Previous Page  10 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 10 / 12 Next Page
Page Background

10

www.beinvernd.is

Gunnar Sigurðsson, birtar greinar um D-vítamín:

• Relationship Between Serum Parathyroid Hormone Levels,

Vitamin D Sufficiency and Calcium Intake. Laufey Steingrímsdóttir,

Örvar Gunnarsson, Ólafur S. Indriðason, Leifur Franzson, Gunnar

Sigurðsson. JAMA 2005;294:2336-2341.

• D-vítamínbúskapur fullorðinna Íslendinga. Örvar Gunnarsson,

Ólafur Skúli Indriðason, Leifur Franzson, Edda Halldórsdóttir,

Gunnar Sigurðsson. Læknablaðið 2004;90:29-36.

• D-vítaminbúskapur og árstíðabundnar sveiflur í ýmsum

aldurshópum kvenna á Íslandi. Gunnar Sigurðsson, Leifur

Franzson, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir.

Læknablaðið 1999;85:398-404.

• Factors associated with elevated or blunted PTH response in

vitamin D insufficient adults. Ö Gunnarsson, Ó S Indriðason, L

Franzson, G Sigurðsson. J Int Med 2008;265:488-495.

og misþroska. Í fullorðnum verða beinin meyr (beinmeyra,

osteomalacia) og brotna og jafnframt verða beinverkir. Þessar

sjúkdómsmyndir verða við nær algjöran skort á D-vítamíni og

þetta varð mönnum fyrst ljóst á fyrri hluta 20. aldarinnar. Á

síðastliðnum 20 árum hefur einnig komið fram vitneskja um

að minni skortur á D-vítamíni getur leitt til þess að það gangi

á kalkforðabúr beinanna ef við fáum ekki nóg kalk úr fæðu til

að halda uppi eðlilegri þéttni kalkjóna í blóði. Ef þetta ástand

stendur lengi (í árum talið) getur það stuðlað að beintapi og

beinþynningu (sjá mynd 1).

Getur þú sagt okkur frá sögu D-vítamínrannsókna á Íslandi

og því nýjasta í þeim efnum?

Í áðurnefndri hóprannsókn 1630 karla og kvenna á aldrinum

30-85 ára könnuðum við hlutfallslegt mikilvægi D-vítamíns

og kalkneyslu í fæðu til að viðhalda eðlilegu kalkjafnvægi í

líkamanum. Sem mælikvarða á eðlilegt jafnvægi notuðum við

mælingar á kalkhormóninu í blóði sem hækkar ef kalkþéttnin

í blóði verður of lág. Niðurstöður okkar benda til þess að

æskilegt magn af D-vítamíni skipti þarna mestu máli. Ef

D-vítamín er í lagi þarf verulega minna magn af kalki í fæðu,

sennilega er 800 mg af kalki nægilegt (sjá mynd 2). Þetta

kann að skipta máli nú þegar kalkneyslan hefur minnkað

talsvert á Íslandi. Þessi rannsókn sýndi einnig verulegan mun

á D-vítamíngildi í blóði þeirra sem tóku lýsi eða bætiefni, sá

hópur hafði nægilega þéttni D-vítamíns í blóði allt árið að

meðaltali. Hins vegar náði hópurinn sem reiddi sig á íslenskt

fæði og sólarljósið æskilegum D-vítamíngildum einungis

yfir hásumarið (þó einkanlega yngri hóparnir)(sjá mynd

3). Æskilegt viðbótar D-vítamínmagn sem til þurfti var því

mismunandi eftir árstíðum. Til að ná því yfir háveturinn þurfti

aukalega a.m.k. 600 einingar. Þessi rannsókn hlaut verulega

athygli þegar hún var birt í JAMA í árslok 2005.

Er eitthvað varðandi D-vítamín öðruvísi á Íslandi eða

er samræmi við það sem er að gerast annars staðar í

heiminum?

