Previous Page  12 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 16 Next Page
Page Background

12

Alþjóðleg ráðstefna beinverndarfélaga innan

IOF (International Osteoporosis Foundation)

var haldin í Peking í Kína dagana 22.–25.

september sl. Beinverndarfélögin eru nú orðin

194 talsins frá 92 löndum og sendu flest þeirra

fulltrúa til þátttöku á ráðstefnunni.

Beinvernd á Íslandi sendi tvo

fulltrúa á ráðstefnuna.

Dagskrá ráðstefnunnar

var afar fjölbreytt.

Haldin voru erindi

og vinnusmiðjur,

verðlaun veitt og

verkefni kynnt. Erindin

fjölluðu um ýmis

málefni, s.s. um styrk

og áhrif sjúklingafélaga og

hlutverk bæklunarskurðlækna í baráttunni

gegn beinþynningu. Niðurstöður rannsókna

voru kynntar, t.d. um kalkneyslu í Asíu og tíðni

beinþynningar þar svo og nýjar niðurstöður

Alþjóðleg ráðstefna

beinverndarfélaga

Eyrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Halldóra Björnsdóttir, framkvæmda-

stjóri Beinverndar, á ráðstefnunni í Peking.

Fræðslubæklingar frá Beinvernd

Útgáfa Beinverndar hefur verið blómleg frá

því að félagið hóf starfsemi fyrir tólf árum

síðan. Vakin er athygli á því að hægt er

að panta ýmsa bæklinga frá félaginu án

kostnaðar.

Bæklingurinn

Sterk bein fyrir góða daga

- Hreyfing og viðhald beina um og eftir

miðjan aldur.

Höfundur texta og mynda:

Þórunn Bára Björnsdóttir sjúkraþjálfari.

Bæklingurinn

Fjárfestu í beinum: mataræði,

lífsmáti og erfðir hafa áhrif á uppbyggingu

beina hjá ungu fólki

.

Höfundur Jean-

Philippe Bonjour M.D., þýðandi Sigríður

Egilsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Bæklingurinn

Fjárfestu í beinum: Bein­

línis hollt.

Hlutverk fæðu og næringar í

myndun og viðhaldi sterkra beina. Höfundur

Bess Dawson-Huges M.D., þýðandi Anna

Pálsdóttir lífeindafræðingur.

varðandi meinafræði og

meðferð beinþynningar.

Í vinnusmiðjunum

var fjallað um nokkur

mismunandi málefni sem

snerta beinverndarfélög,

s.s. hvernig megi hafa

áhrif á stefnumótendur

í heilbrigðisþjónustu,

bætt samskipti við

heilbrigðisstarfsfólk, fjáröflun

félagasamtaka og notkun

mismunandi fjölmiðla til þess

að leggja málefninu lið.

Að lokinni vinnu í vinnu-

smiðjunum var kynning á

helstu niðurstöðum þeirra.

Á ráðstefnunni voru veitt

nokkur verðlaun fyrir verkefni

sem beinverndarfélög

hafa unnið að. Jafnframt

voru haldnar kynningar á

verkefnum er unnu til verðlauna á síðustu

alþjóðlegu ráðstefnu beinverndarfélaga á

Miami árið 2007. Þess má geta að Beinvernd

hefur tvisvar sinnum unnið til verðlauna, þ.e.

árið 2002 í Lissabon og í Bangkok árið 2005.

Ráðstefnunni lauk á erindi Louisa Zhang

frá Singapore um framtíðarverkefni

beinverndarfélaga og tilkynnt var að næsta

ráðstefna yrði haldin í borginni Valencia á

Spáni árið 2011.

Beinvernd

hefur tvisvar

sinnum unnið

til verðlauna,

þ.e. árið 2002

í Lissabon og í

Bangkok árið

2005.

Vissir þú ...

... að ganga, s.s.

fjallganga, kraft-

ganga og stafganga

er áhrifarík leið

til að verjast

beinþynningu

Vissir þú ...

...

að flogaveikilyf

og sykursterar sem

notaðir eru við astma

og bólgusjúkdómum

geta valdið

beinþynningu

Viltu gerast félagi?

Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar

í Beinvernd geta haft samband við

Halldóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra

félagsins, í síma eða sent tölvpóst.

Allir eru hjartanlega velkomnir.