Previous Page  3 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 12 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

03

UPPSKRIFTir

Beinverndog Fræðslunefnd

mjólkuriðnaðarins endurnýja

samstarfssamningsinn

Þann 11. október sl. undirrituðu dr. Björn Guðbjörnsson formaður Beinverndar

og Guðni Ágústsson formaður Fræðslunefndar mjólkuriðnaðarins nýjan

samstarfssamning fyrir hönd Beinverndar og Fræðslunefndar mjólkuriðnaðarins

(áður Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins). Samningurinn nær til næstu tveggja ára

og gerir Beinvernd kleift að sinna áfram öflugu forvarnarstarfi og fræðslu auk þess

að gefa út fræðsluefni.

Það var á alþjóðlegum beinverndardegi þann 20. október 1999 sem samningur

á milli þessara tveggja aðila var í fyrsta sinn undirritaður að tilstuðlan íslenskra

kúabænda og hefur samstarfið verið afar farsælt og óslitið í þessi tólf ár.

Fyrir 4

6 dl soðin hrísgrjón

600 g ýsa (hægt að nota annan fisk)

1 msk. smjör

1 meðalstór laukur

100 g sveppir

100 g brokkolí

2 tsk. Madras-karrí

300 g léttsmurostur með sjávarréttum

Salt og nýmulinn svartur pipar

Aðferð: Steikið grænmetið í smjörinu

og kryddið með Madras-karríi, salti og

pipar. Bætið í soðnum grjónum. Setjið

í eldfast mót. Raðið fiskinum ofan á

grænmetis- og grjónablönduna. Klípið

léttsmurostinn yfir. Bakið við 175°C í

20-25 mínútur.

Berið fram með fersku salati.

Ráðstefna beinverndarfélaga innan alþjóðlegu beinverndarsamtakanna IOF

var haldin í Valencia á Spáni í mars 2011. Dr. Björn Guðbjörnsson, formaður

Beinverndar og Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar, voru

fulltrúar Íslands á ráðstefnunni og stýrðu einni af fimm vinnusmiðjum (workshops)

sem þátttakendum ráðstefnunnar stóð til boða að taka þátt í. Vinnusmiðjan

sem þau stýrðu fjallaði um hreyfingu og þjálfun til að koma í veg fyrir byltur

og brot. Dr. Björn fjallaði um mikilvægi þess að hafa klínískar leiðbeiningar að

leiðarljósi í líkamsþjálfun sem vörn gegn beinþynningu og kynnti efni á því sviði

frá Bandaríkjunum og Svíþjóð auk efnis frá Íslandi. Halldóra kynnti íslenskt efni

um jafnvægisþjálfun sem sjúkraþjálfararnir Ella Kolbrún Kristinsdóttir Ph.D. og

Bergþóra Baldursdóttir M.S. hafa samið og heitir Í JAFNVÆGI (BALANCED). Var

almenn ánægja með „íslensku“ vinnusmiðjuna, þar sem fléttað var saman fræðslu

og fjöri, hugsun og hreyfingu.

Alþjóðlegráðstefna

beinverndarfélagaáSpáni

Valencia 18.-20. mars 2011

Dr. Björn Guðbjörnsson fræðir þátttakendur

í vinnusmiðju um mikilvægi hreyfingar og

þjálfunar.

Halldóra Björnsdóttir með þátttakendum

í verklegum æfingum í vinnusmiðjunni.

Ofnbakaður fiskurmeð

hrísgrjónum og léttsmurosti

með sjávarréttum

Gróft brauðmeð skyri

350 g heilhveiti

175 g haframjöl

50 g hörfræ

3 tsk. lyftiduft

½ tsk. natron

1 msk. hrásykur

1 tsk. salt

5 dl undanrenna

200 g skyr

Aðferð: Blandið saman þurrefnum.

Bætið við undanrennu og skyri. Hrærið

vel saman. Bakið við 180°C í 60 mín.