www.beinvernd.is
11
Salat með sætum
kartöflum, ab-mjólk
og fetaosti
Fyrir u.þ.b. 6 manns
200 g ab-mjólk
100 g hreint skyr
100 g sýrður rjómi með
graslauk og lauk
80 g
fetaostur í olíu
2 msk. olía
600 g sætar kartöflur
salt og pipar
Aðferð:
Skrælið sætu kartöflurnar,
skerið í bita, steikið í olíunni og
kælið. Hrærið saman ab-mjólk,
skyri, sýrðum rjóma og muldum
fetaosti.
Kryddið með salti og pipar.
Blandið að lokum sósunni og
sætu kartöflunum saman.
Hægt er að nota venjulegar
kartöflur í stað sætra kartafla.
Framhandleggsbrotum, samfallsbrotum í hrygg
og mjaðmabrotum fjölgar stöðugt frá sextíu
ára aldri og eru flest hjá háöldruðum. Önnur
hver öldruð kona hlýtur beinbrot á ævinni.
Samföll í baki verða án minnstu aðvörunar
en mjaðmabrot oftast í kjölfarið á byltu. Báðar
þessar tegundir af beinbrotum skerða verulega
lífsgæði og geta heft mjög sjálfsbjargargetu.
Brot valda ótta og draga úr sjálfstrausti vegna
þess vanmáttar sem fólk upplifir. Hætt er við
að það leiði til takmörkunar á hreyfingum,
sem aftur dregur úr líkamsþrótti. Vítahringur
myndast.
Samfallsbrot í hrygg geta orðið án áverka,
en langflest mjaðma- og framhandleggsbrot
verða í kjölfarið á byltu. Viðhald beinmassa
er mikilvægt og þurfa aldraðir að taka allt að
1200–1500 mg af kalki á dag og 15 μg af
D-vítamíni. Auk þess kemur hormónameðferð
eða sértæk beinstyrkjandi meðferð með
lyfjum til álita í ákveðnum tilvikum. En til þess
að varna beinbrotum er ekki síður mikilvægt
að koma í veg fyrir byltur. Á það einkum við
framhandleggs- og mjaðmabrot.
Langalgengasta orsök byltu hjá öldruðum
einstaklingi er skert jafnvægi, annað hvort
vegna skerðingar í jafnvægisnemum eða
varnarviðbrögðum við jafnvægistruflun.
Ýmsir eiginleikar mannslíkamans dvína með
hækkandi aldri sem sést vel á því að aldraðir
maraþonhlauparar hlaupa hægar en þeir sem
yngri eru. Hins vegar hættir mjög mörgum til
að skella skuldinni á ellina, þegar í raun er
kyrrsetu og hreyfingarleysi um að kenna. Með
kyrrsetu verður gríðarlegt óþarfa tap á bein-
Beinbrot og byltur
Hvað er til ráða?
og vöðvastyrk og aukið jafnvægisleysi vegna
hreyfingarleysis. Þeir sem hafa í ofanálag
langvinna sjúkdóma verða einkar illa úti.
Auk skertrar líkamsstöðustjórnar eru margir
þættir í lífi einstaklingsins sem setja hann í
fallhættu, til dæmis lyf, ýmsir sjúkdómar, vitræn
skerðing og slysagildrur í umhverfinu. Ef hugað
er að öllum þessum þáttum má fækka byltum
um þriðjung. Til að auka enn á öryggi þeirra
sem verst eru settir, til dæmis hjá þeim sem
eru á elli- og hjúkrunarheimilum, má nýta sér
sérstakar buxur með stuðpúðum eða skeljum
yfir mjöðmum.
Skilningur á orsökum beinbrota og því hvernig
forðast má þau hefur vaxið hröðum skrefum
á síðasta áratug. Brot eru ekki óumflýjanlegur
fylgikvilli ellinnar heldur eitt af því sem má
forðast með því að einstaklingarnir axli ábyrgð
á eigin heilsu og hugi að næringarinntöku
og hreyfingu. Einnig er ráðlagt að leita til
heilbrigðisstarfsmanna verði þróttleysis eða
jafnvægisleysis vart.
Þórunn Björnsdóttir sjúkraþjálfari
Gagnlegt:
Auk skertrar líkamsstöðu-
stjórnar eru margir þættir
í lífi einstaklingsins sem
setja hann í fallhættu, til
dæmis lyf, ýmsir sjúk-
dómar, vitræn skerðing og
slysagildrur í umhverfinu.
Vissir þú ...
... að konur eru
í þrefalt meiri
hættu á að fá
beinþynningu en
karlar