Previous Page  6 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 6 / 16 Next Page
Page Background

6

Hvað er beinþynning?

Beinþynning einkennist af minnkuðu magni

af steinefnum í beinvef, aðallega kalki, og

misröðun á innri byggingu beinsins með

þeim afleiðingum að beinstyrkur minnkar og

hættan á beinbrotum eykst. Beinþynning er

einkennalaus þar til eitthvert bein brotnar.

Beinbrot orsaka bæði bráða og langvinna

verki og oft og tíðum skilur beinbrot eftir sig

viðvarandi verki og færnisskerðingu með þeim

áhrifum að lífsgæði einstaklingsins sem fyrir

brotinu varð minnka.

Allt fram á síðustu áratugi var beinþynning

talin óumflýjanleg og hluti af hrörnunarástandi

öldrunar, sem ekkert væri unnt að gera við.

Beinþynning er sjúkdómsástand sem bæði

konur og karlar verða fyrir en með réttri forvörn

er unnt að tefja framskrið sjúkdómsins og

koma í veg fyrir afleiðingar beinþynningar, þ.e.

beinbrotin.

Rannsóknum á beinþynningu hefur fleygt fram

á síðustu áratugum og innlendir sem erlendir

rannsakendur hafa stuðlað að umtalsverðum

framförum í þekkingu á beinþynningu.

Algengi beinþynningarbrota

Alþjóðlegu beinverndarsamtökin, International

Osteoporosis Foundation (IOF), áætla að þriðja

hver kona og áttundi hver karl brotni af völdum

beinþynningar einhvern tíma á ævinni. Þetta

er í samræmi við íslenska faraldsfræðilega

rannsókn úr Eyjafirði, sem sýndi að önnur hver

fimmtug kona og þriðji hver fimmtugur karl geti

búist við beinbroti síðar á lífsleiðinni. Á Íslandi

er gert ráð fyrir að um 1200–1400 beinbrot

megi árlega rekja til beinþynningar.

Algengust eru framhandleggsbrot, en

alvarlegust eru mjaðmabrot sem eru rúmlega

200 ár hvert hér á landi. Samfallsbrot í hrygg

hafa hins vegar fengið minni athygli. Þau eru

að hluta til vangreind, en erlendar rannsóknir

sýna að allt að þriðja hvert samfallsbrot er ekki

staðfest með röntgenmyndatöku og því ógreint.

Íslensk rannsókn sem kannaði lífsgæði 300

íslenskra kvenna með tilliti til samfallsbrota í

hrygg af völdum beinþynningar sýndi að þriðja

hver kona sem reyndist hafa samfallsbrot í

hrygg vissi ekki um að hún hefði það.

Alþjóðlegar

sjúkdómsskilgreiningar

Beinþéttni er mæld með svokölluðum bein-

þéttnimælum – sjá nánar hér á eftir. Stuðst

er við þunnan röntgengeisla sem sendur

er í gegnum líkamann. Geislamagnið sem

viðkomandi verður fyrir er mjög lítið og

samsvarar háloftageislun sem flugfarþegar

verða fyrir hálfa leiðina til Kaupmannahafnar.

Niðurstöðurnar eru síðan gefnar upp annað

hvort sem prósentuhlutfall (%) eða sem

fjöldi staðalfrávika (SD) frá aldursmeðaltali.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur

hins vegar skilgreint beinþynningu sem

hlutfall af hámarksbeinþéttni ungra kvenna

(T-gildi). Í raun er áreiðanleiki T-gildisins

um beinbrotaáhættu sambærilegur og

blóðþrýstingur spáir fyrir um kransæðastíflu

eða heilaáföll og telst því beinþéttnimæling gott

tæki til að meta brotaáhættu.

Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er

talið að þegar beinþéttnin hefur fallið um 2,5

staðalfrávik frá hámarksmeðaltalinu (T-gildið

-2,5) þá er brotahættan orðin marktæk og unnt

að tala um sjúkdómsástand eða beinþynningu.

Samkvæmt þessari skilgreiningu WHO má

ætla að um fimmtugt séu um 10% kvenna

með beinþynningu og allt að þriðjungur við 65

ára aldur. Um helmingur allra 75 ára kvenna

uppfylla þessi greiningarskilmerki hér á landi.

Beinþéttnimælingar

Fullkomnir beinþéttnimælar eru staðsettir á

Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi

(LSH) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA).

Nýlega var þriðji mælirinn settur upp í

Hjartavernd og er hann notaður til rannsókna.

Til að tryggja góðan aðgang að þessum

mælum geta konur 45 ára og eldri og karlar

55 ára og eldri pantað beinþéttnimælingu

á LSH og FSA án milligöngu heilsugæslu.

Yngri einstaklingar þurfa tilvísun til

beinþéttnimælingar. Þá eru til á landinu

nokkrir einfaldari beinþéttnimælar, svokallaðir

hælmælar. Hælmælar eru góð tæki til

skimunar. Þeir sem koma vel út úr hælmælingu

eru að öllum líkindum með góðan beinstyrk

en þeir sem eru með lág beinþéttnigildi við

hælmælingu ættu að fara í ítarlegri mælingu.

Einnig er unnt að mæla beinþéttni með

tölvusneiðmyndatækni.

Beinþéttnimælingar eru nákvæm og hraðvirk

aðferð en aðeins tekur um 15–20 mínútur

að framkvæma fullkomna mælingu. Þá er

nákvæmni mælinga mikil þannig að unnt er

að fylgja einstaklingum eftir m.t.t. beintaps og

meðferðarárangurs.

Betra er heilt en vel gróið –

forvarnir mikilvægar!

Beinvernd er mikilvæg alla ævi – hvort sem

maður hefur beinþynningu eða ekki. „Kalk

við hæfi alla ævi“, ásamt nægilegri inntöku

af D-vítamíni og reglulegum líkamsæfingum

er öllum nauðsynleg til að viðhalda góðri

beinheilsu. Styrktaræfingar fyrir þá sem yngri

eru en jafnvægisæfingar og byltuvarnir fyrir

þá eldri. Þá er nauðsynlegt að takmarka

reykingar og áfengisneyslu. Eðlileg líkams-

þyngd er einnig mikilvæg. Svokallaðar

skeljabuxur geta líka komið að gagni til að

fyrirbyggja mjaðmabrot hjá einstaklingum með

beinþynningu.

Fróðleikur:

Hinn þögli faraldur

Beinþynning einkennist af minnkuðum beinmassa og

breyttri innri gerð beinsins, þ.e. truflun á uppröðun

beinbjálka í beininu sem hefur það í för með sér að

beinstyrkur minnkar og hættan á beinbrotum eykst.

Alþjóðlegu beinverndarsamtökin

áætla að þriðja hver kona og

áttundi hver karl brotni af völdum

beinþynningar einhvern tíma á

ævinni.

Íslensk rannsókn sem kannaði

lífsgæði 300 íslenskra kvenna

með tilliti til samfallsbrota í

hrygg af völdum beinþynningar

sýndi að þriðja hver kona sem

reyndist hafa samfallsbrot í hrygg

vissi ekki um að hún hefði það.

Til að tryggja góðan aðgang að

þessum mælum geta konur 45

ára og eldri og karlar 55 ára og

eldri pantað beinþéttnimælingu

á LSH og FSA án milligöngu

heilsugæslu.

Beinþéttnimælingar eru nákvæm

og hraðvirk aðferð en aðeins tekur

um 15–20 mínútur að framkvæma

fullkomna mælingu.

Vissir þú ...

...

að smábeinóttar

konur eru í meiri

hættu á að fá

beinþynningu en

aðrar