Previous Page  2 / 8 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 2 / 8 Next Page
Page Background

2

www.beinvernd.is

Fréttabréf Bein-

verndar kemur nú

út í 10. sinn. Sam-

tökin hafa starfað

í ellefu ár og ætíð

sett markið hátt

og unnið mark-

visst að því að

fræða almenning,

heilbrigðisstarfs-

fólk og stjórn-

völd um sjúkdóminn beinþynningu, alvar-

leika hans, hvernig hægt er að greina hann

og meðhöndla og ekki síst helstu forvarnir

gegn honum. Rannsóknir hafa sýnt að sjúk-

dómurinn hefur mikil áhrif á lífsgæði þeirra

sem af honum þjást. Afleiðingar beinþynn-

ingar, beinbrotin og sú hömlun sem af þeim

hlýst, geta hindrað þátttöku okkar í félags-

lífi, atvinnulífi, útivist og því sem okkur finnst

í dag sjálfsagt að gera.

Það þarf alltaf að finna nýjar leiðir til að ná at-

hygli almennings og stjórnvalda. Sú leið sem

Beinvernd hefur nú valið er að bjóða sterkum

konum til að taka þátt í hringborðsumræðum

um beinþynningu. Rætt verður um lífsgæði,

persónulega reynslu af því að hafa brotnað

vegna beinþynningar, mikilvægi hreyfingar,

menntunar og rannsókna, hvort skima eigi

eftir beinþynningu, hvort hyggilegt sé að D-

vítamínbæta hreinar mjólkurafurðir og hvern-

ig hægt sé að forgangsraða beinþynningu í

heilbrigðisáætlun stjórnavalda.

Stjórn Beinverndar ásamt þátttakendum

hring­­borðsins, hvetja stjórnvöld og almenn-

ing til að gefa þessum umræðum gaum og

grípa til viðeigandi ráðstafana. Leggjum okk-

ur fram við að fræðast um beinþynningu,

tökum áhættupróf um beinþynningu sem

er að finna á vefsetrinu: www.beinvernd.is –

hreyfum okkur og gætum þess að fá nægi-

legt kalk og D-vítamín. Stuðlum að sterkum

beinum og viðhöldum lífsgæðum.

Viltu gerast félagi?

Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar

í Beinvernd geta haft samband við

Halldóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra

félagsins, í síma eða sent tölvupóst. Allir

eru hjartanlega velkomnir.

Beinvernd

Pósthólf 161 – 270 Mosfellsbær

Sími 897 3119

[email protected]

www.beinvernd.is

Halldóra Björnsdóttir

íþróttafræðingur

Að lifa með beinþynningu

Spjallað við Hildi Gunnarsdóttur, 42 ára

Beinþynning er ekki einungis sjúk­dómur

eldri kvenna. Yngra fólk getur einnig fengið

beinþynningu, Hildur Gunnars­dóttir er ein

þeirra.

Hildur er 42 ára gömul, gift og á þrjú börn. Hún

er menntuð sem sjúkraliði, en vegna heilsuleys-

is getur hún ekki lengur sinnt því starfi né öðr-

um almennum störfum. Lífið breyttist hjá Hildi fyrir

u.þ.b. fimm árum, þegar hún eignaðist sitt yngsta

barn, en þá var hún 37 ára gömul. Í ljós kom eftir

fæðinguna að fjórir hryggjarliðir höfðu fallið sam-

an og við nánari athugun reyndist hún vera með

mikla beinþynningu. Hildur segir að þetta hafi haft

mikil áhrif á líf hennar og allrar fjölskyldunnar.

Má ekki detta

„Það er svo margt sem breytist í lífinu, svo margt

semmaður þarf að læra upp á nýtt. Maðurinn minn

þarf að vinna mikið því ég get ekki unnið leng-

ur. Ég er menntaður sjúkraliði en get ekki leng-

ur unnið við það. Ég þarf að passa mig á að detta

ekki og það er verst þegar hálkan kemur og þá er

þetta oft erfitt. Ég er með börn í skóla og þarf að

sækja þau og hef ekki alltaf tök á því að halda mig

heima.“ Hildur lifir heilbrigðu lífi og hefur alltaf

gert, hún reykir ekki, borðar hollan mat og hreyfir

sig. Hún veit ekki hvort hún sé bara fædd svona,

að meinsemdin sé bundin í genunum því það er

ekki vitað. Aðspurð um framtíðina segir Hildur að

hún sjái engan bata, verkirnir haldi áfram og það

taki mjög mikið á andlega. Hún segist vera á lyfj-

um til að auka beinþéttnina, það hafi borið nokk-

urn árangur en ekki nægan.

Hefur brotnað tvisvar

„Ég er búin að brotna tvisvar á ristinni auk sam-

fallsbrotanna sem ég fékk við fæðingu yngstu

dótturinnar. Á síðustu meðgöngunni fékk ég kvef

og hóstaði í sundur rifbein. Það er skrýtið að vera

allt í einu orðin lítil því ég hef lækkað um 5 cm. Ég

fæ oft martraðir, þ.e. að ef ég væri í bíl og lenti í

aftanákeyrslu þá myndi ég hrynja saman.“ Miklar

líkur eru á því að Hildur myndi brotna ef hún lenti

í slysum, s.s. bílslysi, og hugsanlega á mörgum

stöðum því beinin eru svo viðkvæm og brothætt. Í

fyrra fór Hildur í röntgenmyndatöku og fékk að sjá

myndirnar og bera þær saman við aðrar af heil-

brigðum beinum. Munurinn var sláandi þar sem

heilbrigðu beinin voru hvít en hennar gegnsæ.

Vonar að börnin sleppi

Hildur telur að heilsufar hennar hafi óhjákvæmi-

lega áhrif á börnin. Yngsta dóttirin hefur m.a. lært

að mamma getur ekki tekið hana upp því henni

er illt í bakinu. Stundum getur hún hvorki setið né

legið og varla gengið. Dæturnar hafa spurt hvort

þær fái beinþynningu sem er þeim oft ofarlega

í huga. „En auðvitað vona ég að þær sleppi við

þetta,“ segir Hildur að lokum.

Beinvernd og

lífsgæði