Previous Page  8 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 8 / 12 Next Page
Page Background

08

www.beinvernd.is

Beinkröm (rickets)

Beinmeyra (osteomalacia)

Minnkað frásog af kalki frá meltingarvegi

Lágt kalkmagn í blóði

Líkaminn reynir að hækka kalkið í blóðinu

Framleiðsla á PTH (kalkkirtlahormón)

Kalk losað úr beinum til að hækka kalk í blóðinu

Beintap

Beinþynning (osteoporosis)

Lág kalkinntaka

Ónógt D-vítamín

Getur þú sagt okkur aðeins frá þér sjálfum ?

Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, fékk mitt lýsi í

Barnaskóla Hafnarfjarðar við Lækinn í Hafnarfirði, tók

landspróf frá Flensborgarskóla, sem var rétt handan götunnar

þar sem ég átti heima í Brekkugötunni. Ég gekk síðan í

Menntaskólann í Reykjavík, sem þá var eini menntaskólinn á

Suðvesturlandi auk Verzlunarskólans, og varð stúdent 1962.

Þar kynntist ég verðandi konu minni, Sigríði Einarsdóttur,

síðar tónlistarkennara, og eigum við þrjú uppkomin börn.

Ég fór síðan í Læknadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist

þaðan snemma árs 1968. Tók síðan kandidatsár að mestu í

Reykjavík og lauk héraðsskyldu (sem reyndar var ánægjuleg)

á Sauðárkróki, áður en ég hélt til framhaldsnáms í innkirtla-

og efnaskiptasjúkdómum í London í árslok 1969. Starfaði

ég aðallega við Hammersmith Hospital (Royal Postgraduate

Medical School) í London, en þar voru á þessum tíma

allmargir íslenskir læknar við mismunandi nám og störf.

Þar hófust kynni mín af rannsóknum á beinþynningu, en á

rannsóknadeild spítalans hafði þá nýlega verið uppgötvað

hormónið calcitonin, sem slær á virkni osteoclasta og því

voru miklar vonir bundnar við þetta lyf gegn beinþynningu.

Íslenskur læknir, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, sem

þarna starfaði, kom einmitt mikið að þessari uppgötvun. Hins

vegar var á þessum tíma mjög erfitt að meta heildaráhrifin

á bein vegna þess að tækni skorti til að mæla beinmassann

eins og síðar varð. Sjúklingar sem tóku þátt í þessari

rannsókn urðu því að vera á spítalanum í tvær vikur til

mælinga á heildarjafnvægi kalks (calcium balance). Minn

fyrsti vísindapappír frá þessum árum fjallaði um frásog

geislamerkts kalks frá meltingarvegi í sjúklingum með

of mikið vaxtarhormón. Doktorsverkefni mitt, sem ég

lauk við á Hammersmith Hospital árið 1975, fjallaði hins

vegar um umsetningu fituprótína í líkamanum. Ég hélt

þeim rannsóknum síðan áfram við Kaliforníuháskóla í San

Francisco þar sem við fjölskyldan dvöldumst í eilífri sól, og

væntanlega nægu D-vítamíni, um tveggja ára skeið, en þá var

ekki farið að mæla D-vítamín í blóði. Þar fæddist sonur okkar

á sólríkum degi rétt fyrir jólin.

Heim komum við 1977 og við tóku ýmis hlutastörf þar til ég

var skipaður yfirlæknir á lyflækningadeild Borgarspítalans

í október 1982. Síðar varð það Sjúkrahús Reykjavíkur og

sameinaðist svo Landspítalanum og ég varð yfirlæknir

innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeildar LSH frá árinu 2002.

Jafnframt var ég dósent í innkirtlasjúkdómum frá 1982 og

prófessor við læknadeild HÍ 1994.

Hvernig er saga beinþéttnimælinga og –rannsókna á

Íslandi?

Áhugi minn á beinþynningu og skyldum málum vaknaði

að nýju þegar tækniframfarir höfðu leitt til þess í kringum

1990 að unnt var að mæla beinþéttnina. Danskur læknir,

Claus Christiansen, var í fararbroddi á þessu sviði og

stóð fyrir alþjóðlegum fundum til að vekja athygli á þessu

vandamáli. Fyrst komu fram mælitæki sem mældu

beinþéttni í framhandlegg (single photon absorptiometry)

og fengum við eitt slíkt tæki til afnota á Borgarspítalanum.

Fyrstu rannsóknir okkar voru á 12-15 ára stúlkum þar sem

við fundum góða fylgni við gripstyrk sem merki þess að

líkamsáreynsla á þessum árum skiptir máli. Þessa rannsókn

framkvæmdu læknanemarnir Jón Örvar Kristinsson og

Örnólfur Valdimarsson, sem síðan átti eftir að doktorera í

þessum fræðum.

Tryggja þarf

lágmarks inntöku á

D-vítamíni til allra

Einn helsti sérfræðingur Íslands í rannsóknum

á beinþynningu er Gunnar Sigurðsson prófessor.