7
www.beinvernd.is
un; tilteknar staðreyndir um skimprófið verða að
vera þekktar, þar á meðal hve næmt það er, sér-
tækt og það hafi jákvætt forspárgildi. Loks verð-
ur áhætta með skimprófi á heilsu fólks að vera lít-
il sem engin.
Á grundvelli þessara skilyrða má spyrja, hvort bein-
þynning uppfylli þau. Beinþynning er alvarlegur
sjúkdómur sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði eins
og fram hefur komið. Góð meðferðarúrræði eru til
reiðu og geta lækkað dánartölu með því að koma
í veg fyrir beinbrot og á þann hátt viðhaldið lífs-
gæðum. Við höfum tæknina til að gera skimpróf-
ið, svokallaðar beinþéttnimælingar, og eru þær
áhættulausar og hafa forspárgildi, þ.e. spá fyrir um
líkur á beinbrotum. Í ljósi þessa, að beinþynning
uppfyllir flest þau skilyrði sem sett eru til grund-
vallar markvissri skimun, er því tímabært að spyrja
hvort ráðast skuli í hana. Mörgum spurningum er
þó enn ósvarað um skimun sem væntanlega um-
ræða gæti leitt í ljós, s.s. hvaða hópa á að skima,
við hvaða aldur á að miða, hver kostnaðurinn yrði
auk ýmissa félagslegra og siðfræðilegra spurn-
inga. Fram kemur hjá Sigurði Guðmundssyni land-
lækni í Læknablaðinu (2004) að mjög miklu skipti að
þær aðferðir sem notaðar eru í forvarnarstarfi séu
byggðar á traustum, vísindalegum rannsóknum og
heilbrigðri skynsemi. Öll umræða sé af hinu góða
og nauðsynleg svo framarlega að hún sé ábyrg. Er
ekki tímabært að hefja ábyrga umræðu um skimun
á beinþynningu?
Heimildir:
Björn Guðbjörnsson, Meðferðarúrræði við beinþynn-
ingu, Fréttabréf Beinverndar 1. tbl. 05/2004.
Sigurður Guðmundsson, Forvarnir – bót eða böl?
Læknablaðið 3. tbl. 2004
Beinþynning er alvarlegur sjúkdómur og afleiðing-
ar hans, beinbrotin, valda hömlun, sársauka og
skerða lífsgæði fjölda fólks, auk þess sem hann
kostar samfélagið umtalsverðar fjárhæðir á ári
hverju, allt að milljarði. Hér á landi er fjöldi brota
af völdum beinþynningar um 1200–1400 og eru al-
gengustu brotin fram- og upphandleggsbrot auk
mjaðmarbrota og samfallsbrota í hrygg. Með þetta
í huga er vert að vekja upp umræðu um það, hvort
ástæða sé til þess að leita markvisst eða skima eft-
ir beinþynningu meðal fólks.
Menn eru sammála um að skimpróf þurfi að upp-
fylla ákveðin skilyrði og vera gagnreynd áður en
þeim er beitt. Árið 1975 voru sett fram skilyrði fyr-
ir slíkum prófum og hafa margir tekið þau upp, þar
með talin Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO.
Þessi skilyrði eru m.a. þau að sjúkdómur verði að
hafa veruleg áhrif á lífsgæði og lífslengd; úrræði við
honum verði að vera til staðar og meðferð sjúk-
dóms, áður en einkenni koma fram verði að vera
virk, s.s. í að lækka dánartölu eða leysa fylgivanda-
mál. Auk þessa verður meðferð sem beitt er síðar
að bera betri árangur en fyrri meðferðir, til dæm-
is eftir að einkenni koma fram. Tíðni sjúkdómsins
og hve alvarlegur hann er verður að réttlæta skim-
Er skimun fyrir bein-
þynningu tímabær?
Fræðslubæklingar frá Beinvernd
Útgáfa Beinverndar hefur verið blómleg frá því
að félagið hóf starfsemi fyrir ellefu árum síðan.
Vakin er athygli á því að hægt er að panta ýmsa
bæklinga frá félaginu án kostnaðar.
Bæklingurinn
Sterk bein fyrir góða daga -
Hreyfing og viðhald beina um og eftir miðjan
aldur.
Höfundur texta og mynda: Þórunn Bára
Björnsdóttir sjúkraþjálfari.
Bæklingurinn
Fjárfestu í beinum: mataræði,
lífsmáti og erfðir hafa áhrif á uppbyggingu
beina hjá ungu fólki
. Höfundur Jean-Philippe
Bonjour, M.D., þýðandi Sigríður Egilsdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
Bæklingurinn
Fjárfestu í beinum: Beinlínis
hollt.
Hlutverk fæðu og næringar í myndun og
viðhaldi sterkra beina. Höfundur Bess Daw-
son - Huges, M.D., þýðandi Anna Pálsdóttir, líf-
eindafræðingur.
Við höfum tæknina til að
gera skimprófið, svokall-
aðar beinþéttnimælingar,
og eru þær áhættulausar
og hafa forspárgildi, þ.e.
spá fyrir um líkur á bein-
brotum