Previous Page  3 / 8 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 8 Next Page
Page Background

3

www.beinvernd.is

Á að bæta

D-vítamíni

í fæðu hér á landi?

D-vítamín stjórnar frásogi á kalki í görnum og fos-

fati úr fæðu. Án D-vítamíns frásogast einungis um

það bil 10% af kalkmagninu í fæðunni. Hversu

mikið við þurfum að neyta af kalki í fæðu er því

verulega háð því hversu góður D-vítamínbúskap-

ur líkamans er.

(1)

D-vítamín myndast í húð fyrir áhrif sólarljóss (út-

fjólublátt ljós). Sú myndun er hins vegar mjög háð

árstíðum og í skammdeginu á Íslandi má búast við

að mjög lítil D-vítamínmyndun eigi sér stað í húð-

inni, alla vega frá byrjun nóvember og fram í mars.

Á þeim tíma verður

líkaminn að treysta

á

D-vítamínbirgð-

ir í fituvef líkamans

frá síðasta sumri.

Þær birgðir nægja

þó fæstum á Íslandi

til að halda uppi eðli-

legu D-víta­mínmagni

í líkamanum yfir háveturinn samkvæmt íslenskum

rannsóknum.

(2)

Yfir háveturinn og reyndar meg-

inhluta ársins verðum við því að treysta á það D-

vítamín sem við fáum úr fæðu. Alls ekki er mælt

með notkun sólarbekkja vegna hættu á mynd-

un sortuæxlis. Það eru hins vegar einungis fáar

fæðutegundir sem innihalda eitthvað magn af D-

vítamíni, helst feitur fiskur og eggjarauða. Á hinn

bóginn er verulegt magn af D-vítamíni í íslensku

þorska- og ufsalýsi þannig að þeir sem taka lýsi

eða fjölvítamín með D-vítamíni (400-800 einingar á

dag) eru því með nægilegt D-vítamín allt árið. At-

huga ber þó að hákarlalýsi er snautt af D-vítamíni

og Omega 3 inniheldur ekki D-vítamín.

Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn nær að

minnsta kosti þriðjungur fullorðinna ekki æskileg-

um mörkum af D-vítamíni yfir veturinn og 10-15%

eru með mjög lágt D-vítamíngildi í blóði, sumir

þeirra reyndar meginhluta ársins.

Við getum ekki fullyrt að þetta komi niður á þeirra

beinum en margt bendir til að langvarandi ónógt

D-vítamín leiði til taps á beini og gæti því leitt til

þess ástands sem við köllum beinþynningu. Al-

gjör skortur á D-vítamíni (sjaldgæft en fyrirfinnst

þó á Íslandi) leiðir hins vegar til

alvarlegs beinsjúkdóms, bein-

kröm í börnum og beinmeyru í

fullorðnum.

Rannsóknir frá síðustu árum

benda hins vegar til mun víð-

tækari áhrifa D-vítamíns í lík-

amanum en einungis það að

stjórna kalk- og beinabúskap.

Þannig virðist ónógt D-vítamín

leiða til minni vöðvakrafts og

hugsanlega auka byltur aldr-

aðra. Einnig benda ýmsar rann-

sóknir til að D-vítamín hafi áhrif

á ónæmiskerfið og skortur á

því geti leitt til aukinnar áhættu

á vissum tegundum krabba-

meins. Þetta þarfnast þó frek-

ari rannsókna.

(3)

Í heild tekið má því segja

að flest bendi til að góð-

ur D-vítamínbúskapur

bæði í börnum og full-

orðnum skipti verulegu

máli í sambandi við heil-

brigð bein og heilsuna

almennt. Sýnilegt er að

ekki er unnt að tryggja

góðan D-vítamínbúskap yfir veturinn nema með

inntöku á D-vítamíni í formi lýsis eða í fæðu.

Margar þjóðir hafa í auknum mæli mætt þessari

vitneskju með því að stuðla að því að bætt verði

D-vítamíni í vissar fæðutegundir. Hér á landi eru

einungis fáar fæðutegundir með íbættu D-vítamíni

(fjörmjólk, Dreitill) og fáeinar innfluttar fæðuteg-

undir, Flora Pro-Active smjörlíki, ISIO4 matarolía,

Cheerios o.fl. Til þess að þessi viðbót hafi einhver

áhrif þarf það að vera í talsverðu magni í fæðuteg-

undum sem fólk neytir daglega, svo sem í flestum

mjólkurafurðum. Magn viðbætts D-vítamíns þyrfti

væntanlega að vera að minnsta kosti 5 µg (200

einingar) per lítra af mjólk (líklegra þó 10 µg eða

400 einingar).

(4)

Slíkt magn er þó ólíklegt að tryggi

að allir nái æskilegu magni af D-vítamíni yfir vet-

urinn en ætti þó að koma í veg fyrir verulegan D-

vítamínskort hjá flestum, einkum börnum og ungl-

ingum sem margir hverjir taka ekki lýsi. Eftir sem

áður væri þó full þörf fyrir daglega neyslu á lýsi

eða D-vítamíni í töflum yfir meginhluta ársins.

D-vítamíneitrun (meir en 4000 einingar á dag) af

völdum slíkrar viðbótar í matvæli ætti hins veg-

ar að vera nánast óhugsandi sé virkt gæðaeftirlit

í gangi.

Heimildir:

1. Steingrimsdottir L, Gunnarsson O, Indridason OS,

Franzson L, Sigurdsson G. Relationship between

serum parathyroid hormone levels, vitamin D suf-

ficiency, and calcium intake. JAMA 2005; 294:

2336-41.

2. Örvar Gunnarsson, Ólafur Skúli Indriðason, Leifur

Franzson, Edda Halldórsdóttir, Gunnar Sigurðsson.

D-vítamínbúskapur fullorðinna Íslendinga. Lækna-

blaðið 2004;90(1):29-36.

3. Holick MF. Vitamin D deficiency. N Engl J Med.

2007;357(3):266-81.

4. Välimäki VV, Löyttyniemi E, Välimäki MJ. Vitamin D

fortification of milk products does not resolve hy-

povitaminosis D in young Finnish men. Eur J Clin

Nutr 2007;61(4):493-7.

Gunnar Sigurðsson prófessor

D-vítamín í blóði - S-25 (OH)-D

_ _

_ _

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

_

30,00

Feb-Mar

Apr-Maí

Jún-Júl

Ágú-Sep Okt-Nóv

Des-Jan

40,00

50,00

60,00

Meðal-D-vítamín í blóði eftir árstíma í íslenskum rannsóknarhópi.

25(OH)-D

Meðalgildi þeirra sem taka lýsi eða auka-D-vítamín (60%).

Meðalgildi hinna.

Lágmarks æskilegt gildi.

Samkvæmt nýlegri íslenskri

rannsókn nær að minnsta

kosti þriðjungur fullorðinna

ekki æskilegum mörkum af

D-vítamíni yfir veturinn

Prófessor Gunnar Sigurðsson, læknir