4
www.beinvernd.is
Heilbrigðiskerfið hefur lagt áherslu á að fyrirbyggja
og lækna sjúkdóma og hefur árangurinn á mörgum
sviðum orðið mikill. Á síðustu áratugum hafa orðið
miklar framfarir í lækningum, umönnun, endurhæf-
ingu og forvörnum hvað varðar marga sjúkdóma,
m.a. beinþynningu. Þetta hefur haft það í för með
sér að langvinnir sjúkdómar verða algengari. Dag-
legt líf fólks með langvinna sjúkdóma einkenn-
ist oft af vandamálum vegna takmarkaðrar færni
og heilsubrests. Einn þessara langvinnu sjúkdóma
og jafnframt sá algengasti er beinþynning. Auk-
inn fjöldi langveikra hefur beint sjónum að því, að
það er ekki nóg að bæta árum við lífið, heldur þarf
einnig að gæða árin lífi. Bætt lífsgæði eru eitt af
meginmarkmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar (WHO) og í raun jafn mikilvægt og önnur
markmið heilbrigðisþjónustunnar.
Ekki nýtt af nálinni
Lífsgæði er flókið hugtak sem erfitt hefur verið að
skilgreina. Lífsgæðahugtakið er þó ekki nýtt þótt
það sé algengt bæði í daglegu tali auk þess sem
oft er vitnað til þess í rannsóknum. Gæði lífsins eða
hið góða líf hefur vakið umhugsun manna frá örófi
alda. Það liggur í eðli mannsins að velta fyrir sér
lífi sínu, tilgangi þess og gæðum. Þeir eru til sem
telja að það séu einmitt hugleiðingar um gæði lífs-
ins sem hafi orðið miðdepillinn og hvatinn að þró-
un og breytingum og baráttan við að nálgast þessi
lífsgæði séu upptök ýmislegs sem tilheyrir sið-
menningu okkar.
Heilbrigð sál í hraustum líkama
Þegar WHO setti fram skilgreiningu sína á heilbrigði
árið 1948, þar sem sagt er að heilbrigði sé fullkom-
in líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan, fór hug-
takið lífsgæði að tengjast heilsu fólks. Síðan hefur
verið reynt að skilgreina bæði heilsu og lífsgæði,
oftast þannig að hugtökin tengjast, enda er heilsa
hluti af lífsgæðahugtakinu. Lífsgæði eru einnig
tengd hamingju, vellíðan og lífsfyllingu. Þessi tvö
hugtök, lífsgæði og heilsa, eiga það sameiginlegt
að vera huglæg, fræðileg og heimspekileg.
Heilsutengd lífsgæði
Lífsgæði hafa mismunandi þýðingu fyrir ólíka ein-
staklinga, auk þess sem hugtakið tekur á sig
breytilega merkingu eftir fræðigreinum. Heilbrigð-
isvísindi fjalla um heilbrigði sálar og líkama, en ekki
lífsgæði í víðu samhengi. Því kom hugtakið heilsu-
tengd lífsgæði til sögunnar og hefur verið notað sí-
fellt meira í rannsóknum innan heilbrigðisvísinda.
Heilsutengdum lífsgæðum er ætlað að túlka mat
einstaklingsins sjálfs á aðstæðum sínum miðað við
heilsufar. Hugtakið er huglægt og inniheldur bæði
jákvæðar og neikvæðar hliðar lífsins. Lífsgæða-
mælingum er því ætlað að vera mælistika á gæði
heilbrigðisþjónustunnar með sjónarmið sjúkling-
anna sjálfra að leiðarljósi með það að markmiði að
bæta líðan, draga úr einkennum og auka lífsgæði.
Lífsgæði og samfallsbrot
í hrygg vegna beinþynningar
Kolbrún Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc
Kolbrún Albertsdóttir hjúkrunarfræðingur varði meistararitgerð sína um lífsgæði íslenskra kvenna með samfallsbrot í
hrygg við hjúkrunarfræðideild HÍ í fyrravor. Hún hefur síðan kynnt rannsóknina víða og vakið nokkra athygli.