Previous Page  5 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 5 / 12 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

05

Bakaður kjúklingurmeð

léttsmurosti og brokkolí

með sterkri jógúrt

Fyrir 4

1 stk. kjúklingur í bitum

2 msk. smjör

250 g sveppir

200 g laukur

4 tómatar í bitum

2 tsk. saxaður hvítlaukur

2 tsk. rósmarín

1 askja léttsmurostur með villisveppum

Salt og nýmulinn svartur pipar

Aðferð: Skerið grænmetið í bita og

steikið í smjöri á pönnu, bætið við

tómötum, hvítlauk og rósmaríni. Setjið

grænmetið í eldfast form. Brúnið

kjúklingabitana á pönnunni og kryddið

með salti og pipar. Setjið kjúklinginn á

grænmetið og klípið yfir léttsmurostinn.

Bakið við 175°C í 40-50 mínútur.

UPPSKRIFTIR

Framtíðarplön?

Ég er viss um að CrossFit muni alltaf vera stór hluti af lífi mínu. Ég hef fundið

eitthvað sem ég hef gífurlegan áhuga á og hef gaman af. Ég er að byggja upp

fyrirtæki sem ég sé að sjálfsögðu fyrir mér að muni stækka og ég nýt þess virkilega

að kenna og miðla áfram öllu því sem ég hef lært. Ég er samt ákveðin í því að klára

skólann með þessu og sé ekki fram á að fara að hætta sjálf að æfa og keppa á

næstunni, ég á mörg ár framundan í greininni.

Hefur þú þurft að færa miklar fórnir fyrir CrossFit?

Það er ekkert sem að ég myndi líta á sem fórn. Þetta er allt spurning um val og

það sem ég hef áunnið og fengið út úr því er miklu meira en nokkuð sem ég get

sagt að ég hafi fórnað.

Ætlar þú að halda áfram í CrossFit á næstu misserum?

Já tvímælalaust!

Til að ná árangri þarf að hugsa vel um sig, þjálfunina, næringuna o.s.frv. Getur

þú sagt okkur frá því hvernig þú ferð að í þeim efnum?

Öll hreyfing er af hinu góða en hver og einn verður að finna það sem hentar honum

best. Líkamleg hreyfing hægir á beineyðingu og niðurbroti vöðva. Það er ekki nóg

að hreyfa sig bara, að sjálfsögðu þarf líka að hugsa um mataræðið. Að mínu mati

er ekkert eitt sem hentar öllum. Ég hugsa um það sem ég set ofan í mig. Ég reyni

að velja lítið unninn mat, borða vel af prótíni, hugsa um að fá réttu kolvetnin og

man líka eftir hollu fitunni. Ég drekk mikið af mjólkurvörum því að ég finn að líkami

minn vinnur vel úr þeim. Þetta snýst allt um að vera meðvitaður um það sem

maður setur ofan í sig því að við erum með einn líkama út lífið og þetta er orkan

sem við erum að gefa honum til að vinna úr.

Skilaboð til ungu kynslóðarinnar?

Ekki vera hrædd við að prófa nýjar íþróttir og finnið það sem hentar ykkur best.

Skilaboð til þeirra sem eldri eru?

Hreyfing er nauðsynleg fyrir alla aldurshópa. Hvort sem þú notar göngustaf eða

hlaupaskó í daglegu lífi þá er hreyfing nauðsynleg fyrir alla til að halda góðri heilsu.

Beinvernd óskar Annie Mist góðs gengis.

Brokkolí með sterkri jógúrt

400 g soðið brokkolí

1 msk. söxuð steinselja

1 tsk. hvítlaukur

1 tsk. saxað ferskt chilialdin

250 g grísk jógúrt

Salt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð: Hrærið saman jógúrt,

söxuðum chili, hvítlauk, steinselju,

salti og pipar. Þerrið brokkolíið og

blandið saman við. Hrærið vel saman.