16
Beinstyrkjandi
íþróttagreinar
Árangursrík leið til að byggja upp og
viðhalda beinmassa er að stunda
íþróttirsem reyna kröftuglega á
beinin með hjálp af þunga líkamans.
Listinn gæti verið lengri og allir ættu
að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
ganga, s.s. kraftganga,
stafganga, fjallganga
lóðalyftingar og
kraftlyftingar
tennis og skvass
boltaíþróttir, blak,
fótbolti, handbolti,
körfubolti
skokk og hlaup
dans
Aðgerðalisti
Beinverndar
• Viðhöldum lífsgæðum og
verndum beinin
• Hlustum á sjúklinga
• Hvetjum til þess að hreinar
mjólkurvörur verði
D-vítamínbættar
• Hvetjum til hreyfingar til að styrkja
og viðhalda góðum beinum
• Stuðlum að auknum rannsóknum
á beinþynningu
• Hvetjum til umræðna um skimun á
beinþynningu
• Forgangsröðum beinþynningu
á heilbrigðisáætlun og tryggjum
rétta meðferð
Kalk er okkur nauðsynlegt til að tryggja viðhald
og uppbyggingu beina en án D-vítamíns
frásogast einungis um það bil 10% af
kalkmagninu í fæðunni.
D-vítamínskortur getur valdið beinþynningu
þar sem líkaminn gengur á kalkbirgðirnar í
beinunum til að halda uppi eðlilegri þéttni á
kalki í blóðinu fyrir frumustarfsemi líkamans.
Algjör skortur á D-vítamíni veldur beinkröm
eða beinmeyru með verulegri aflögun beina.
Góður D-vítamínbúskapur
skiptir sköpum
D-vítamín myndast í húð fyrir áhrif sólarljóss.
Sú myndun er hins vegar mjög háð árstíðum
og í skammdeginu á Íslandi má búast við
að mjög lítil D-vítamínmyndun eigi sér stað í
húðinni. Yfir veturinn og reyndar meginhluta
ársins verðum við því að treysta á það
D-vítamín sem við fáum úr fæðu.
Einungis fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín
að einhverju ráði. Helst má nefna feitan fisk
eins og lúðu, lax og síld og svo eggjarauður.
Á hinn bóginn er verulegt magn
af D-vítamíni í íslensku þorska-
og ufsalýsi þannig að þeir sem
taka lýsi eða fjölvítamín með
D-vítamíni (
10-15 μg
á dag)
fá nægilegt D-vítamín allt árið.
Athuga ber þó að hákarlalýsi er
snautt af D-vítamíni og Omega 3
inniheldur ekki D-vítamín.
Samkvæmt nýlegri íslenskri
rannsókn fær um þriðjungur
fullorðinna ekki nægilegt magn
af D-vítamíni yfir veturinn og
10–15% eru með mjög lágt
magn D-vítamíns í blóði.
Útdráttur úr grein e. prófessor
Gunnar Sigurðsson
D-vítamín í blóði - S-25 (OH)-D
_ _
_ _
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
_
30,00
Feb-Mar
Apr-Maí
Jún-Júl
Ágú-Sep Okt-Nóv
Des-Jan
40,00
50,00
60,00
Meðal-D-vítamín í blóði eftir árstíma í íslenskum rannsóknarhópi.
25(OH)-D
Meðalgildi þeirra sem taka lýsi eða auka-D-vítamín (60%).
Meðalgildi hinna.
Lágmarks æskilegt gildi.
Vissir þú ...
... að D-vítamín
myndast í
húð fyrir áhrif
sólarljóss