Previous Page  7 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 7 / 12 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

07

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn var haldinn í tólfta sinn þann 28. september sl.

Hér á landi var haldið upp á hann undir kjörorðunum „Holl mjólk og hraustir

krakkar“. Markmiðið með Skólamjólkurdeginum er að vekja athygli barna og

foreldra á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna en mjólkurneysla þeirra hefur dregist

verulega saman víða um heim, þar á meðal hér á landi. Í tilefni dagsins buðu MS

og mjólkurbændur öllum leikskóla- og grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í

skólunum. Má reikna með að þar hafi verið drukknir um 16.000 lítrar af mjólk.

Á Skólamjólkurdeginum var einnig hleypt af stokkunum árlegri teiknisamkeppni þar

sem öllum nemendum fjórða bekkjar var boðið að taka þátt. Myndefnið var frjálst en

æskilegt að það tengdist hollustu mjólkurinnar fyrir ungt fólk. Mikil þátttaka hefur

verið í samkeppninni á undanförnum árum og margar frumlegar og skemmtilegar

myndir borist.

Á Skólamjólkurdeginum fékk hópur barna í fjórða bekk í Fellaskóla óvænt boð um að

heimsækja mjólkurbændurna að Reykjum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar gafst

þeim færi á að sjá með eigin augum hvernig búið er að kúnum í fjósinu og hvernig

búnaður er notaður við mjaltir nú til dags. Heimsókninni lauk með því að krakkarnir

hjálpuðu við að reka kýrnar út á tún og ekki er ólíklegt að þau hafi farið þaðan með

góðar minningar og hugmyndir fyrir teiknisamkeppnina.

Hollmjólkog

hraustirkrakkar

Krakkanesti

Spelt-tortilla með paprikuosti,

osti og kjúklingaskinku. Gulrætur,

sellerí og mjólkurglas.

Vinningshafi teiknisamkeppninnar sem hófst á Skólamjólkurdaginn 2010 og úrslit lágu fyrir 2011:

Vladislav Krasovsky úr Fellaskóla.

Kálfur vekur athygli

skólabarna.

Flatkaka, rúgbrauð og skonsa með

smjöri og osti. Epli og mjólk.

Beinlínis hollt