Previous Page  6 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 6 / 12 Next Page
Page Background

06

www.beinvernd.is

• Beinagrindin er mynduð úr

206

beinum og er ein aðalstoð líkamans. EN þegar við fæðumst

erum við með

300-350

bein en sum þeirra „sameinast“ öðrum beinum og mynda með þeim

eitt bein. Sem dæmi um þetta má taka beinin í höfuðkúpunni, ökklanum og úlnliðnum.

• Beinagrindin, ásamt vöðvum, gerir okkur kleift að standa upprétt og hreyfa okkur

Beinagrindin er

kalkforðabúr líkamans

en þar geymum við 99% af kalkmagni líkamans

og önnur steinefni. Það eru efnin sem gera beinin hörð.

• Inni í beinunum er svokallaður

beinmergur

og þar eru framleidd blóðkorn.

• Beinagrindin ver (verndar) mikilvæg líffæri:

-heilinn er inni í höfuðkúpunni;

- mænan er í svokölluðum mænugöngum sem hryggjarliðirnir mynda;

-hjarta og lungu eru varin í brjóstkassanum sem er myndaður af rifbeinum,

bringubeini og hrygg.

• Beinagrindin þarf að fá

þjálfun

til þess að beinin verði sterk.

• Beinagrindin þarf að fá

hollan mat, kalk og D-vítamín

til þess að beinin verði sterk.

• Stærsta beinið í líkamanum er

lærleggurinn

sem gefur okkur fjórðung af líkamshæð

okkar.

• Stærsta bein sem nokkurn tíma hefur verið mælt var í þýskum „risa“ sem hét Constantine.

Hann dó í Belgíu 30. mars árið 1902 þrítugur að aldri. Lærleggurinn mældist 76 sm.

• Minnsta beinið í líkamanum heitir

ístað

og er það inni í eyranu. Lengd þess er á

bilinu 2,6 mm til 3,4 mm (svipað og eitt hrísgrjón) og það vegur um 2,0 mg til 4,3 mg.

• Stórt fólk er með sama fjölda beina í líkamanum eins og lítið fólk en bein þess

eru bara stærri.

• Helmingur beinanna í líkamanum eru í höndum og fótum.

• Til að standa upprétt þurfum við bein – hvernig værum við ef við

værum ekki með beinagrind?

VISSIRÞÚAÐ ...?

lærleggur

leggur

beinhimna

merghol

æð

frauðbein

efra beinkast

vaxtarlína

beinskel

(þéttbein)

neðra beinkast

Ístað