Previous Page  12 / 12
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 12
Page Background

12

www.beinvernd.is

Beinvernd, ásamt 200 beinverndarfélögum í 94 þjóðlöndum sem eru aðilar að

alþjóðlegu beinverndarsamtökunum International Osteoporosis Foundation (IOF),

halda ár hvert upp á alþjóðlega beinverndardaginn þann 20. október. Beinvernd

leitaði að þessu sinni eftir samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands og kvenfélögin í

landinu um að skipuleggja göngu í tilefni dagsins. Í von um betri þátttöku var ákveðið

að gangan færi fram laugardaginn 22. október en ekki á sjálfan beinverndardaginn

sem bar upp á fimmtudag.

Tuttugu kvenfélög víða um land brugðu undir sig betri fætinum með Beinvernd og

GENGU FYRIR BEININ til að sýna í verki samstöðu með öllum þeim fjölda fólks sem

er með beinþynningu. Gangan fór sem fyrr segir laugardaginn fram 22. október sl.

kl. 2.06 eftir hádegi og vísar tímasetningin til þess að í mannslíkamanum eru 206

bein. Fjöldi þátttakenda á hverjum stað var misjafn og einnig vegalengdin sem

gengin var. Allir luku hins vegar göngunni glaðir í bragði og tóku höndum saman

og mynduðu táknræna einingarkeðju, arm í arm, eins og sjá má á meðfylgjandi

myndum.

GÖNGUMFYRIRBEININ!

Alþjóðlegur beinverndardagur 2011

Höfundur bæklingsins er læknirinn Heike A. Bischoff-Ferrari en hún á sæti

í vísindanefnd alþjóðlegu beinverndarsamtakanna IOF. Bæklingurinn hefur

verið þýddur á mörg tungumál og nú einnig á íslensku. Í honum kemur fram

að gott mataræði og hreyfing eru það mikilvægasta í heilbrigðum lífsháttum

og þær stoðir sem varnir gegn beinþynningu hvíla á. Þeir sem áhuga hafa á

að fá bæklinginn sendan til sín geta snúið sér til Beinverndar.

NÝrbæklingur

Í tilefni af alþjóðlega beinverndardeginum gaf Beinvernd

út nýjan bækling: Þrjú skref í vörn gegn beinbrotum:

hreyfing, kalk og D-vítamín.

Kvenfélag Selfoss

Kvenfélag Þistilfjarðar

Kvenfélag Ólafsvíkur

Kvenfélag Reykdæla

Reykjavík:

Kvenfélagið Fjallkonan

í Efra-Breiðholti

Kópavogur:

Kvenfélagið Freyja

GarðabæR:

Kvenfélag Garðabæjar

Grindavík:

Kvenfélag Grindavíkur

Selfoss:

Kvenfélag Selfoss

Laugarvatn:

Kvenfélag Laugdæla

Gaulverjabæjarhreppur:

Kvenfélag

Gaulverjabæjarhrepps

RangárvallasýslA:

Fjallkonan undir

Austur-Eyjafjöllum

VestmannaeyjAR:

Kvenfélagið Líkn

Borgarnes:

Kvenfélag Borgarness

Ólafsvík:

Kvenfélag Ólafsvíkur

Ísafjörður:

Kvenfélagið Hlíf

Hnífsdalur:

Kvenfélagið Hvöt

Suðureyri:

Kvenfélagið Ársól

Bolungarvík:

Kvenfélagið Brautin

Hólmavík:

Kvenfélagið Glæður

Akureyri:

Kvenfélagið Baldursbrá

Laugar:

Kvenfélag Reykdæla

Þistilfjörður:

Kvenfélag Þistilfjarðar

Kópasker:

Kvenfélagið Stjarnan

Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra

kvenfélaga sem skipulögðu göngu

í sinni heimabyggð.