www.beinvernd.is
15
Lax með appelsínu-
jógúrtsósu
LAX
800 g lax
2 msk. smjör
SÓSA
100 g sellerírót
100 g gulrót
50 g
blaðlaukur fínt sneiddur
2 dl
fiskikraftur
(vatn og teningur)
2 dl
matreiðslurjómi
1 msk. maisenamjöl
100 g rauð paprika
4 stk. hvítlauksgeirar
0,5 dl fersk basilíka fínt sneitt
0,5 dl appelsínusafi
2 dl
hrein jógúrt
1 tsk. appelsína (safi og börkur)
Aðferð:
Skerið sellerírótina, gulrótina og
paprikuna í teninga, hvítlaukinn
og blaðlaukinn í sneiðar. Setjið
grænmetið í pott og eldið í
fiskikraftinum í u.þ.b. 10 mínútur
og bætið síðan við rjómanum,
appelsínusafanum og berkinum og
sjóðið í 5 mínútur. Lækkið hitann.
Hrærið saman jógúrt og maisenamjöl
og bætið í sósuna ásamt ferskri
basilíku og látið sjóða við vægan hita
í 2-3 mínútur.
Steikið laxinn gullbrúnan í smjöri
á pönnu og kryddið með salti og
nýmuldum svörtum pipar.
Setjið í ofn við 160 °C í 5-7 mínútur.
Berið fram með sósunni og soðnum
kartöflum.
Að lifa lífinu á hreyfingu styrkir vöðva og bein
og dregur úr hættu á byltum og beinbrotum.
Mikilvægi D-vítamíns og neysla á kalki til
uppbyggingar og viðhalds beinmassa er einnig
vel staðfest hjá karlmönnum. Karlar hafa verið
í skugga kvenna varðandi lyfjarannsóknir á
Mikilvægi D-vítamíns og neysla
á kalki til uppbyggingar og
viðhalds beinmassa er einnig vel
staðfest hjá karlmönnum.
beinþynningu en á seinustu árum hafa nokkur
áður gagnreynd lyf í meðferð beinþynningar
hjá konum verið rannsökuð hjá körlum með
sambærilegum árangri varðandi fækkun brota.
Með góðum lífsháttum, forvörnum og meðferð
má bæta lífsgæði bæði karla og kvenna
og spara samfélaginu kostnað samfara
beinbrotum af völdum beinþynningar.
Úlnliðsbrot
Mjaðmarbrot
Samfall hryggjarliða
Helstu brotastaðir
Ein af hverjum þremur
konum og einn af
hverjum fimm körlum
eldri en 50 ára munu
brotna af völdum
beinþynningar.
Niðurstöður mælinga Beinverndar
sýndu að íslenskir knattspyrnumenn
eru að jafnaði með beinþéttni langt
yfir meðallagi og eins og einn
landsliðsmaðurinn orðaði það:
„Íþróttir og hollt líferni er greinilega
að virka hjá mér.“
Vissir þú ...
...
að feitur fiskur
og lýsi eru öflugir
D-vítamíngjafar
Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir