8
Uppskrift þín að sterkum beinum
Bein eru mjög mikilvægt líffærakerfi fyrir líkama
þinn. 206 bein mynda beingrindina þína. Beinin
halda þér uppi og með hjálp vöðvanna gera
þau þér kleift að hreyfa þig.
Beinin vaxa og styrkjast á uppvaxtarárunum
þar til um 25 ára aldur. Þegar þú verður gamall/
gömul geta beinin orðið brothætt – nema þú
hugsir vel um þau núna og alltaf í framtíðinni.
Kalk
er steinefni sem er mikilvægt fyrir
heilbrigði beina. Kalk fæst úr dökku grænu
grænmeti, hnetum, baunum og fiski en mest úr
mjólk og mjólkurvörum t.d. osti og skyri.
Kalk getur ekki styrkt beinin án hjálpar frá
D-vítamíni
. Það er vítamín sem framleitt er
í húðinni þegar þú ert úti og sólin skín á bert
skinnið (a.m.k. 10-15 mínútur á hverjum degi).
Það fæst einnig úr fæðutegundum eins og
eggjum, fiski og D-vítamínbættri matvöru. Hér
á Íslandi fáum við D-vítamín úr lýsi. Mundu að
besta uppspretta D-vítamíns er frá sólskininu –
þú verður bara að muna að nota sólarvörn yfir
sumarmánuðina!
Líkamsþjálfun
er einnig afar mikilvæg fyrir
beinin svo þau vaxi, styrkist og haldist sterk.
Líkamsþjálfun, sérstaklega íþróttir sem fela
í sér einhvers konar högg á beinin eins og
hlaup, hopp eða sipp hjálpa til við að styrkja
vöðva og bein. Það er þess vegna sem það er
hollara að spila fótbolta eða sippa í klukkutíma
frekar en sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið!
Gættu þess að fylgja eftir þessari uppskrift að
sterkum beinum og það mun hjálpa þér að
draga úr líkunum á að þú fáir beinþynningu
þegar þú verður gömul/gamall.
Hvað er beinþynning?
Beinþynning er sjúkdómur sem eykur hættuna
á því að beinin brotni því beinin verða
veikburða og gisin (of margar holur í beininu).
Beinþynning er ekki sársaukafull fyrr en bein
brotna. Oftast brotnar hryggurinn, úlnliðurinn
eða mjöðmin. Beinbrotin eru ekki einungis
sársaukafull heldur geta þau valdið því að fólk
fái bogið bak (kryppu) eða eigi í erfiðleikum
með að hreyfa sig og ganga.
Allir geta fengið beinþynningu en algengast
er að gamalt fólk fái hana. Þótt auðvelt sé
að greina sjúkdóminn og til séu lyf sem geta
hjálpað til við að koma í veg fyrir beinbrot er
best að koma í veg fyrir beinþynningu með því
að byggja upp bein í uppvextinum (þegar við
erum ung).
Haltu því áfram að borða hollan, kalkríkan mat
og skemmtu þér við þátttöku í líkamsþjálfun
og íþróttum – ævilangri uppskrift að sterkum
beinum!
Lestu þennan texta um beinin og kannaðu síðan þekkingu þína
Gagn og gaman:
Til að beinin verði eins sterk
og mögulegt er og haldist
þannig alla ævi er þrennt
sem er mikilvægast:
1. Hollur kalkríkur matur
2. Stunda líkamsþjálfun/
íþróttir
3. D-vítamín, frá sólinni og
lýsinu