrir
beinbrotum af völdum beinþynningar. Samkvæmt
upplýsingum frá Alþjóðabeinverndarsamtökunum
(IOF) er talið að þriðja hver kona og fimmti hver
karl eldri en 50 ára brotni af völdum beinþynning-
ar síðar á lífsleiðinni. Beinþynning hefur oft verið
kölluð „þögull sjúkdómur“, þar sem flestir einstakl-
ingar með beinþynningu greinast fyrst þegar bein-
brotið verður. Athygli hefur verið vakin á því hve
fáir einstaklingar greinast með beinþynningu og
hljóta viðeigandi forvörn eða meðferð gegn bein-
brotum, og athyglisverðast er að jafnvel þeir sem
hafa fengið beinþynningarbrot fá ekki sérhæfa
beinverndandi lyfjameðferð til að fyrirbyggja end-
urtekin beinbrot.
Dulin beinþynningarbrot
Byrði og meðferð beinþynningar hefur oft verið lýst
í tölulegum stærðum, s.s. með hliðsjón af algengi,
fjölda brota, sjúkrahúsdögum og kostnaði, áhættu-
þáttum, beinþéttni og dánartíðni. Minna hefur verið
vitað um líðan og líf þeirra sem brotna. Samfalls-
brot í hrygg eru þau beinþynningarbrot sem oftast
eru ógreind og verða því samfallsbrotin bæði dulin
fyrir sjúklingnum og heilbrigðiskerfinu, með þeim
afleiðingum að lífsgæðaskerðingin sem þau valda
nær ekki athygli umönnunaraðila. Þeir einstakling-
ar sem eru með dulin eða ógreind samfallsbrot
fá því ekki viðunandi meðferð, sem getur minnk-
en það er í raun oft afleiðing margra samfallsbrota
í hrygg sem rekja má til beinþynningar.
Spurningakönnun
Í rannsóknarverkefni mínu ,,Lífsgæði íslenskra
kvenna með samfallsbrot í hrygg” var viðfangsefn-
ið beinþynning. Rannsóknin var megindleg spurn-
ingakönnun þar sem úrtakið var 350 konur á aldr-
inum 50–80 ára. Svarhlutfall var 83%. Heilsutengd
lífsgæði voru notuð til að kanna lífsgæði þessa
sjúklingahóps, með það að markmiði að leiða í
ljós sýn einstaklingsins sjálfs á áhrif heilbrigðis og/
eða sjúkdóms á lífsgæði sín. Meginniðurstöðurnar
voru að 21% kvennanna sem tóku þátt í rannsókn-
inni höfðu samfallsbrot í hrygg og rúmur helmingur
þeirra hafði ekki vitneskju um að þær hefðu sam-
fallsbrot, þ.e. þær höfðu svokallað dulið samfalls-
brot. Rannsóknin sýndi fram á að lífsgæði þeirra
kvenna sem voru með samfallsbrot í hrygg, hvort
sem brotið var greint eða ógreint, voru marktækt
skert á mörgum mælikvörðum. Þær höfðu einn-
ig lægri líkamshæð, lægri beinþéttni og sögðu frá
meiri verk en óbrotnar jafnöldrur þeirra.
Einkenni og afleiðingar
Samfallsbrot í hrygg vegna beinþynningar hafa
hlotið litla athygli innan heilbrigðisgeirans en mik-
ilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk og stjórnend-
ur heilbrigðiskerfisins geri sér grein fyrir algengi,
einkennum og afleiðingum samfallsbrota í hrygg.
Það er frumskilyrði þess að hægt sé að hvetja til
forvarna og/eða meðferðar. Þannig er hægt að
stuðla að heilsueflingu og lífsgæðum þessa sjúk-
lingahóps til jafns við aðra sjúklinga með langvinna
sjúkdóma.
Ritgerðina má nálgast á bókasöfnum.
Heiti:
Lífsgæði íslenskra kvenna með samfallsbrot í hrygg.
að um helming áhættuna á endurteknum samfalls-
brotum og hindrað frekari lífsgæðaskerðingu.
Eitt leiðir af öðru
Talið er að u.þ.b. helmingur allra beinþynning-
arbrota séu samfallsbrot í hrygg og að þau hrjái
u.þ.b. 16-25% fólks á aldrinum 55-85 ára. Eitt
samfallsbrot leiðir af sér fleiri samfallsbrot. Rann-
sóknir hafa sýnt fram á að þessi brot orsaka verki,
lækkaða líkamshæð, mynda herðakistil, skerða
starfsemi lungna og meltingarfæra, valda félags-
legri einangrun og þunglyndi. Í byrjun geta þessi
brot þó verið ógreind og dulin, en talið er að að-
eins þriðjungur til helmingur af fyrstu samfallsbrot-
um greinist, en aðeins 10% þeirra leiði til sjúkra-
húsvistar. Þegar samfallsbrotunum fjölgar aukast
heilsutengdu vandamálin og athafnir daglegs lífs
verða erfiðari. Þá kemur fram líkamsburður með
bognu brjóstbaki sem nefnist herðakistill, og af því
leiðir frambeygt höfuð og framstæður magi. Marg-
ir telja þetta útlit einn af eðlilegum þáttum öldrunar
YTRI ÞÆTTIR
heimili
árhagur
umhver
UPPLIFUN
vellíðan
lífsfylling
lífsánægja
EINSTAKLINGSÞÆTTIR
heilsa
starfshæfni
persónuleiki
Nokkrir mikilvægir þættir lífsgæða og hugsanleg tengsl milli þeirra.
Lífsgæða-einkunn
Línuritið sýnir hvernig konur með samfallsbrot meta lífsgæði sín verr
(rauða línan) en hraustar óbrotnar jafnöldrur þeirra (gul lína).
40
45
50
55
60
65
Heilsufar
Depurð
Samskipti
Fjárhagur
Þrek
Kvíði
Líkamsheilsa
Sjálfsstjórn
Svefn
Líðan
Verkir
Rannsóknin sýndi fram á að lífsgæði þeirra kvenna sem voru
með samfallsbrot í hrygg, hvort sem brotið var greint eða
ógreint, voru marktækt skert á mörgum mælikvörðum.