Previous Page  9 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 12 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

09

D-vítamíngildi eftir mánuðum

Blátt: Meðalgildi þeirra sem taka lýsi eða auka-D-vítamín (60%)

Rautt: Meðalgildi hinna

D-vítamín í blóði S-25 (OH)-D nmol/L

Lágmarks

æskilegt

gildi

Fljótlega urðu frekari tækniframfarir með tilkomu DEXA (Dual

Energy X-ray Absorptiometry) sem gaf möguleika á beinni

mælingu á beinþéttni í lendhrygg og mjöðm sem eru þeir

staðir þar sem alvarlegustu beinþynningarbrotin verða. Með

stuðningi frá Kvenfélagasambandi Íslands og lyfjafyrirtækinu

MSD gátum við keypt slíkt tæki á Sjúkrahús Reykjavíkur árið

1994. Tókum við síðan þátt í fjölþjóðlegum lyfjarannsóknum

sem sýndu fyrst fram á gagnsemi bisfosfónat-lyfja (Alendronat

og Risedronat). Þá kom jafnframt fram alþjóðleg skilgreining

(WHO) á greiningu á beinþynningu, sem notuð hefur verið sem

viðmiðun um hvenær ástæða þykir að grípa til lyfjameðferðar

eða annarra ráða gegn beinþynningu. Við höfum því veitt

þjónusturannsóknir til greiningar á beinþynningu síðan 1995.

Við fengum síðan hraðvirkara DEXA-tæki árið 1998 með

tilstyrk frá RANNÍS. Það tæki er enn í notkun og reyndar á

síðustu metrunum, enda orðið 13 ára, og verið í stöðugri

notkun, bæði til þjónusturannsókna og vísindarannsókna.

Við höfum verið svo heppin að fá úrvals geislafræðinga sem

annast hafa þessar rannsóknir og farið svo vel með tækið að

það er enn við lýði.

Eru íslenskar beinþéttnirannsóknir að einhverju leyti

sérstakar (t.d. vegna fámennis og erfðarannsókna) eða eru

þær svipaðar og í samræmi við erlendar rannsóknir?

Vegna sérstöðu okkar á Íslandi höfum við beint athyglinni

sérstaklega að mikilvægi erfða í sambandi við beinþynningu

sem okkur varð fljótt ljóst með rannsóknum á ungum stúlkum

og foreldrum þeirra. Í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu

síðastliðin 10 ár höfum við sýnt fram á mikilvægi erfða hvað

varðar beinþéttni, ekki aðeins sem fjölgenaáhrif þar sem mörg

gen (15-20 nú þekkt) hvert um sig hafa lítil áhrif, heldur benda

rannsóknir okkar á sterkari gen í fjölmörgum íslenskum

ættum, sem væntanlega verða einangruð á næstu árum.

Ísland er því ofarlega á heimskortinu á þessu sviði rannsókna.

Ég fékk góða styrki til rannsókna á kalk- og beinabúskap

Íslendinga frá Styrktarsjóði St. Jósefsspítala á Landakoti

um síðustu aldamót. Það gerði okkur kleift að ráðast í stóra

hóprannsókn 30-85 ára karla og kvenna. Sú rannsókn var

gerð í samstarfi við hóp fólks með sérþekkingu á mismunandi

sviðum, m.a. Laufeyju Steingrímsdóttur og Hólmfríði

Þorgeirsdóttur sem önnuðust næringarþáttinn, læknana

Ólaf Skúla Indriðason og Örvar Gunnarsson og læknanema,

Leif Franzson lyfjafræðing sem hafði yfirumsjón með

hormónamælingum sem framkvæmdar voru á rannsóknadeild

sjúkrahússins, en Díana Óskarsdóttir geislafræðingur hafði

yfirumsjón með öllum beinþéttnimælingum.

Hvað er D-vítamín og hvernig tengist það beinheilsu?

D-vítamín myndast í húð fyrir áhrif sólarljóss (UVB-bylgjur

eingöngu) og magn þess sem myndast fer því mjög eftir

sólarhæð og hversu mikill hluti líkamans er útsettur fyrir því.

Áhrifin eru mest yfir hádaginn, væntanlega kl. 11-16 á Íslandi,

og áhrif kvöldsólarinnar því mjög takmörkuð. Myndunin

minnkar verulega með aldri þegar húðin þynnist. Hér á

norðurhveli er því mjög hætt við að þessi leið dugi skammt.

D-vítamínið fæst einnig úr fæðu en það eru einungis fáar

fæðutegundir sem innihalda D-vítamín, helst feitur fiskur, t.d.

lax (einnig íslenskur eldislax), síld, egg og lifur. Þess vegna

hefur lýsið okkar verið mikilvægur D-vítamíngjafi. Það er

hins vegar ljóst að skaparinn hefur ætlað mannkyninu að fá

D-vítamín fyrst og fremst fyrir tilstilli sólarljóssins.

Til þess að D-vítamín verki verður lifrar- og nýrnastarfsemi

að vera í lagi og mynda hið endanlega virka form. Því geta

sjúkdómar í þessum líffærum og meltingarvegi, þar sem

frásog D-vítamíns á sér stað, valdið því að D-vítamínbúskap

slíkra einstaklinga sé ábótavant.

Það sem D-vítamínið gerir er hins vegar fyrst og fremst að

stjórna frásogi á kalki og fosfati frá meltingarvegi til að tryggja

nægilega þéttni þessara jóna í blóðinu. Frumur líkamans

þurfa ákveðið magn kalsíumjóna til að starfa eðlilega, svo

sem vöðvar o.fl. Það þarf jafnframt ákveðna lágmarksþéttni

af kalki og fosfati í blóði til þess að út falli nægilegt magn

af steinefnum í beinvefinn til að beinin fái fullan styrk. Ef

svo verður ekki koma fram ákveðnar sjúkdómsmyndir eins

og beinkröm (rickets) í börnum, með mikilli aflögun beina

Innan hópsins með nægilegt D-vítamín í blóði voru 800 mg af kalki

nægilegt magn til að halda kalkhormóninu niðri. Kalkhormónið var

hæst í hópnum með ónógt D-vítamín sem svörun til að halda uppi

eðlilegu kalki í blóði.

D-vítamín í blóði

ónógt

nægilegt

Samanburður á kalkhormónagildum eftir kalk-

neyslu og D-vítamíngildum í rannsóknarhópnum

MYND 1

MYND 2