Árstíðasveiflur D-vítamíns í yngri aldurshópum virðast óvíða

meiri en á Íslandi, miðsvetrargildin eru sláandi lág. Hins

vegar eru sveiflurnar minni meðal eldri hópa en víða annars

staðar. Hækkunin að sumri virðist óveruleg. Þessir hópar

verða því að reiða sig á mataræði og bætiefni. Venjulegt

íslenskt fæði eins og það var og flestir neyttu gaf sennilega

lágmarksþarfir af D-vítamíni, en með breyttu mataræði (minni

fiskneysla o.fl.) verður þörfin á því að bæta D-vítamíni í fleiri

fæðutegundir meiri en áður, sérstaklega til að ná til yngri og

elstu aldurshópanna. Ég tel það brýnasta verkefni á þessu

sviði að tryggja lágmarksinntöku á D-vítamíni til allra og það

verður að teljast algjörlega óviðunandi og óþarfi að hér á landi

skuli greinast nokkur börn á ári með beinkröm og þó nokkrir

fullorðnir með klár einkenni um D-vítamínskort. Þetta er þó

ekki séríslenskt fyrirbrigði.

Væntanlega mun öldrunarrannsókn Hjartaverndar, þar

sem D-vítamín var mælt í öllum hópnum, gefa okkur á

næstunni viðbótarupplýsingar um mikilvægi D-vítamíns í

þessum aldurshópum, ekki aðeins m.t.t. beinþynningar og

beinbrota heldur einnig hvort góður D-vítamínbúskapur

minnki líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum

og fleiri sjúkdómum sem nú eru mikið í umræðunni, en

frekari upplýsingar vantar þar um, m.a. hver sé æskilegasta

D-vítamíninntakan og þéttni þess í blóði einstaklinga m.t.t.

þessara sjúkdóma.

Svona að lokum, með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna í

þessum efnum, hverjar eru þá helstu ráðleggingar frá þér

varðandi viðhald og eflingu beinheilsu á öllum aldri?

Rannsóknir okkar styðja það að flestir Íslendingar þurfi að

taka viðbótar D-vítamín mestan hluta ársins. Til að tryggja

nægilega D-vítamínþéttni í blóði þarf a.m.k. 600-800 einingar

til viðbótar D-vítamíni í fæði (jafngildi einnar matskeiðar af

þorskalýsi). Elstu aldurshópar þurfa meira en þeir yngri og

alls ekki má gleyma D-dropum handa ungbörnum. Jafnframt

er vissulega vert að nýta sólarbirtuna skynsamlega meðan

hennar nýtur, apríl til september.

Safngreining (metaanalysis) á flestum birtum rannsóknum um

mikilvægi kalkjafnvægis í líkamanum svo ekki þurfi að ganga

á kalkforðabúr beinanna benda til þess að þessi þáttur skýri

allt að 20% lágorkubrota. Þetta nær bæði til D-vítamíns og

kalkneyslu sem eru samofin í þessu sambandi. Aðrir þættir

skipta því vissulega máli og okkar rannsóknir benda sterklega

til mikilvægi erfða í þessu sambandi þannig að fjölskyldusögu

um beinþynningu skyldi taka alvarlega. Jafnframt höfum

við fundið að þyngdartap eftir sjötugt er stærsti þátturinn í

beintapi þessa aldurshóps. Því er mikilvægt að aldraðir haldi

sinni líkamsþyngd og haldi sinni færni til að minnka líkurnar

á falli, sem er auðvitað stærsti áhættuþáttur á beinbrotum, og

þar kemur D-vítamínið einnig inn í til að viðhalda eðlilegum

vöðvakrafti.

• The Association between Parathyroid Hormone, Vitamin D

and Bone Mineral Density in 70-Year Old Icelandic Women.

G Sigurdsson, L Franzson, L Steingrimsdottir, H Sigvaldason.

Osteoporosis Int 2000;11:1031-1035.

• Algengi og orsakir afleidds kalkvakaóhófs meðal fullorðinna

á höfuðborgarsvæðinu. Snorri Laxdal Karlsson, Ólafur Skúli

Indriðason, Leifur Franzson, Gunnar Sigurðsson. Læknablaðið

2005;91:161-169.

• Serum 25-hydroxyvitamin D levels and bone mineral density

in 16-20 years-old girls: lack of association. J Ö Kristinsson,

Ö Valdimarsson, G Sigurdsson, L Franzson, I Olafsson & L

Steingrimsdottir. J Intern Med 1998;243:381-388.

• Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Óbirtar niðurstöður.