Previous Page  7 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 7 / 16 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

7

Hvað ákvarðar

lyfjameðferð?

Það eru ekki einungis

niðurstöður beinþéttnimælingar

sem ákvarða lyfjameðferð

heldur einnig aðrir áhættuþættir,

s.s. byltur, langvinnir sjúkdómar,

langtímameðferð með

sykursterum, snemmkomin

tíðahvörf, grannholda

líkamsbygging, hvort móðir

viðkomandi hafi mjaðmabrotnað

og einnig hvort viðkomandi

einstaklingur hafi sjálfur fengið

beinbrot við lítinn áverka.

Hvenær skal grípa til

lyfjameðferðar?

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lyfja-

meðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel

aukið beinmassann auk þess að draga

marktækt úr áhættunni á beinbrotum. Þegar

ákvörðun um meðferð er tekin er hún til margra

ára og því nauðsynlegt að hafa í huga að velja

einstaklinga þar sem meðferðin skilar árangri.

Landlæknisembættið hefur gefið út klínískar

leiðbeiningar bæði hvað varðar beinþynningu

hjá konum eftir tíðahvörf og einnig vegna

beinþynningar af völdum sykurstera.

Hvaða lyf eru í boði?

Lyf sem notuð eru gegn beinþynningu verða

að hafa sannað sig í alþjóðlegum rannsóknum

með tilliti til öryggis og hvað varðar fækkun

beinbrota. Fimm meginlyfjaflokkar hafa sannað

meðferðargildi sitt; hormónauppbótarmeðferð,

Speltbollur með

rifnum ab-osti og

ólífum

5 dl

spelt

3 tsk. vínsteinslyftiduft

½–1 tsk. sjávarsalt

1,5–2 dl ab-mjólk

1,5–2 dl sjóðandi heitt vatn

1,5 dl rifinn ab-ostur

0,5 dl saxaðar ólífur

Aðferð:

Spelti, vínsteinslyftidufti og

sjávarsalti blandað saman. Bætið

í söxuðum ólífum og rifnum ab-

osti. Hellið ab-mjólk og heitu vatni

saman við og hrærið saman en

gætið að því að hræra ekki of

mikið. Lagið litlar bollur og bakið

við 190 °C. Bökunartími fer eftir

stærð brauðanna.

lyf með mótandi áhrif á östrógenviðtaka

(svokölluð SERM-lyf), bisfosfónöt, strontíum

og að lokum paratýrin sem er kalkhormón. Lyf

úr bisfosfónatflokknum eru algengust þegar

meðhöndla á þá sem hafa beinþynningu.

Meðferðarárangur af bisfosfónötum hefur verið

rannsakaður í fjölmörgum rannsóknum, einnig

í langtímarannsóknum, bæði meðal kvenna og

karla. Rannsóknir sýna að hlutfallsáhættan á

samfallsbrotum í hrygg minnkar um helming

og mjaðmabrotum fækkar einnig, sérstaklega

hjá þeim sem hafa lægsta beinþéttni.

Bisfosfónatlyfin þolast almennt vel. Þó þarf að

fylgja ákveðnum reglum við inntöku lyfjanna

sem kalla á sérstaka varfærni.

Góður meðferðarárangur tryggir

betri lífsgæði

Markmið sjúkdómsmeðferðar er að gera

líf sjúklinga eins þægilegt, virkt og

ánægjulegt og mögulegt er – það

er því ekki nóg að bæta árum

við lífið heldur þarf einnig

að gæða árin betra lífi.

Beinþynning er sjúkdómur

sem getur valdið umtalsverðri

lífsgæðaskerðingu með

hreyfihömlun, andlegri

vanlíðan og félagslegri

einangrun. Því er nauðsynlegt að

huga að forvörnum og í völdum tilfellum

gefa sérhæfða meðferð svo unnt sé að koma í

veg fyrir ótímabær beinbrot og þannig tryggja

velferð og lífsgæði einstaklinga.

Kolbrún Albertsdóttir hjúkrunarfræðingur

MSc og Dr. Björn Guðbjörnsson, dósent í

gigtlækningum

Beinþéttnimæling er nokkurskonar röntgenmyndataka.

Rannsóknin er bæði einföld, fljótleg og sársaukalaus.

Beinþéttnimælingar hafa gott framtíðarspágildi um

beinbrot af völdum beinþynningar síðar á lífsleiðinni.

Karlar

Konur

Fjöldi beinbrota í hrygg, framhandlegg og mjöðm

Konur beinbrotna oftar og yngri en karlar.

Fjölmargar rannsóknir hafa

sýnt að lyfjameðferð getur

viðhaldið beinþéttni og jafnvel

aukið beinmassann auk þess að

draga marktækt úr áhættunni á

beinbrotum.

Vissir þú ...

...

að beinþynning

er einn algengasti

langvinni

sjúkdómurinn