www.beinvernd.is
11
UPPSKRIFTIR
Steikt ostaýsa með
paprikusalsa
Fyrir 4
800 g ýsuflök
3 egg
1/2 dl rjómi
¼ tsk. paprikuduft
100 g pizzaostur
Salt og nýmulinn svartur pipar
1msk. smjör
1 msk. olía
Aðferð: Skerið ýsuna í bita. Hrærið
saman eggjum, rjóma, paprikudufti,
salti og pipar. Veltið ýsunni upp úr
eggjablöndunni og steikið á báðum
hliðum á pönnu í smjörinu og olíunni.
Setjið ýsuna í eldfast mót og hellið
restinni af eggjablöndunni yfir.
Stráið pizzaostinum yfir fiskinn og
eggjablönduna og bakið við 180°C
í u.þ.b. 12-14 mín. Berið fram með
soðnum kartöflum og paprikusalsa.
Paprikusalsa
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 græn paprika
1 stk. paprikuostur
½ dl söxuð steinselja
50 g saxaður blaðlaukur
2 msk. ólífuolía
Salt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð: Skerið paprikuna og ostinn
í teninga, blandið öllu saman og
hrærið vel.
Norska beinverndarfélagið Norsk Osteoporosis Forening boðaði öll
beinverndarfélög á Norðurlöndum til fundar í Osló í lok október síðastliðins.
Markmið fundarins var að félögin kynntu starfsemi sína og umfang hvert
fyrir öðru og bæru saman bækur sínar. Á fundinn mættu tveir fulltrúar
frá Finnlandi, tveir frá Svíþjóð, einn frá Danmörku, einn frá Íslandi og átta
frá Noregi. Fulltrúi hvers beinverndarfélags hélt kynningu og dreifði efni
sem viðkomandi samtök höfðu gefið út. Athyglisvert var hvað félögin eiga
margt sameiginlegt en starfsumhverfi þeirra er þó um margt ólíkt. Danska
beinverndarfélagið, Den danske osteporoseforeningen, hefur verið í miklu
uppbyggingarstarfi og þar á bæ hefur fjölgun félagsmanna verið í brennipunkti.
Hér á landi hefur áherslan hins vegar verið fyrst og fremst sú að ná eyrum
fólks óháð því hvort um félagsmenn er að ræða eða ekki, þótt Beinvernd vilji
að sjálfsögðu fá þá sem flesta. Sænska beinverndarfélagið, Riksföreningen
osteoporotiker - ROP, tekur
þátt í þróun á samskiptavef
um beinþynningu,
OsteoLink, sem alþjóðlegu
beinverndarsamtökin
IOF eru að þróa og
kynnti fulltrúi þeirra
verkefnið. Suomen
Osteoporoosiliittory,
finnska beinverndarfélagið,
leggur mikla áherslu og
metnað í árlegt tímarit sitt
með efni bæði fyrir fagaðila
og sjúklinga. Félögin eru
öll með styrktaraðila til að
fjármagna starfsemi sína
en sum fá að auki styrk frá hinu opinbera. Allir fulltrúarnir voru sammála
um að forvarnastarf félaganna sé dýrt svo og sú þjónusta sem þau veita, en
um leið spara þau mikla peninga fyrir heilbrigðiskerfið með því að draga úr
beinbrotum og afleiðingum beinþynningar.
Áhugi er á því að halda samnorræna fundi beinverndarfélaga einu sinni á ári og
lagt var til að næsti fundur yrði á Íslandi.
Norrænnfundur
beinverndarfélaga í Noregi
Osló 27.-28. október 2011
Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
Beinverndar, upplýsir þátttakendur á fundi norrænu
beinverndarfélaganna um starfsemi Beinverndar.
Ánægðir fulltrúar norrænu beinverndarfélaganna í Osló.