Previous Page  5 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 5 / 16 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

5

Snorri Steinn Guðjónsson er fæddur

17. október 1981 í Reykjavík. Hann byrjaði

að æfa bæði handbolta og fótbolta 6 ára

gamall og æfði og lék með Val á Hlíðarenda.

Frá Val lá leiðin síðar til meginlands Evrópu,

þar sem Snorri hefur leikið í Þýskalandi og

með liðunum Grosswallstad, Minden,

GOG og leikur nú sem stendur með

liði Rein Neckar Löwen. Snorri

Steinn lék sinn fyrsta landsleik

gegn Norðmönnum í október 2001

og á að baki fjölmarga landsleiki

og aragrúa marka, þar sem hæst

ber 2. sæti á Ólympíuleikunum í

Peking.

Snorri Steinn varð góðfúslega við þeirri

beiðni að leyfa lesendum Beinverndar að

skyggnast á bak við glæstan feril hans

sem íþróttamanns og

kynnast viðhorfum,

sem beint hafa

honum svo langt,

sem raun ber

vitni.

Ég trúði á

sjálfan mig og

hafði viljann til

þess að vinna

Ég trúði á sjálfan mig og langaði að ná langt.

Ég hafði sterkan vilja til þess að leggja það

á mig sem til þarf til þess að fara alla leið og

æfði mikið og helst meira en allir aðrir.

Í erfiðum leikjum var viljinn til þess að vinna

alltaf til staðar.

Sterkustu áhrifin frá foreldrum

Mamma og pabbi höfðu auðvitað mest áhrif

á mig, og ég fékk endalausan stuðning frá

þeim þegar kom að boltanum. Þá höfðu

allir þeir þjálfarar sem leiðbeindu mér hjá

Val sterk áhrif á mig og kenndu mér alltaf

eitthvað. Fyrir það er ég mjög þakklátur.

Mataræði helst í hendur við

árangur

Á unglingsárum var ég e.t.v. ekki mjög

meðvitaður um mataræði mitt, en vitund

mín jókst þó alltaf því eldri sem ég varð. Og

kannski sem betur fer því árangur í íþróttum

helst alltaf í hendur við mataræði.

Vináttan skiptir mestu máli

Það skiptir allt máli í íþróttum, að

vera í leik með öðrum, gera

mörk og vinna. Samveran

með öðrum hefur þó gefið

mér mest og sú vinátta

sem verður til þegar

maður er hluti af góðum

hópi. Allir mínir bestu

vinir í dag eru úr boltanum

þó að flestir þeirra séu nú

hættir að stunda hann.

Ráð til ungra íþróttaiðkenda

Æfa mikið og meira en hinir, borða og sofa vel

og standa sig í skólanum!

Snorri Steinn Guðjónsson

handboltakappi

Ávaxta Boozt

½ lítil dós Bláberjaskyr.is

½ lítil dós Ferskju- og

hindberjaskyr.is

½ banani

½ kiwi

nokkur jarðaber

Bláberja Boozt

1 lítil dós Bláberjaskyr.is

½ banani

½ pera

Setjið skyrið og ávextina í

blandara. Gott er að nota klaka

sem gerir booztið kaldara og

ferskara.

Á unglingsárum var ég e.t.v.

ekki mjög meðvitaður um

mataræði mitt, en vitund

mín jókst ... Og kannski

sem betur fer því árangur

í íþróttum helst alltaf í

hendur við mataræði.

Vissir þú ...

... að karlar og

konur á öllum

aldri geta fengið

beinþynningu

Ég hafði sterkan vilja til

þess að leggja það á mig

sem til þarf til þess að fara

alla leið og æfði mikið og

helst meira en allir aðrir.

Í erfiðum leikjum var

viljinn til þess að vinna

alltaf til staðar.

Vissir þú ...

... að ef móðir eða

faðir hafa fengið

beinþynningu

aukast líkurnar á

að afkomandi fái

sjúkdóminn