Previous Page  14 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 14 / 16 Next Page
Page Background

14

Hafa foreldrar þínir, annað eða bæði,

mjaðmarbrotnað við lítilsháttar fall eða hnjask?

Nei

Hefur þú brotið bein við lítilsháttar fall eða hnjask?

Nei

Hefur þú tekið inn sykursteralyf (prednisolon, corti­

sone o.s.frv.) í meira en þrjá mánuði?

Nei

Hefur líkamshæð þín lækkað um meira en 3 cm?

Nei

Neytir þú mikils áfengis reglulega?

Nei

Reykir þú meira en 20 sígarettur á dag?

Nei

Þjáist þú af langvarandi niðurgangi?

Nei

Hefur þú einhvern tíma þjáðst af getuleysi,

minnkaðri kynhvöt, eða öðrum einkennum

tengdum litlu magni af karlkynshormóni í blóði?

Nei

1.

2.

3.

4.

5.

6.

7.

8.

Áhættupróf fyrir karla vegna beinþynningar

Þótt þú svarir einhverri þessara spurninga játandi, þýðir það ekki að þú

sért með beinþynningu. Greining á beinþynningu er einungis staðfest af

lækni með beinþéttnimælingu. Við mælum með því að þú sýnir þínum

lækni þetta próf og hann mun síðan greina þér frá því hvort nauðsynlegt

sé að skoða þig betur. Góðu fréttirnar eru þær að það er tiltölulega

auðvelt að greina beinþynningu og það er hægt að meðhöndla hana.

Fáðu upplýsingar hjá Beinvernd um það hvernig þú getur breytt lífsháttum

þínum og minnkað hættuna á að þú fáir beinþynningu.

Brothættir karlar

Það er ekki langt síðan að beinþynning var

viðurkennd sem algengur og alvarlegur

langvinnur sjúkdómur meðal karla en áður

einskorðaðist þekking og umfjöllun um

sjúkdóminn við konur. Það er ekki síst

hækkandi lífaldur sem hefur leitt til þess að

dregið hefur saman með kynjunum hvað

varðar brot af völdum beinþynningar. Þetta

er umhugsunarefni á Íslandi þar sem lífslíkur

karla eru hæstar í heimi eða yfir 78 ár og

ríflega fjórði hver karlmaður getur búist við

beinbroti eftir miðjan aldur ef tekið er mið af

Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar.

Áætlað er að allt að þriðjungur brota af völdum

bein-þynningar verði hjá körlum en því er spáð

að á komandi árum verði hlutfallsleg aukning

beinbrota af völdum beinþynningar meiri hjá

körlum en konum.

Karlar þurfa að gefa gaum að áhættuþáttum

beinþynningar. Reykingar, óhófleg áfengis-

neysla, erfðir, hreyfingarleysi eða lyf eins

og barksterar eru dæmi um áhættuþætti

beinþynningar hjá körlum. Karlar líkt og konur

sem brotna við lítinn áverka eru í sérstakri

áhættu. Ein besta leiðin til að staðfesta

beinþynningu og fylgja eftir árangri meðferðar

er mæling á beinþéttni með svonefndri DEXA-

aðferð.

Athyglisvert er að svo virðist sem karlar fari

hlutfallslega verr út úr beinbrotum vegna bein-

þynningar heldur en konur. Það hefur m.a.

verið sýnt fram á þetta í kjölfar mjaðmarbrota

þar sem afturför á líkamlegri færni og dauðsföll

eru algengari hjá körlum en konum. Það er því

fyllsta ástæða til að vekja karla til umhugsunar

um þessi mál og hvetja þá til beinverndar.

Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn beinþynningu eru

ekki síður árangursríkar fyrir karla en konur.

Lífslíkur íslenskra karla eru

hæstar í heimi eða yfir 78 ár og

ríflega fjórði hver karlmaður

getur búist við beinbroti eftir

miðjan aldur ef tekið er mið

af Reykjavíkurrannsókn

Hjartaverndar.

Athyglisvert er að svo virðist sem

karlar fari hlutfallslega verr út úr

beinbrotum vegna beinþynningar

heldur en konur.

Vissir þú ...

... að beinþynning

er einkennalaus

þangað til bein

brotnar